Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 36
SAMTIÐ
M Nyláiieg uppflettibók um málefrii líðandi slundar
B Fjölbreylt íslenskt alfneðiefhi í um 500 elnisþáltum
B Lifandi myndskreyltur frettaannáll frá árinu 1990
M Hundruð Ijósmynda, korla og skýringarmynda i' lilum
ÍSLENSK SAMTÍÐ 1991
Vilhelm G. Kristinsson
íslensk samtíö 1991 er nýstárleg
alfræðiárbók um málefni líðandi
stundar hér á landi. Hluti hennar
er fréttaannáll en meginuppistað-
an er um 300 efnisþættir, ótrúlega
fjölþættir, settir fram í stíl nútíma-
legra alfræðibóka, flokkaðir eftir
uþpsláttarorðum í stafrófsröð. ís-
lensk samtíð er handhæg og nota-
drjúg bók með hundruðum Ijós-
mynda, korta og skýringarmynda.
Þetta er bók allra landsmanna.
300 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
SAGNAKVER, ÍSLENSKAR
ÞJÓÐSÖGUR
Skúli Gíslason
Skúli Gíslason er án efa einn allra
fremsti þjóðsagnaritari íslendinga.
í Sagnakveri hans er að finna þær
sögur sem hvað vinsælastar hafa
orðið með þjóðinni og mótað vit-
und hennar um þann mérka arf
sem íslenskar þjóðsögur eru. í
heild er kverið yfir að líta sem úr-
val íslenskra þjóðsagna. Halldór
Pétursson myndskreytti bókina af
stakri snilld. Hér er um endurút-
gáfu Sagnakversins að ræða.
Vaka-Helgafell.
Verð: 1984 kr.
YFIR ÍSLANDI
Björn Rúriksson
Allar myndir í bókinni eru í lit og
teknar úr lofti. Þetta er fyrsta bók
um ísland þar sem landið allt er
skoðað frá þessu sjónarhorni.
Texti bókarinnar fjallar á forvitni-
legan hátt um tilurð landsins. Auk
íslensku kemur bókin út í fjórum
öðrum útgáfum; á dönsku, ensku,
frönsku og þýsku. Erlendu útgáf-
unum fylgir askja til póstsending-
ar.
Jarðsýn - útgáfudeild.
Verð: 4460 kr.
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON FRÁ LUNDI
HORFNIR
STARFSHÆTTIR
OG LEIFTUR FRÁ LIÐNUM ÖLDUM
HORFNIR STARFSHÆTTIR OG
LEIFTUR FRÁ LIÐNUM ÖLDUM
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi
Önnur útgáfa, aukin og mynd-
skreytt. Bókin kom fyrst út árið
1975 og seldist þá strax upp. Hún
er einstætt fræðirit eftir alþýðu-
mann á sviði þjóðhátta og hefur að
geyma nákvæmar og lifandi lýs-
ingar á vinnubrögðum, verkfærum
og löngu liðnu mannlífi sem höf-
undur gjörþekkti. í hinni nýju út-
gáfu eru hátt á annað hundrað
myndir er sýna horfna starfshætti.
248 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 3900
BERNSKAN
- líf, leikir og störf íslenskra
barna fyrr og nú
Símon Jón Jóhannsson og
Bryndís Sverrisdóttir
í þessari bók er atlæti, leikjum og
störfum íslenskra barna lýst á lif-
andi hátt í máli og myndum, allt frá
því að Ijósmyndin kom til sögunnar
á síðustu öld og raunar lengra. Oft
hafa börn mátt þola vinnuhörku og
harðar refsingar en samt hefur
jafnan verið grunnt á glens og
leiki. Bókin er prýdd hátt á annað
hundrað gömlum myndum.
Myndaritstjóri er [var Gissurarson.
200 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 3900
MANNRAUNIR
Slghvatur Blöndahl
Sannar íslenskar frásagnir um
mannraunir. í bókinni eru m.a. frá-
sögn um björgun tveggja breskra
flugmanna er brotlentu flugvél
sinni á Eiríksjökli, af björgun
manns sem féll í jökulsprungu á
Vatnajökli og sagt er frá eftirminni-
legri ferð yfir Kjöl og mannraunum
íslenskra fjallgöngumanna er klifu
Eigertind í Sviss og Mount McKin-
ley í Bandaríkjunum. Samtals eru í
bókinni 9 kaflar um eftirminnilega
atburði.
167 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 2180 kr.
I D U N N
Þorsteinn frá Hamri
Hallgrímur smali og
húsfreyjan á Bjargi
HALLGRÍMUR SMALI OG
HÚSFREYJAN Á BJARGI
Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn frá Hamri hefur skráð
hér söguþátt úr Borgarfirði frá öld-
inni sem leið af næmum skilningi
og fyllstu nákvæmni. Hér eru rakin
örlög feðginanna Hallgríms Högna-
sonar og Kristrúnar dóttur hans.
Sagt var að Hallgrímur hefði ungur
ratað í „nokkur viðskipti við huldu-
manneskjur", en Kristrún varð
snemma fyrir barðinu á óblíðri lífs-
reynslu. Áhrifarík frásögn frá horf-
inni öld sem virðist fjarlæg, en
stendur okkur þó býsna nær.
133 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 2480 kr.
í S L E N S K T
Vættatal
Á r n i B j ö r n s s o n
ÍSLENSKT VÆTTATAL
Árni Björnsson
Þessi bók hefur að geyma fróðleik
um þá íbúa huliðsheima sem birst
hafa alþýðu manna hér á landi í
aldanna rás. Taldar eru í stafrófs-
röð allar helstu nafngreindar vættir
sem fyrir koma í íslenskum alþýðu-
sögum og munnmælum, draugar,
huldufólk, tröll og aðrar kynjaverur
og getið ættar þeirra, heimkynna
og helstu afreka. í bókinni er fjöldi
mynda og einnig kort.
190 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 3480 kr.