Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 15
INNLÖND
Hannes Pétursson
Fjórða Ijóðabók Hannesar Péturs-
sonar, Innlönd, kom fyrst út árið
1968 og er löngu uppseld, enda
var henni þegar mjög vel tekið
meðal íslenskra Ijóðvina. Hún er
nú gefin út að nýju. Hér glímir
skáldið markvisst við að túlka þá
skynjun sem dýpst og innst stend-
ur í persónuleikanum og á raetur í
æsku og heimkynnum. Þetta er
skáldskapur sprottinn úr reynslu
og viðhorfum skálds sem varðveit-
ir upprunalegt eðli sitt og tilfinning-
ar í ys og þys nútímans.
64 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 2098 kr.
THEWASTE LAND
EYÐI LAN D IÐ
THE WASTE LAND -
EYÐILANDIÐ
T.S. Eliot
Sverrir Hómarsson þýddi
Ljóðabálkurinn The Waste Land er
þekktasta stórvirki bandaríska
skáldjöfursins T.S. Eliot, seiðandi
og margræður skáldskapur sem
marga hefur heillað og aðra
hneykslað. Sverrir Hólmarsson
hefur þýtt þennan kyngimagnaða
Ijóðaflokk á íslensku, og birtist sú
þýðing hans hér ásamt Ijóði Eliots
á ensku og skýringum skáldsins,
auk þess sem Sverrir gerir ítarlega
grein fyrir Ijóðinu og skáldinu.
78 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 2280 kr.
SIGURLAUGUR ELlASSON
J A S P í S
JASPÍS
Sigurlaugur Elíasson
Heildstæður Ijóðaflokkur eftir ungt
og efnilegt Ijóðskáld og listamann,
þar sem raktar eru minningar um
eitt sumar við fjörð fyrir austan,
sumarleyfi innan um venjulegt fólk
og skáldlegt, þar sem hversdags-
lífið fær að njóta sín í skýrum og
skarpdregnum myndum. Þetta er
mannlífið, séð með hlýju og kímni
og lýst í þróttmiklu og frjóu mynd-
máli, sem höfundur hefur á valdi
sínu. Bók sem verður Ijóðvinum
hugstæð.
44 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 1680 kr.
SKIP VONARINNAR
Guðrún Guðlaugsdóttir
blaðamaður
Þetta er önnur Ijóðabók Guðrúnar.
Hugleiðingar hennar um eigið líf
og veröld okkar allra, með lifandi
og kliðmjúku tungutaki og heillandi
myndlíkingum. Fyrri Ijóðabók Guð-
rúnar nefndist Á leið til þín. Guð-
rún er höfundur samtalsbókarinnar
Það hálfa væri nóg, um Þórarin
Tyrfingsson lækni.
44 blaðsíður.
Örn og Örlygur
LEITIN AÐ FJARSKANUM
Njörður P. Njarðvík
„Fjörðurinn heldur áfram að fylgja
mér,“ segir höfundur bókarinnar
um Ijóðin í síðari hluta bókar sinn-
ar, sem hann hefur gefið nafnið
Fjörður milli fjalla. Þar eru 19 Ijóð
sem lýsa æskustöðvum hans í
Skutulsfirði, mannlífi og náttúru.
Hinn hluti bókarinnar nefnist
Gegnum hugann liggur leiðin og
geymir meitlaðar og eftirminnileg-
ar Ijóðmyndir sem lýsa leitinni að
fjarskanum og að þeim gimstein-
um sem ekki koma til móts við leit-
anda sinn.
55 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 1480 kr.
EINN DAG ENN
Kristján Árnason
Fjölbreytt og hrífandi Ijóðabók sem
ber þess vitni að höfundur hefur
óvenjulegt vald á hefð Ijóðlistar-
innar sem og nýjungum hennar.
Tónn hans er stundum hátíðlegur
og stundum galsafenginn, en alltaf
sannur. Auk frumortra Ijóða eru í
bókinni þýðingar á Ijóðum 24
heimsþekktra höfunda frá ýmsum
tímum.
97 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1680 kr.
Kilja: 1380 kr.
HINUMEGIN VIÐ SÓLSKINIÐ
Elías Mar
Ný Ijóðabók frá Elíasi Mar er gleði-
efni öllum þeim sem fylgjast með
íslenskri Ijóðagerð. í þessari bók
reynist Elías enn sem fyrr vanda
Ijóðsins vaxinn með sínum sér-
stæða hætti. Hann er nærgöngull
við Ijóðpersónur sínar, yrkir um
angistarblandna sælu þeirra og
minnir sífellt á að ekki er allt sem
sýnist. í þýðingum víetnamskra og
evrópskra Ijóða sýnir skáldið ör-
ugg tök sín á máli og stíl.
47 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 1480 kr.
GEIRLAUGUR MAGNÚSSON
SANNSTÆÐUR
SANNSTÆÐUR
Geirlaugur Magnússon
Ný bók eftir Geirlaug sem áður
hefur gefið út fjölmargar Ijóðabæk-
ur. Ljóð hans lifna af sterkum
myndum og sérstæðu tungutaki.
Hann er enginn boðandi auð-
keyptrar bjartsýni og venjulegra
sanninda, en fylgi lesandinn hon-
um „á svansvængjum svörtum’’ í
Ijóðheima, opnast honum víðáttur.
62 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1680 kr.
Kilja: 1380 kr.