Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 8
myndefnið aðeins til skrauts? Hversu fljótt kemur efnið upp J á skjáinn? Er myndrænn bakgrunnur á kostnað hraðans? j Æskilegt er að hægt sé að sleppa því að keyra upp grafík vef- síðu til að flýta fyrir skoðun hennar. Niðurstaða: Stenst umrædd vefsíða kröfur sem heimild og er hún yfirleitt þess virði að setja hana á skrá yfir valdar vef- síður (e. bookmark) og safna í sarpinn til að nota síðar? Mikil áhersla hefur fram til þessa verið lögð á tæknina sjálfa, upplýsingatæknina sem slíka, en of lítill gaumur hefur verið gefinn að innihaldi þeirra upplýsinga sem tæknin gefur aðgengi að sem er sérstak- lega mikilvægt því upplýs- ingar útgefnar á Netinu hafa yfirleitt ekki farið í gegnum eins mikla úr- vinnslu og upplýsingar á prentuðu formi, svo sem ritstjórn og prófarkalestur. Ymsar tilraunir hafa ver- ið gerðar til að útiloka að tilteknar upplýsingar komi fram við leit á Netinu.9 Upphaflegi hvatinn að slíkri aðgreiningu var að útiloka efni sem álitið var óæskilegt að börn og ung- lingar hefðu aðgang að. Sömu aðferðir má líka nota sem hjálpartæki við að finna eftirsóknarvert efni. Slfkar netvarnir (e. firewalls) geta lfka orkað tvímælis.10 I Singapore og Kína er til dæmis verið að gera tilraunir með netvörn á landsvísu þar sem aðgangur að til- teknum málþingum (e. newsgroups) og netsíðum er tak- markaður. Upplýsingar á rafrænu formi verða stöðugt meiri að vöxt- um og sífellt verður mikilvægara að skrá þær, flokka og skipuleggja eftir einhverju ákveðnu kerfi. I því sambandi hefur hugtakið lýsigögn11 (e. metadata) komið fram á sjónar- | sviðið. Það er skilgreint sem upplýsingar um gögn og tekur til upplýsinga um í hvaða samhengi gögnin eru, innihald þeirra og hvar þau er að finna. Spjaldskrár bókasafna eru ein- falt dæmi um lýsigögn. Almennt er viðurkennt að viðeig- andi lýsigögn, sem fylgja stafrænum upplýsingum á Netinu, | séu nauðsynleg til að gera leitir markvissari. Ymsir staðlar fyrir lýsigögn eru í mótun og má þar til dæmis nefna Dublin Core (DC) sniðið. Æskilegast væri að hin ýmsu lýsigagnasnið væru samhæfð. Líftími rafrænna gagna hefur líka verið til umræðu og virðist mörgum að hann sé frekar skammur. Ennfremur er rætt um viðbótarlýsigögn (e. super-metadata) og þau skilgreind sem upplýsingar sem fylgja upplýsingum á stafrænu formi, svo sem upplýsingar um þau lýsigögn sem eiga við tiltekin skjöl og ýmsar upplýsingar sem ekki eru í viðkomandi lýsigögnum, svo sem áætlaður líftími rafræns skjals, upplýsingar um væntanlegar uppfærslur. Skrá um bókaskrár er einfalt og kunnuglegt dæmi um slík lýsigögn. Notlcun Netsins - kennsla í upplýsingalæsi og gæðamat upplýsinga Það er ekki nóg að gera Netið aðgengilegt í skólum landsins. Það þarf líka að kenna að nota hið mikla magn upplýsinga sem þar er fyrir hendi með gagnrýnu hugarfari. Nemendur þurfa að læra að átta sig á því að við leit að upplýsingum á Netinu geta komið upp ó- vandaðar og vandaðar upplýs- ingasíður hlið við hlið. Nú er í smíðum ný náms- skrá fyrir grunnskólann og framhaldsskólann sem gert er ráð fyrir að taki gildi næsta haust (1999). I almenna hluta námsskrárinnar er æskilegt að sérstakur kafli verði um þá bókasafns- og upplýsingaþjónustu sem fyrir hendi á að vera í skólum landsins. Einnig er æskilegt að boðið verði skipulega upp á nám og áfanga í upplýs- ingafræðum og tölvunotkun. Æskilegt er að bæði í grunn- skóla og framhaldsskóla verði nemendur þjálfaðir í notkun upplýsingamiðla, þar á meðal í notkun Netsins, þar sem ekki væri aðeins lögð áhersla á að nemendur öðluðust færni í að finna upplýsingar heldur einnig í að meta gæði þeirra og áreiðanleika. Samfara aðgengi að gífurlegu magni upplýsinga á Netinu er brýnt að nemendur læri aðferðir til að meta það efni sem þar er að finna. Einnig er æskilegt að almenningsbókasöfn bjóði almenn- ingi upp á sambærilega fræðslu um Netið og möguleika þess og takmarkanir við heimildaöflun. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar hér á landi á notkun Netsins. I nýlegri könnun Gallup á Islandi12 kom fram að á heildina litið hafa rúmlega 60% landsmanna aðgang að Net- inu. Fyrir tæpu ári var sama tala 51%. Rúmlega 23% þeirra sem aðgang hafa segjast ekki nota Netið. Notkunin er meiri hjá körlum en konum, sem ber saman við niðurstöður undir- ritaðrar13 á netnotkun nemenda í Menntaskólanum við Sund veturinn 1996-97. Hjá Gallup kom fram að Netið er meira notað í þéttbýli en dreifbýli. Algengasta notkunin er að sinna áhugamáli og daglegum rekstri heimilisins. Einnig kom fram að notkunin virðist markvissari en áður en fróðlegt væri að sjá sundurgreindara niðurbrot á því til hvers Netið er notað í raun, til dæmis greiningu á hvaða áhugamálum er sinnt með hjálp Netsins. 6 Bókasafnið 23. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.