Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 10

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 10
Hlutverk bólcasafns- og upplýsinga- fræðinga í gæðamati upplýsinga á Netinu Undanfarin ár hefur mikið verið ritað og rætt um upplýs- ingaþjóðfélagið. í erlendum fagtímaritum í bókasafns- og upplýsingafræði verður greinarhöfundum tíðrætt um upplýs- ingahraðbrautina sem heimurinn stefnir óðfluga inn á og hluti hans er þegar kominn inn á. Skrifað er almennt um margmiðlunarbókavörðinn (e. the CD-ROM librarian) og netbókavörðinn (e. the Internet librarian), sem leiðir notand- j ann um veraldarvefinn (e.World Wide Web) eða völundarhús ! annarra upplýsingakerfa og gagnagrunna að þeim upplýsing- um sem hann vanhagar um hverju sinni og er þannig nokk- urs konar siglingafræðingur sem rekur slóðina að þeim upp- lýsingum sem notandinn óskar eftir hverju sinni. Auðvitað er það brennandi spurning hver á að skipuleggja efnið á Netinu og gera það aðgengilegt notendum. John Rennie14 aðalritstjóra Scientific American blandast ekki hugur þar um, þegar hann segir að rétta fólkið séu bókasafns- og upplýsingafræðingar. Netið samanstandi af upplýsingum og enginn viti betur hvernig koma á reglu á upplýsingar en þeir sem hafi íhugað þau mál í þúsundir ára. Hann vill meina að | mál sé að því linni að Netið líti út eins og heimsins stærsti flóamarkaður. í sama streng tekur Gandhi15 sem áiítur að hefðbundin þekking í bókasafns- og upplýsingafræði, svo sem að finna, velja, meta, lýsa og skipuleggja upplýsingar, reynist mikil- | væg í upplýsingasamfélaginu. Hann álítur að bókasafns- og upplýsingafræðingar eigi að taka forystuna á sviði heimilda- leita á Netinu og þróa efnislykla að þeim upplýsingum sem þar er að finna. Með auknu upplýsingastreymi verður það hlutverk bóka- safnanna að greina kjarnann frá hisminu stöðugt mikilvæg- ara. Þörfin fyrir skilvirkar heimildaleitir og að einhvers kon- ar gæðamat verði lagt á upplýsingar mun aukast með vax- andi flæði þeirra. Heimildaleitir á Netinu Magn upplýsinga á Netinu hefur vaxið mjög hratt og það er talið tvöfaldast að magni á 12-15 mánaða fresti. Efnið er misjafnt að gæðum og uppfærsla þess og endurnýjun óreglu- leg. Innan um eru staðgóðar og traustar upplýsingar um margvísleg efni. Notendur þurfa á því að halda að geta greint kjarnann frá hisminu. Ymsar tilraunir hafa verið gerð- ar á því sviði. Bókasafnsfræðingar og aðrir sérfræðingar hafa tekið saman fjölmarga lista um efni á Netinu.16 Mestrar hylli við heimildaleitir á Netinu hafa þó svokallaðar leitarvélar (e. search engines) notið. Þær virðast taka til mismunandi þátta, skarast samt en hafa mismunandi lyklunaraðferðir. Nauðsyn- legt er að kynna sér þessar leitarvélar, kosti þeirra og galla. Sumar þeirra (svo sem InfoSeek) hafa ókeypis aðgang að hluta til en taka gjald þegar notuð er þróaðri útgáfa sem býr yfir öflugari leitartækni. Hsieh-Yee17 lýsir í grein sinni The retrieval power of selected search engines umfangsmikilli saman- burðarrannsókn á mati á skilvirkni helstu leitarvéla með til- liti til upplýsingaleita. Lagðar voru fyrir tvenns konar spurn- ingar, annars vegar raunverulegar upplýsingabeiðnir frá not- endum og hins vegar efnisspurningar sem voru sérstaklega settar saman fyrir rannsóknina. Helstu niðurstöður voru að leitarvélarnar reyndust ekki vel við raunverulegu spurning- arnar en aftur á móti ágætlega við tilbúnu spurningarnar. Einnig kom í ljós að að leitarvélarnar reyndust misjafnlega við hvora tegund um sig. InfoSeek reyndist best á tilbúnu spurningarnar en Open Text við þær raunverulegu. Margar leitarvélar styðjast við vélræna lyklun sem er mikl- um takmörkunum háð. Einnig eru þær aðferðir sem nú eru almennt notaðar við röðun og mat efnis á Netinu oft á tíðum mjög ófullkomnar, en þær felast aðallega í því að mæla hve oft tiltekið leitarorð kemur fyrir í tilteknum texta. Hvaða stefnu Netið tekur hvað varðar leitartækni og aðgengi upp- lýsinga veltur á því hvort notendur eru tilbúnir að standa straum af gæðamati og vandaðri efnisgreiningu. Ef sú verður ekki raunin á, heldur verði áfram ódýr vélræn lyklun við lýði og þjónustan fjármögnuð með auglýsingum, er líklegt að sama skipulagsleysi og nú er ríki áfram á Netinu. Þannig munu félagslegir og efnahagslegri þættir18 ráða meiru um leitarhæfni Netsins í framtíðinni en tæknilegir möguleikar þess. En við hönnun leitarkerfa er mikilvægt að hafa mark- hóp notenda stöðugt í huga,19 hverjar þarfirnar eru og fá inn- sýn í hvaða leitaraðferðum hann beitir. Stofnun Vefbókasafnsins Vefbókasafnið, sem opnað var af menntamálaráðherra með pompi og prakt föstudaginn 13. nóvember 1998, er ein fyrsta tilraun bókasafna hér á landi til að skipuleggja aðgengi upplýsinga á Netinu á kerfisbundinn hátt. Aður hefur vissulega margvíslegar gagnlegar krækjur (e. links) verið að finna á heimasíðum ýmissa safna. Vefbókasafnið (http:// www.vefbokasafn.is) er efnisflokkaður vefur fyrir almenning sem auðveldar aðgengi upplýsinga á veraldarvefnum. Fyrst og fremst er lögð áhersla á að velja vefsíður á íslensku. Við- miðunarreglur20 þær sem notaðar eru við val vefsíðna eru settar fram á sundurgreindan hátt og taka þær til aðgangs, hönnunar og innihalds síðnanna. Vefsíðurnar eru færðar und- ir efnisorð sem raðað er f stafrófsröð. Ekki kemur fram í við- miðunarreglunum hvernig þau efnisorð eru valin en stuðst mun við Kerfisbundinn efnisorðalykil fyrir bókasöfnf 2. útg. 1996. Alls eru nú í ársbyrjun 1999 um 560 efnisorð í kerf- inu sem vefsíður eru færðar undir. Alls eru nú tæplega 3.000 vefsíður í safninu. Stutt innihaldslýsing fylgir hverri síðu. Vefbókasafnið, sem er samstarfsverkefni fjórtán almenn- ingsbókasafna, er lofsvert og metnaðarfullt framtak sem von- andi verður framhald á. Verkefnið fékk í árslok 1998 styrk úr sjóði menntamálaráðuneytisins samkvæmt bráðabirgðaá- kvæði í lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 sem þróunarverkefni á sviði upplýsingatækni. Upplýsingastefna ríkisstjórnarinnar I stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingamál,22 sem sett var fram árið 1996, er bókasöfnum almennt ætlað veigamikið hlutverk í eftirfarandi yfirmarkmiði sem sett er fram sem 8 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.