Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 50
Ýmsar bækur
SÓL í NORÐURMÝRI
- Píslarsaga úr Austurbæ
Þórunn Valdimarsdóttir -
Megas
Reykjavíkurskáldið Megas og
sagnfræðingurinn Þórunn Valdi-
marsdóttir hafa lagt bernskuminn-
ingar sínar, drauma og ímyndunar-
afl að veði í ævintýralegri og töfr-
andi bók um litla písl sem ólst upp
í Norðurmýri í Reykjavík rétt eftir
síðari heimstyrjöld. í sögunni mun
margur kannast við sjálfan sig, því
hún er sannferðug úttekt á lífi ís-
lenskra barna. Rabbsódía um
Reykjavík - umhverfi og atvik.
236 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 2680 kr.
HALLDÓR PÉTURSSON,
MYNDIR
Indriði G. Þorsteinsson
Fyrir 10 árum gaf Prenthúsið út úr-
val mynda Halldórs Péturssonar,
hins kunna listamanns. Bókin hef-
ur verið ófáanleg um margra ára
bil, en er nú endurútgefin. Þarna
gefst unnendum góðrar myndlistar
tækifæri til að endurnýja kunnings-
skap sinn við verk Halldórs. Höf-
undurtexta er Indriði G. Þorsteins-
son.
207 blaðsíður.
Prenthúsið.
Verð: 3990 kr.
ÞJÓÐARSÁTTIN
Sigmund
Sigmund hefur löngu áunnið sér
titilinn meistari íslenskra skop-
teiknara með frábærum og hnittn-
um teikningum sínum í Morgun-
blaðinu. Þetta er í níunda sinn sem
Prenthúsið gefur út bók með
myndum eftir Sigmund.
154 blaðsíður.
Prenthúsið.
Verð: 2392 kr.
t
I ÍSLAND
199°
Acvumuiirttir og tnenmiig
ÍSLAND 1990
- Atvinnuhættir og menning
Ýmsir höfundar
Fyrsta bindi í ritröðinni „ísland
1990 - atvinnuhættir og menning".
Samtíðarsaga, þar sem^sfiman er
kominn fróðleikur um íálénskt at-
vinnulíf og menningu, sem hvergi
annarsstaðar er til á einum stað.
Annað bindi: Reykjavík.
Þriðja bindi: Suður- og Suðvestur-
land.
280 blaðsíður.
Líf og saga.
Verð: 7490 kr.
VIÐ ERUM ALDREI ALEIN
Margit Sandemo
í þessari bók fjallar höfundur bók-
anna um ísfólkið um verndara úr
öðrum heimi sem fylgja mannver-
um í gegnum vist þeirra á jörðinni.
Höfundur segir frá eigin reynslu,
auk þess sem hún birtir frásagnir
fjölda annara. Bók um brennandi
mál eftir höfund sem nær alltaf til
lesenda sinna.
Prenthúsið.
Verð: 1760 kr.
AM ntMtSH CUOMUNOSXKmKEINN MACNOSSON
HlN HUO ÍSIANDS
IHE OTHER Ia« OF ICEIANO
ISIANDS ZWEITES GESICHT
‘t
HIN HLIÐ ÍSLANDS
Hreinn Magnússon / Ari Trausti
Guðmundsson
Bókin sem vantaði, fyrir erlenda
vini eða viðskiptavini, brottflutta ís-
lendinga o.fl. Bókin er á þremur
tungumálum og hefur því einstætt
notagildi. Afar vönduð, listræn og
fögur bók.
90 blaðsíður.
Líf og saga.
Verð: 3890 kr.
Sigfús Halldórsson
‘Kveðja mín tií 'Keylgairíjur
SIGFÚS HALLDÓRSSON
- Kveðja mín til Reykjavíkur
Jónas Jónasson útvarpsmaður
Listaverkabók með litprentuðum
myndum af um 50 málverkum tón-
skáldsins og listmálarans Sigfúsar
Halldórssonar. Jónas Jónasson
ritar um ævi Sigfúsar, persónu og
list. Bókinni fylgir 14 laga hljóm-
plata með ýmsum lögum Sigfúsar í
flutningi ýmissa af þekktustu tón-
listarmönnum landsins.
46 blaðsíður og hljómplata.
Reykholt.
Á FERÐ UM HRINGVEGINN
Ari Trausti Guðmundsson
Stórglæsileg bók í öskju, full af lit-
myndum, teikningum og fróðleik,
þar sem sagt er á lifandi hátt frá
athyglisverðum stöðum, sem ber
fyrir augu á ferð um hringveginn.
Fyrst og fremst skemmtileg og að-
gengileg bók.
256 blaðsíður.
Líf og saga.