Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 4
Halldór Laxness Barnabækur 5umar sögur, þarámeðal Mjallhvít, eru einsog runnar manni í merg og bein. Eg kunni hana utanbókar í yndislegri þýðíngu Magnúsar Grímssonar þegar ég var á fimta árinu, hún var fyrst bóka sem ég las. Og þegar ég las hana aftur fullorðinn, á þessari skólameistara- legu afturfótaþýsku Grimmsbræðra, fanst mér hún enn góð. Mér hefur þó aldrei þótt hún eins góð og núna - né eins mikil fjarstæða að þetta sé „barnabók". Reyndar á að lesa svona sögu á þýskri mállýsku. En þegar ég las hana í annað sinn á íslensku þá var máltil- ' finníng horfin úr landi og búið að kasta þýðíngu Magnúsar Grímssonar útá haug og færa kóngsdóttur- ina í samskonar götu- ræsabúníng og þá var byrjað að hafa á dag- blöðunum. Þegar um tvent er að velja hróp- um við einlægt: gefið oss Barrabas lausan; að minstakosti heimtum við í nafni lýðræðisins að Barrabas hafi jafn- rétti á við frelsarann. Hollur og lærdómsríkur lestur handa únglíngum gekk víst illa í mig frá upphafi og þegar ég fékk í hendur Dæmisögur Esóps var ég ekki nógu þroskaður, og er ekki enn, til að skilja að þetta er heimsádeila á vonda menn og ránglát yfir- völd; mér sýndist þetta vera eitthvað um apa og ketti að vega ost. Ég hef aldrei skilið symbólík né þesskonar tossakver sem segir A = B. Einkanlega var mér uppsigað við bækur ef ég fann á lesmálinu að í staðinn fyrir að segja mér sögu átti að fara að kenna mér eitthvað fallegt og gott. Til dæmis byrjar saga á því að segja frá ormi sem varð að manni, og reyndar er j hrffandi hugmynd; en þegar komið var dálítið frammí les- málið kom uppúr dúrnum að þetta var saga til að kenna manni að þekkja á klukku og endaði á margföldunartöflunni. Slíkt er svik og prettir í skáldsögu. Faðir minn kom með ævintýri Andersens í tveim bindum, íslenskuð af Steingrími Thorsteinsson. Óbundinn stíll Stein- gríms er ævinlega kórréttur og fagurfræðilegur, nýklassískur og gerilsneyddur, að maður ekki segi „sannkristinn og lúsa- laus“, og þó kanski best að segja bara þur og hreinn, — góð- skáldið er því miður aldrei eins töfrandi í lausu máli og upp- hafslínurnar eru f ljóðum hans; og hann fær aðkenníngu af stirðleika þegar hann ætlar að bregða á ieik. Mart er í ævin- týrum Andersens eintómur fjasgefinn áróður fyrir almennri meðalhegðun, dæmisögutónninn minnir á jarm í sauðfé; skólakennaramærð í sögulíki snart mig ævinlega einsog ég hefði gruflað í eitthvert béað klístur, samanber ævintýrið um orminn, þegar átti að narra lesandann til að læra á klukku. Aftrá- móti var ég svo hepp- inn í Andersen að byrja á sögunni um soldátann og eldfærin, og þá frammúrskar- andi hunda sem fylgdu þeim eldfærum; og þó mér væri frá upphafi augljós stórleiki hund- anna, skildi ég söguna ekki að fullu fyren tólf árum síðar þegar ég sá Sívalaturn sjálfan þar sem hann stendur kjur á sínum stað; en í ein- um hundinum voru glyrnurnar á stærð við Sívalaturn. Þessir óvenjulegu hundar björguðu soldátanum ævinlega þegar syrti í álinn; og þegar átti að heingja hann, þá köstuðu þessi gáfuðu kvikindi dómurunum svo hátt í loft upp að þeir komu niður aftur í mauki. Þá varð fólk svo hrifið að það hrópaði uppyfir sig — og nú neyðist ég til að ívitna á frummálinu eftir þeirri kenníngu sjálfs mín að dönsku sé að vísu hægt að endursegja á íslensku, en aldrei þýða: „lille Soldat, du skal være vor Konge og have den dejlige Prind- sesse." Það sem ég fór fyrst að skoða, þegar ég kom til Kaup- mannahafnar 17 ára, var Sívaliturn. Svo eru börn gáfaðir lesarar af náttúrunni að ekki kom við taug í mér þó litli Kláus léti sálgra sinni ömmu í annað sinn, eftir að hún var þó sannanlega dauð, og seldi hana síðan; þessi meðferð á konunni fanst mér eins blátt áfram og þegar úlfurinn í Rauðhettu gleypti ömmuna og sjálfa Rauðhettu á eftir; og þó átti ég þessa góðu ömmu sem hló svo mikið að fjarstæðum að hún fékk fyrir bríngspalirnar. Nú kom kóngs- dóttirin á bauninni. Ef satt skal segja höfðaði sú saga ekki til „... amma mín átti ána bók og þaö var mín fyrsta sögubók og hafói þann eiginleika aö hún gat feingið allar sorgir lífsins til aö hverfa einsog dögg fyrir sólu. Þessi bók hét Bótólfur. “ (í túninu heitna, bls. 43). LjósmyndJóhannes Long. 2 Bókasafnið 23. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.