Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 17

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 17
SigríOur Beinteinsdóttir Ljóð ISLENSK ALÞÝÐUSKÁLD Steinunn Eyjólfsdóttir safnaöi Engin er sú listgrein sem jafnmikiö og almennt er stunduð, sem orðs- ins list, og það eru íslensku al- þýðuskáldin, sem að meginhluta hafa plægt jarðveginn fyrir þá menningaruppskeru sem á íslandi þrífst. í þessari bók eru Ijóð, mis- mörg og mislöng, eftir 100 höf- unda. í flestum tilfellum hafa Ijóðin ekki birst áður á prenti. Steinunn Eyjólfsdóttir safnaði til þessarar út- gáfu og ritar formála. 388 blaðsíður. Hildur. Verð: 4800 kr. KVÆÐI 90 Kristján Karlsson Kvæði 90, sjötta Ijóðabók Kristjáns Karlssonar, er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga, og vísar það til þess sviðs sem á er horft. Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er útsýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og lík- ingum. 38 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð 1282 kr. j Um fjöll og cíali UM FJÖLL OG DALI Sigríður Beinteinsdóttir Höfundur þessarar Ijóðabókar, Sigríður Beinteinsdóttir er í hópi skáldsystkinanna frá Grafardal. Áður er komin út eftir hana Ijóða- bókin „Komið af fjöllum." Ferðalög hafa löngum orðið henni að Ijúfu yrkisefni. í þessari nýju bók kemur Sigríður víða við og lætur meðal annars gamminn geysa í ferða- Ijóðum og gamankvæðum. 104 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1680 kr. ÞRÆTUBÓK Hallberg Hallmundsson Ný Ijóðabók eftir höfund Neikvæðu og Spjaldvísna. Hér þrætir Hall- berg við Stein, Shakespeare og Donne, meðal annarra, skopast að ýmsum góðskáldum íslenskum, túlkar að nýju nokkrar vel kunnar þjóðsögur og goðsagnir og heyr gímu við guð almáttugan. Ljóðin höfða til vitsmuna lesenda jafnt og tilfinninga, og þó er skopið ef til vill snarastur þáttur þeirra. Höfundur hefur átt heima erlendis í 30 ár, en er þó flestum öðrum íslenskari. 64 blaðsíður. Brú (íslensk bókadreifing). Kilja: 1095 kr. 17 SPEGILLINN HEFUR EKKERT ÍMYNDUNARAFL KRISTJÁN KRÍSTJÁNSSON SPEGILLINN HEFUR EKKERT ÍMYNDUNARAFL Kristján Kristjánsson I þessari þriðju Ijóðabók Kristjáns Kristjánssonar eru Ijóð sem hann hefur ort á síðustu fimm árum. ímyndun og veruleiki er sem fyrr viðfangsefni Kristjáns. Spegillinn er honum hugstæður og ekki síst fyrir þá sök að ekki er allt sem sýn- ist. Um spegilinn liggur leið á fram- andi en þó kunnuglegar slóðir drauma og ímyndunar þar sem mannleg verðmæti eru í fyrirrúmi en hvers konar yfirborðsmennsku hafnað. 43 blaðsíður. Almenna bókafélaglð. Verð 1282 kr. Ar læsis — %TJ Ávarp frá verkefnisstjórn Árið 1985 var áætlað að tæplega 900 milljónir fullorðinna, þ.e. 15 ára og eldri, væru ólæsir eða rúmur fjórðungur fullorðinna í heiminum. Enn fremur hefur komið í ljós að svokallað dulið ólæsi (functional illiteracy) virðist ná til meira en 10% íbúa á Vesturlöndum þó að algjört ólæsi sé lítið. Ári læsis er ætlað að marka upphaf alþjóðlegs átaks sem á að standa til aldamóta og verði sá tími notaður til að leita leiða til að draga úr ólæsi meðal annars með því að virkja almenning, samtök af ýmsu tagi og stjórnvöld og auka þannig skilning manna á því að ólæsi og dulið ólæsi er vandamál bæði í iðnríkjum og þróunarlöndum. Óhætt mun að fullyrða að algert ólœsi sé fátítt hér á landi en dulið ólæsi sé hins vegar svipað hér og í nágrannalöndum okkar. Dulið ólœsi felur í sér skerta lestrar- og ritunar- hæfni. Fólk á erfitt með að tileinka sér inntak texta og getur því ekki lesið bækur, tímarit og blaðagreinar sér til gagns. Það getur ekki leitað sér að fróðleik og margir geta jafnvel ekki lesið stutta texta svo sem leiðarvísa, eyðublöð og skjátexta í sjónvarpi. íslendingar hafa löngum státað sig af því að vera bókaþjóð og stundum ef til vill með réttu. Ýmislegt bendir þó til að úr lestri hafi dregið og leggja þurfi aukna áherslu á lestur í skólum og á heimilum ef ekki eigi illa að fara. Lestur er lykill að nýjum heimi og þeir sem ekki hafa þennan lykil í hendi sér fara mik- ils á mis. Því er ekki síst mikilvægt að börn fái að njóta þess að lesið sé fyrir þau. Foreldr- ar sem lesa fyrir börn sín veita þeim sýn sem aðrir missa af auk þess sem þeir leggja grunn að skólagöngu þeirra og menntun. Gildi góðra barna- og unglingabóka er ótvírætt og þær ættu að geta höfðað jafnt til barna sem fullorðinna. Líkur eru á því að þeir sem ekki kynn- ast töfrum bókarinnar sem börn kunni síður að meta gildi hennar á fullorðinsárum og lesi þar af leiðandi enn síður fyrir sín börn. Þannig er þetta keðjuverkandi. Því er óhætt að hvetja alla - ekki síst afa og ömmur - til að láta ekki sitt eftir liggja en treysta ekki einungis á afa á Stöð 2! Annars kynni svo að fara að bókaþjóðin yrði að láta sér nægja nafnið tómt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.