Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 33
Ævisögur og endurminningar
BLOÐ
UGUR
BLLKKINGA
YFIRFORINGI
LÖGREGLUNNAR
ION MIH
H
BLÓÐUGUR
BLEKKINGALEIKUR
lon Mihaíl Pacepa
Ólafur B. Guðnason íslenskaði
Höfundur bókarinnar var um árabil
einn nánasti aðstoðarmaður Nicolae
Ceausescus, hins fallna einræðis-
herra í Rúmeníu. Hér leysir Pacepa
frá skjóðunni svo um munar og
greinir frá baktjaldamakki Ceau-
sescus og þjóna hans, hvernig þeir
skipulögðu morð og ofbeldisverk á
rúmenskum andófsmönnum, studdu
dyggilega við bakið á ýmsum
hryðjuverkasamtökum og stunduðu
skipulagðar og víðtækar njósnir.
201 blaðsíða.
Almenna bókafélagið.
Verð: 2406 kr.
VÆRINGINN MIKLI
ævi og örlög Einars
Benediktssonar
Gils Guðmundsson
Hér er komin bók sem margir
munu fagna, lifandi svipmyndir af
einum merkilegasta og stórbrotn-
asta manni sem fæðst hefur á
þessu landi, Einari skáldi Bene-
diktssyni. Gils Guðmundsson rek-
ur hér á listilegan hátt æviferil og
veitir innsýn í Ijóð hans og verk og
óvenjulega athafnasemi. Ýmis for-
vitnilegur fróðleikur um hinn mikla
væringja íslensku þjóðarinnar lítur
hér dagsins Ijós í fyrsta sinn.
419 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 3480 kr.
KRISTJÁN
Garðar Sverrisson
Mynd af einum mesta listamanni
sem íslenska þjóðin hefur eignast;
járnsmiðnum frá Akureyri sem
fórnar öllu fyrir óvissa framtíð í
hörðum heimi óperunnar þar sem
honum tekst með fágætum vilja-
styrk að komast í fremstu röð í
heiminum. Kristján rekur hér af
einstakri hreinskilni og hispurs-
leysi æsku sína og uppvöxt, segir
frá vonbrigðum sínum og glæstum
sigrum á sviði og utan, frá ástriðu
og sorgum, Ijóma sviðsljósanna
og dökkum skugga öfundar og
umtals.
Iðunn.
Verð: 2680 kr.
ÆVIMIX.MXGAR
Erlings
Þorsteinssonar
læknis
ÆVIMINNINGAR ERLINGS
ÞORSTEINSSONAR LÆKNIS
Erlingur Þorsteinsson læknir segir
frá ýmsu því sem við hefur borið á
langri leið. Frásögnin er krydduð
glettni og gamansemi, og manna
og málefna minnst af hreinskilni
og einurð. Hann dregur upp pers-
ónulega mynd af föður sínum sem
hann missti á unga aldri, Þorsteini
Erlingssyni skáldi. En úr skjóli for-
eldrahúsanna liggur leiðin til náms
og starfa, og eftir sérnám í háls-,
nef- og eyrnalækningum á stríðs-
árunum í Danmörku snýr hann
heim reynslunni ríkari.
264 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 2980 kr.
Á BAK VIÐ ÆVINTÝRIÐ
Jón Óttar Ragnarsson
Jón Óttar sviptir hér hulunni af
þeim ótrúlega fjármálavef sem
spunninn hefur verið um stöðina,
en hann segir einnig frá fólkinu
sem tók þátt í þessu ævintýri og
frá hryggðar- og gleðistundum bak
við tjöldin . . . Hin ótrúlega saga af
stofnun, uppbyggingu og lífróðri
Stöðvar 2 er sagan af einu stór-
brotnasta viðskiptaævintýri í ís-
lensku samfélagi, mögnuðu og
flóknu sjónarspili sem átti sér
margar og óvæntar hliðar. Við þá
sögu hafa margir komið.
Iðunn.
Verð: 2680 kr.
HALLDÓR HALLDÓR
LAXNESS LAXNESS
Itúninu heima
-Sobelsskáldió
HALLDÓR
] “Nóbclsskiklið'
HALLDÓR
LAXNESS LAXNESS
í TÚNINU HEIMA,
SJÖMEISTARASAGAN, ÚNGUR
EG VAR, GRIKKLANDSÁRIÐ
Halldór Laxness
Halldór Laxness ritaði æskuminn-
ingar sínar í fjórum bindum. Sögu-
formið er lauslegur minningaþráð-
ur, en gerð frásagnarinnar sver sig
í ætt við hreina skáldsögu. Minn-
ingasögur Halldórs fjalla ekki að-
eins um ævi rithöfundarins unga,
þær eru um leið þjóðmenningar-
saga og heimsmenningarsaga,
skrifaðar af framúrskarandi öryggi,
þar sem tónninn er ýmist grafal-
varlegur eða þrunginn ísmeygilegri
gamansemi. Endurútgáfa.
Vaka-Helgafell.
Verð: 2191 - 2521 kr. hver bók.
BARÁTTUSAGA GUÐMUNDAR
J. GUÐMUNDSSONAR
Ómar Valdimarsson
í Baráttusögu Guðmundar tvinnast
saman hressilegt og hreinskilið
uppgjör við menn og málefni og
einstök sagnalist, blandin notalegri
kímni. Hann gengur til fullnaðar-
uppgjörs við ýmsa þætti ævi sinn-
ar, viðskilnaðinn við Alþýðubanda-
lagið, hremmingar í Hafskipsmál-
inu, uppákomur á Alþingi og
málefni verkalýðshreyfingarinnar.
Svipmikill og litríkur foringi leggur
spilin á borðið í þessari skemmti-
legu bók.
228 blaðsíöur.
Vaka-Helgafell.
Verð: 2680 kr.
MARGRÉT ÞÓRHILDUR
DANADROTTNING SEGIR FRÁ
LÍFI SÍNU
Anne Wolden-Ræthinge
Þuríður J. Kristjánsdóttir þýddi
Ævisaga Margrétar Danadrottn-
ingar kom út fyrir jólin 1989 í Dan-
mörku og vakti strax mikla athygli
um allan hinn vestræna heim fyrir
það hversu opinská og einlæg
drottningin var um einkamál sín.
Bókin hefur síðan verið þýdd á
fjölda tungumála. Hún er prýdd
fjölda mjög persónulegra Ijós-
mynda.
180 blaðsíður.
Örn og Örlygur.