Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 5
mín með sannfæríngarkrafti, heldur flæktist ég í aukaatrið- um einsog því hvað hægt væri að hlaða upp mörgum undir- sængum hér í Laxnesi, þángatil þær tækju uppí loft. Eg var leingi siæmur með það, og er enn, að aðalatriðið í bók vill fara fyrir ofan garð og neðan hjá mér og ég lendi á bólakaf í einhverjum titlíngaskít þaðan sem ég má mig hvergi hræra. En það sem fer alveg með mig í sögum, ekki síst hjá H. C. Andersen, eru blómálfalýsíngar og svonefndir ljóðrænir og epli- í berandi þorskhausabaggar úr ' Kína eða Himnaríki og slíkum stöðum; þó segi ég ekki að svona skrafelsi hafi beinlínis vakið hjá mér andlega uppreisn; j en það sem verra var: líkamleg- ' an geispa. Er mögulegt að ein sagan hafi heitið Þumalína, önnur Vondi dreingurinn, og þarnæst komið sagan Förunaut- j urinn? Svona sögur bundu endahnútinn á Andersen fyrir mér um sinn; að sumu leyti fyr- ir fult og alt. Viðkvæmni hans hrífur enn á mig öfugt við til- gáng sinn. Heimsádeila hans afturámóti kallar stundum fram hjartnæmar myndir af stöðu fá- tæks manns sem er að reyna að vera maður með mönnum útí heiminum, sítakandi ofan og sí- skrikandi fótur, einsog Chaplin á okkar tíð, nema hvað Ander- sen er oftast ljósmyndaður með pípuhatt; og lögreglan í skol- ræsinu einlægt með sama reig- íngi að krefja hann um passann hans. Kanski frumlestur minn á íslendíngasögum, sem hófst um þessar mundir, hafi spilt smekk mínum fyrir stéctarviðkvæmni Andersens, sjónarmiði tindátans. I íslendíngasögum er sá sem ferðast útí heim, hverra manna sem hann er, einginn tindáti, heldur nákvæm- lega jafngóður og sá kóngur eða þræll sem hann hittir fyrir þá og þá, enda Auðunar þáttur vestfirska í meira lagi torskil- inn útlendíngum. I Lestrarfélagi Lágafellssóknar var Þúsund og ein nótt, þá nýkomin í annarri útgáfu, einnig í þýðíngu Steingríms úr þýsku. Þetta var fyrirtaks lesníng handa krakka einsog stráknum í Laxnesi, sem var alæta á letur þó hann skildi ekki altént orðin, þvfsíður sambandið milli þeirra. Þó síaðist inní mig úir Þúsund og einni nótt andrúmsloft þjóða sem lifað höfðu í birtu hámenníngar á frumtíð íslandsbygðar. Vesírar Bagdaðborgar og Harún al Raskíð sjálfur, kaupmenn sem teyma úlfaldalestir um eyðimerkur, Sindbað sæfari og vefar- arnir frá Kasmír, að ógleymdum djinn í glasi, alt þetta lið gerði hinn ágæta mann Skyr- pokalat óvígan, svo og Irafells- móra; meira að segja meðala- draug eins og Eyaselsmóra sem einnig bjó í glasi. Blær heit- tempraða beltisins ieið um 63° norðlægrar breiddar, eldloft blandið pipar og negul. Og þó Þúsund og ein nótt væri sum- staðar leiðinleg var hún þó dá- lítil uppbót á Biflíuna sem ætt- uð er af sömu slóðum. Þegar ég lít til baka og rifja upp þær bækur sem ég las í bernsku tek ég altíeinu eftir því að þessar bækur eiga ekkert skylt við barnabækur. Eg held blátt áfram að barnabækur hafi verið óþekt hugtak á Islandi þegar ég var að alast upp. Sú vara fékst ekki nema munnlega af þeim ömmum sem sögðu kynjasögur, og það gerði ekki mín. Við sem ekki höfðum draugasögur og trölla, urðum að láta okkur duga sígildar heims- bókmentir. Eg er á sjöunda ár- inu þegar Bernskan eftir Sigur- björn Sveinsson kemur út. Bók- in barst að vísu snemma til okk- ar, en ég var kotroskinn krakki, og eftir Mjallhvít þóttu mér söguefni Sigurbjörns lítilfjörleg; ég nenti ekki að hugsa um þau. Mér fanst sá maður hafa harla lítinn skáldametnað, sem lagði sig niður við að safna skrýtlum um krakka uppí sveit. Þegar ég les Bernskuna I og II núna sé ég að þetta eru bækur handa bókmentasælkerum; furðu margar þessara smásagna eiga heima meðal gimsteina túngunnar; ég nefni Ungu hjón- in sem dæmi. / túninu heima (bls. 131-137) Reykjavík: Helgafell, 1975 Mynd eftir Nínu Tryggvadóttur, 1942. (Eign Landsbókasafns íslands) Bókasafnið 23. Arg. 1999 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.