Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 52

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 52
^7 Ýmsar bækur i— ÁSTIN OG STJÖRNUMERKIN ÁSTIN OG STJÖRNUMERKIN Jonathan Sternfield Stjörnuspekn er gömul fræðigrein sem á seinni árum hefur þróast með nútímalegum aðferðum. Þessi nýja bók hefur notið mikilla vinsælda alls staðar þar sem hún hefur verið gefin út. „Hverjir eru möguleikar þínir í ástamálum? Hverníg finnurðu þinn eina rétta - eða þína einu réttu? Úr hvaða stjörnumerki ættirðu að leita þér maka?“ Ástin og stjörnumerkin er bók sem svarar þessum spurning- um. 184 blaðsíður. Hörpuútgáfan Verð: 1390 kr. Kilja: 990 GUNNAR ‘BJARNASON -RÁDUNAUTUR GÆttbók öaga <rÍSEENZKAcHESTSINS 20. Ö15D ÆTTBÓK OG SAGA ÍSLENSKA HESTSINS Á 20. ÖLD, 6. BINDI Gunnar Bjarnason í þessu bindi er lýsing stóðhesta frá nr. 1141 til 1174 og lýsing á hryssum frá nr. 4717 til 8072. Þar með hefur Gunnar unnið það afrek að koma í eina aðgengilega ritröð öllum hryssum sem hafa fengið dóma og ættbókarnúmer fyrir maí- lok 1990 og öllum stóðhestum sem hafa fengið dóma og ættbókar- númer fyrir júnílok 1990. Hvergi annars staðar geta hestamenn og áhugamenn um hrossarækt geng- ið að öllum þessum upplýsingum. Bókaforlag Odds Bjönssonar Verð: 4720 AFMÆLISDAGAR MEÐ STJÖRNUSPÁM Amy Engilberts Hér er á ferðinni ný íslensk bók. Höfundurinn, Amy Engilberts, er vel þekkt fyrir spádómsgáfu sína og dulskyggni. Bókin skiptist í 12 kafla og fær hvert stjörnumerki sérstaka umfjöllun. Greint er frá eiginleikum fólks, sem fætt er í hinum ýmsu stjörnumerkjum, og sérstakir reitir til þess að færa inn nöfn vina og minna þannig á af- mælisdaga þeirra. Einnig er sagt frá frægu fólki sem fætt er í við- komandi stjörnumerkjum. Hörpuútgáfan Verð: 1580 kr. SÖNGVAGLEÐI - ÓPERUHANDBÓK Þorsteinn Thorarensen Óperur eru voldugasta sjónarspil leiksviðsins og jafnframt sú tónlist, sem nýtur mestra vinsælda. Erfitt er að fá miða í óperumusterin Met- rópólítan, La Scala og Bayreuth, en íslendingar á ferð erlendis geta farið á margvíslegar óperusýning- ar. Þá er gott að hafa Söngvagleði Fjölva með í ferð, óperuhandbók sem rekur söguþráð í 300 óperum. Ómissandi handbók við hliðina á Tónagjöf frá því í fyrra. 240 blaðsíður Fjölva/Vasa Verð: 2280 kr. ÞÁ HLÓ ÞINGHEIMUR Árni Johnsen og Sigmund Hér er á ferðinni bók sem er engri annarri lík - skemmtiefni í máli og myndum, sem mun vafalítið kitla hláturtaugarnar og gleðja fólk á öllum aldri. Vísnagerðin og sagna- listin er sérstakur þáttur í þjóðlífinu og snar þáttur í vísnagarðinum hefur um árabil verið á hlaði Al- þingis, utan þess og innan. í bók- inni eru skopsögur, vísur og gam- anbragir um þingmenn, eftir þá og tengdir þeim á ýmsa vegu. 130 skopmyndir eftir Sigmund og sannkallað krydd í þessa tilveru. 200 blaðsíður Hörpuútgáfan Sjafnar* yndi i'nadur dstalifsins SJAFNARYNDI - UNAÐUR ÁSTALÍFSINS skýrður í máli og myndum Alex Comfort 2. endurbætt útgáfa með umfjöllun um eyðni og varnir gegn henni. Sjafnaryndi er þörf bók fyrir þrosk- að fólk. Hún fjailar í máli og mynd- um um hin ýmsu tilbrigði ásta- leikja. Bókin er kjörin fyrir þá sem vilja gera gott kynlíf enn fjölbreytt- ara og unaðsríkara. Bókin er enn- fremur einkar skemmtileg aflestrar sökum sérstæðra efnistaka og kímnigáfu höfundanna. 256 blaðsíður Örn og Örlygur Verð: 2490 kr. ’ ÆvarR.Kvaran SONUR SÓLAR ritgerðir um dulræn efni Ævar R. Kvaran Þessi bók hefur að geyma nokkrar ritgerðir Ævars R. Kvaran um dul- ræn efni. Ævar segir hér frá fara- ónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sól- arguðinn og var langt á undan sinni samtíð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d. Sveppurinn helgi; Hafsteinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfsins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriða- son; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti í lífinu böl?; Him- nesk tónlist; Hefur þú lifað áður? 248 blaðsíður Skuggsjá ANNÁLAR ÍSLENSKRA FLUGMÁLA I '142 - 1943 ANNÁLARÍSLENSKRA FLUGMÁLA Arngrímur Sigurðsson Sjötta bindið í samnefndum bóka- flokki um sögu flugs á íslandi. Það tekur til áranna 1942-1945 en það var afar sögulegt tímabil í flugsögu þjóðarinnar. Bókin er í sama broti og fyrri bindi Annálanna, prýdd hundruðum Ijósmynda sem fæstar hafa birst áður. 224 blaðsíður. íslenska flugsögufélagið. Verð 3450 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.