Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 26

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 26
2r& barna- og unglingabækur HVAÐ ER KLUKKAN? VILTU VERA MEÐ MÉR? íslenskur texti: Stefán Júlíusson Þetta eru harðspjaldabækur í bókaflokknum „LEIKUR AÐ ORÐ- UM“ með framúrskarandi litríkum og skemmtilegum teikníngum. Bók sem lítil böm, uppalendur og fóstr- ur hafa bæði gagn og gaman af. Letrið á bókunum er skýrt og greinargott. svo auðvelt er að lesa það. Setberg. Verð: 590 kr. hvor bók. KOMUM FINNUM FJÁRSJÓÐ Janosch Litla tígrisdýrið og litli björninn eru perluvinir. Þá dreymir um heimsins mestu hamingju - að verða ríkir. Þeir leita því víða að fjársjóði. Eftir mikil ævintýr komast þeir að raun um að fjársjóðurinn er hvorki fólg- inn í jörðu eða djúpt á hafsbotni, heldur í vináttu þeirra tveggja. Þetta er falleg saga sögð í máli og myndum. Á íslensku hefur áður komið út eftir Janosch bókin Ferð- in til Panama. Bókaútgáfan Bjartur. Verð: 880 kr. ARI LÆRIR AÐ SYNDA GULLBRÁ OG BIRNIRNIR ÞRÍR íslenskur texti: Stefán Júlíusson I þessum bókum, sem eru í bóka- flokknum: VILTU LESA MEÐ MÉR eru sums staðar myndir I stað orða. Þær eru af persónum, stöð- um og hlutum sem koma fyrir I sögunni. Sá sem les fyrir bamið lætur það skoða myndirnar og segja hvað þær tákna. Þegar sag- an er lesin og kemur að mynd í stað orðs er stansað og barnið lát- ið benda á myndina og segja orðið sem hún táknar. Börnin læra þetta fljótt. Það skerpir athyglina. Setberg. Verð: 590 kr. hvor bók. STEFÁN BRAGI FER í FLUGVÉL Hope Millington Saga um lítinn strák, Stefán Braga, sem fer í flugferð með for- eldrum sínum. Margt skemmtilegt og nýstárlegt ber fyrir augu um borð í flugvélinní og Stefán Bragi lendir í ýmsum uppákomum. Hann fær meðal annars að heimsækja flugmennina í stjórnklefa vélarinn- ar. Þeir taka vel á móti honum og kynna honum leyndardóma flugs- ins. Gunnlaugur Johnson mynd- skreytti bókina. Fróði hf. Verð: 380 kr. ÆVINTÝRABÓKIN Þýðing: Rúna Gisladóttir Áhugaverð og óvenjuleg harð- spjaldabók með stuttum sögum og litríkum myndum. í henni eru end- ursögð ævintýrin: Stígvéla-köttur- inn, Hans og Gréta, Frú Hulda, Hugrakki skraddarinn, Dvergurinn, Froska kóngurinn, Litlu systkinin, Kiðlingarnir sjö, Rauðhetta. Setberg. Verð: 690 kr. í upphafi SAGNABIBLÍAN Penny Frank, Tony Morris og John Haysom myndskreyttu Sagnabiblían heitir nýr mynda- bókaflokkur fyrir 5-8 ára börn. Fyrstu fjórar bækurnar heita í upp- hafi, Nói og flóðið, Drengurinn Jó- hannes og Bernska Jesú. Sögurn- ar gefa góða mynd af Biblíunni og er hver bók sjálfstæður hluti þeirr- ar „sögu" sem Biblían inniheldur. 24 blaðsíður. Fíladelfía - Forlag. Heft: 250 kr. BABAR FER I FERÐALAG BABAR FER Á FÆTUR Þýðing: Þrándur Thoroddsen Áratugum saman hefur fíllinn BABAR verið í uppáhaldi hjá börn- um víða um heim. Bækurnar tvær eru harðspjaldabækur, litprentað- ar. Allt næsta ár verða vikulegir þættir um BABAR og félaga I ís- lenska ríkissjónvarpinu. Fíllinn BABAR er skemmtilegur og ómissandi félagi - litríkur í orðsins fyllstu merkingu. Setberg. Verð: 490 kr. hvor bók. KALLI - ÞRAMMI - MARGOT - DÁTI James Driscoll Fyrstu fjórar bækurnar I bóka- flokknum um skófólkið. Þetta eru einstakar barnabækur þar sem gamlir skór fá líf og verða að ógleymanlegum persónum. Þau búa í skóborg og þar gerast ýmsir hlutir sem svipar til atburða er ger- ast I venjulegum borgum. Skófólk- ið hefur að undanförnu komið fram á Stöð tvö í þáttum barnanna og vakið mikla hrifningu. 24 blaðsíður hvor bók. Skjaldborg hf. Kilja: 250 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.