Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 47
Ymsar bækur
IU)RG HINNA TAIANDI STEINA
JERÚSALEM
- talandi steinar
Sr. Rögnvaldur Finnbogason
Feröabók íslendings langt út í lönd-
in, til landsins helga og hinnar fornu
Jerúsalem. Þar eru helgustu vé
Kristinna, Gyðinga og Múslíma. Þar
er hin dýrmæta Klettamoska. Rögn-
valdur lýsir helgistöðunum en verð-
ur fljótt var við sorgleg átök. Allt er á
suðupunkti eftir fjöldamorð. Rögn-
valdur fer í heimsókn á sjúkrahúsið,
sundurskotnir menn. Hann ræðir
við forustumenn kristinna safnaða
um ástandið. Það er sárara en tár-
um taki.
208 blaðsíður.
FjölviA/asa.
Verð: 2280 kr.
ÞEIR MÁLUÐU BÆINN
RAUÐAN
Bókin um Norðfjörð
Helgi Guðmundsson
Hér er rakin saga vinstrihreyfing-
arinnar á Norðfirði frá því í upphafi
aldarinnar og fram á síðustu ár.
Sagt er frá því hvernig sósíalistar
komust fyrst til áhrifa í bæjarstjórn
og í ýmsum fyrirtækjum staðarins.
Stuðst er við margskonar heimild-
ir, þar á meðal lífleg og skemmti-
leg viðtöl við þá Jóhannes Stef-
ánsson og Lúðvík Jósepsson, sem
mikinn þátt áttu í velgengni sósíal-
ista á Norðfirði.
ca. 280 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 3480 kr.
VAN GOGH OG LIST HANS
Hans Bronkhorst
Vincent van Gogh er án efa einn
stórfenglegasti listmálari sögunn-
ar. í þessari glæstu bók, sem gefin
er út í tilefni eitt hundrað ára ártíð-
ar hans, kynnumst við honum í lífi
og list. Frábærar litmyndir af heill-
andi og áhrifamiklum listaverkum
Van Goghs tala sínu máli og
sendibréf hans veita einstæða inn-
sýn í hugmyndaheim listamanns-
ins. Einstaklega falleg og aðgengi-
leg bók um þann listmálara sem
hefur haft hvað mest áhrif á listsýn
nútímamannsins.
200 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Verð: 3760 kr.
MINNISSTÆÐAR MYNDIR
- Islandssaga 20. aldar í
Ijósmyndum
Inga Lára Baldvinsdóttir
Bókin segir íslandssögu fyrstu átta
áratuga þessarar aldar í 239 Ijós-
myndum. Þær lýsa jafnt merkum
viðburðum sem mannlífi, verkhátt-
um og aldarfarinu almennt. í bók-
inni er einnig annáll þar sem stikl-
að er á stóru í því sem fréttnæm-
ast þótti hérlendis árin 1901-1980.
Myndaalbúm þjóðarinnar.
140 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 3880 kr.
ÖLDIN OKKAR ERLENDIS,
minnisverð tíðindi áranna
1950-60
Aldirnar er óþarfi að kynna fyrir ís-
lendingum, en hér erfyrsta bindið í
nýjum flokki þessara vinsælu
bóka, Öldin okkar erlendis. Sagt er
frá stóratburðum og spaugilegum
atvikum, mönnum og málefnum
um heim allan í máli og myndum. í
þessu bindi greinir m.a. frá Kóreu-
stríðinu og kalda stríðinu, rokk-
plágunni og húla-hopp-æðinu,
Spútnikum og kjarnorkusprenging-
um, íþróttaafrekum og listviðburð-
um, hjúskaparvandræðum kónga-
fólks og ótal öðrum viðburðum.
Iðunn.
Verð: 3580 kr.
SÉRSTÆÐ SAKAMÁL
íslensk og norræn
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Hér er að finna frásagnir af all-
mörgum athyglisverðum sakamál-
um sem hafa komið upp, annað-
hvort á íslandi eða hinum Norður-
löndunum. íslenski hlutinn er
unninn upp úr opinberum gögnum,
viðtölum við menn sem og dag-
blöðum. Nöfn nokkurra mála ættu
að gefa góða hugmynd: Þýskur
bankaræningi í Breiðholtinu, Kóka-
ínsalarnir í Hveragerði, Gullránin í
miðbænum, Geislunarmælingarn-
ar, Svikapresturinn.
185 blaðsíður.
Almenna bókafélagið.
Verð: 2182 kr.
ÆVISAGA HUGMYNDA
Matthías Johannessen
í bók Matthíasar Johannessen rit-
stjóra fer hvergi milli mála að skáld
heldur á penna. Þar er enginn
hörgull á skoðunum og stundum
er reitt hátt til höggs og kveðið fast
að orði. Hér birtast hugleiðingar
skáldsins undir heitinu Ævisaga
hugmynda og hvort sem lesendur
fallast á skoðanir höfundarins eða
ekki geta þeir fagnað því að hafa í
höndum bók sem hægt er að
fræðast af, gleðjast við, reiðast
við, en umfram allt nota til að aga
hugsun, mál og mennsku.
174 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 2480 kr.
MEIRA SKÓLASKOP
Guðjón Ingi Eiríksson og Jón
Sigurjónsson
Öll sitjum við á skólabekk lengur
eða skemur og öll eigum við minn-
ingar tengdar skólavistinni um
fyndnar uppákomur í hinu daglega
stríði og striti kennara og nem-
enda. í þessari bók er að finna
gamansögur af nemendum og
lærimeisturum á öllum skólastig-
um og fá þar allir sinn skammt.
Fljótfær dýrafræðikennari komst
eitt sinn svo að orði: „Það er auð-
séð á svip Ijónsins að það hefur
ekki góðan mann að geyma.“
105 blaðsíður.
Almenna bókafélagið.
Verð: 1382 kr.