Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 13
Ólöf Benediktsdóttir Höfimdarréttur og stafrænt efni á bókasöfnum Höfundarréttur snýst annars vegar um hug- lægan rétt höfundar á verki sínu en hins vegar um fjárhagsleg réttindi hans eða annarra sem hann hefur framselt þau til. Verkið sjálft er bæði óhlutbundið hugverk og oftast einnig hlutbundið sem eintak eða eintök af verkinu. Hugverk birt- ast í hinum ýmsu myndum, sem ritverk, myndverk, hljóð- verk og svo framvegis og hvert um sig er annaðhvort lista- verk eða fræðilegt verk. Hin hlutbundnu eintök hugverka geta birst í ýmsum myndum og nú er algengt að sama verkið geti verið á mörgum mismunandr miðlum eða að eitt verk birtist í ýmsum myndum á sama miðlinum. Stafrænar útgáf- ur, sem fram á sfðustu ár hafa yfirleitt verið annað form á prentuðu efni, eru nú í auknum mæli sjálfstæðar útgáfur. Gagnagrunnum á öllum sviðum fjölgar stöðugt og erfitt er orðið að stunda rannsóknir nema hafa aðgang að þeim. Þessi fjölbreytni í birtingarformum hugverka og hröð þró- un, sem orðið hefur á þessu sviði undanfarin ár, hefur í för með sér að það verður æ erfiðara fyrir höfunda og höfundar- réttareigendur að gæta réttar síns og fyrir hina, sem vilja fara að settum reglum, að fylgjast með. Tæknin hefur gert það að verkum að oft er ekki hægt að þekkja afrit frá frumriti og því getur verið erfitt að koma höndum yfir misnotkun. Stuldur eða misnotkun á höfundarrétti er mjög algeng um allan heim og sjóræningjaútgáfur á skáldverkum og tónlist valda útgefendum áhyggjum og markaðstapi. I mörgum löndum stafar þetta af fávisku, vanþróun eða fátækt eða jafn- vel því að ekki hafa verið settar neinar reglur um höfundar- rétt. í okkar heimshluta eru ýmsar orsakir fyrir misnotkun á höfundarrétti, sennilega oft vanþekking og á seinni tímum það hve auðvelt er orðið að fjölfalda með ljósritun eða afspil- un og nú sfðast með rafrænni afritun. Fólki finnst sjálfsagt að nota tæknina, sem er fyrir hendi, sér til ánægju og þæginda. Á svokallaðri upplýsingaöld þyk- ir mörgum sem ekki eigi að takmarka frjálsan aðgang að hugverkum og upplýsingum. Stjórnleysi í þessum efnum er þó óhugsandi því að útgefendur og höfundar verða að geta þrifist og það yrði til að drepa niður andlega iðju ef allir gætu hömlulaust meðhöndlað hugverk að vild. Það er með öðrum orðum nauðsynlegt að tryggja, að lög og reglur hindri ekki hagkvæma og réttláta notkun tækninnar og jafn- framt að gæta hagsmuna höfunda og höfundarréttareigenda. Því er ekki að neita, að samfara hraðri þróun í upplýsinga- iðnaði og tilkomu Internetsins hafa yfirráð yfir hugverkum í I auknum mæli verið að færast á hendur stórra og voldugra út- gáfufyrirtækja og gagnagrunnseigenda. Höfundar geta held- ur ekki fylgst eins vel með því og áður hvar verk þeirra eru birt og hvernig þau eru notuð. Grein í prentuðu tímariti | getur allt í einu verið komin í stafrænt form í einhverjum | gagnabanka, niðurstöður rannsókna í gagnagrunn á viðkom- j andi sviði og allt þetta á margmiðlunargeisladisk ásamt myndum og tónlist. Þá getur orðið erfitt að skilgreina höf- j undarhugtakið og höfundarréttinn, sérstaklega ef um sam- sett verk er að ræða. Löggjöf og sáttmálar um höfundarrétt og rafrænir miðlar Er þörf á tiýrri löggjöf vegna rafrœnu miðlanna? Alþjöðleg, evrópsk og íslensk samtök sem gceta hagsmuna höfund- arréttareigenda Samþykktir Evrópusambandsins og aðlögun að þeim Með tilkomu rafrænu miðlanna er orðið enn erfiðara en áður að hafa stjórn á notkun og meðferð hugverka. Höfundarrétt- arlög þau sem hver þjóð hefur sett sér í samræmi við alþjóð- legar samþykktir þarf að túlka á nýjan hátt og bæta inn greinum til að ná yfir nýja tækni. Miklu skiptir að alþjóðlegt samræmi sé í löggjöfinni, því að landamæri eru ekki til í tölvusamskiptum. Við lifum á tímum mikilla breytinga á upplýsingamiðlun og þessar breytingar hafa gerst mjög hratt. Það er mjög eðli- legt að laga- og kerfisbreytingar verði ekki með sama hraða. Nokkurn tíma tekur að koma á reglu, hvort sem lagabreyt- ingar þarf til eða nýja túlkun á núverandi lögum. Islendingar eiga aðild að öllum helstu alþjóðlegum sam- þykktum um höfundarréttarmál. Þær eru meðal annars: Bernarsátttnálinn til verndar bókmenntum og listum. Hann var fyrst samþykktur 1886 en endurskoðaður í Róm 1928. Samband þeirra þjóða sem eiga aðild að honum er kallað Bernarsambandið. Alþjóðahugverkastofnunin WIPO (World Intellectual Property Owners). Hún hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans og er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Genfarsáttmálinn um höfundarrétt. Hann var gerður 1952 að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna vegna þess að ekki áttu allar 11 Bókasafnið 23. Arg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.