Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 49

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 49
Kristín Ósk Hlynsdóttir Spuni - Póstlisti áhugamanna um vefsmíðar Þ ann 26. júní síðastliðinn setti undirrituð eftirfar- andi fyrirspurn inn á Skruddu: Ég er forvitin að vita hve mörg okkar koma á einn eða annan hátt nálægt vefsíðugerð eða vefstjórn. Þessi hópur gæti grætt heilmikið á að bera saman bækur sínar svo ég tali nú ekki um það sem við getum miðlað til ann- arra bókasafnsfræðinga! Viðbrögðin voru góð, ellefu manns svör- uðu og lýstu áhuga sfnum á að taka þátt í umræðum um vefsmíðar. I fyrstu fóru umræður fram á Skruddu og var tilgangur listans ræddur þar. Hann á að vera miðill til að fá svör við spurningum sem koma upp við vefsíðu- gerð, svo sem um html, hönnun, upp- setningu, myndvinnslu, eftirlit, ritstjórn og allt þar á milli. Einnig er tilgangur- inn að fræðast um hentugan hugbúnað, til dæmis vefsmíðaforrit, ftp- og mynd- vinnsluforrit. Næst fór í gang athugun á hvar væri hægt að vista listann og spurðist ég fyrir hér hjá Landsvirkjun. Gunnhildur Man- freðsdóttir, yfirmaður minn á bóka- og skjalasafninu, benti mér á að athuga með vistun listans hjá Reiknistofnun Háskól- ans þar sem Skrudda væri vistuð þar. Magnús Gíslason hjá Reiknistofnun tók vel í að vista listann og sagðist myndu setja hann upp fyrir mig. Þá vaknaði spurningin um hvað barnið ætti að heita og sendi ég beiðni um tillögur að nafni inn á Skruddu. Ekki stóð á undirtektum og tillögurnar streymdu inn, meðal annars Kasmír, Vefarinn, Vefskrudda og síðast en ekki síst nafnið Spuni sem Sólveig Haraldsdóttir hjá Áliti lagði dl. Efnt var til kosninga og var á tímabili naumt á milli Spuna, Kasmír og Vefarans en Spuni hafði betur, fimm atkvæði yfir Vefarann. Þann 11. september fór Spuni síðan í loftið og hafa um- ræður oft verið líflegar. Meðal þess sem rætt hefur verið er á- gæti hugbúnaðar til vefsmíða, metadata, rammanotkun og áhugi á vefsmíðanámskeiði. Áhugi fólks á þátttöku var greinilega meiri en svör við fyrstu fyrirspurn minni í júní gáfu til kynna en strax 14. Vélvœddur vefstóll frá um 1870, hannaður afJoseph Jacquard. september eða þremur dögum eftir opnun listans voru áskrif- endur orðnir 42 og þann 24. september 78. Við erum 102 á Spuna þegar þetta er skrifað í febrúar 1999. Persónuleg reynsla mxn af Spuna er mjög góð. Ég hef sett inn margar fyrirspurnir og fæ yfirleitt svör og tillögur frá nokkrum aðilum við hverri þeirra. Ég lagði á það áherslu strax í upphafi að þátttakendur mættu ekki vera feimnir við að spyrja spurninga sem þeim sjálfum þættu kjánalegar, til dæmis hvað er yfirhöfuð þetta html. Spuni er ekki hugsaður fyrir sérfræðinga heldur alla sem áhuga hafa á vefsmíðum, jafnvel þá sem hafa aldrei gert heima- síðu. Það hafa orðið langar „þagnir“ á Spuna inn á milli sem er hið besta mál. Ekki viljum við drekkja hvert öðru í tölvupósti. En þó má fara milliveginn og vona ég að fólk hristi af sér feimnina og fari að spyrja meira. Ef til vill hefur þetta eitthvað að gera með sjálfsímynd margra bókasafnsfræðinga en hún er oft ekki nógu sterk. Við erum viðkvæm fyr- ir áliti annarra og viljum ekki gera lítið úr sjálfum okkur. En hvernig lærum við ef við spyrjum ekki? Ég vil nota þetta tækifæri og þakka góðar undirtektir og stuðning við stofn- un Spuna. Sólveig Haraldsdóttir á líka þakkir skildar fyrir að finna svo frábært nafn á listann. Til að gerast áskrifandi þarf að senda tölvupóst til majordomo@ rhi.hi.is. I textasvæði er skrifað subscribe spuni@hi.is og eigið tölvupóstfang. Spuni er fyrir alla sem áhuga hafa á vefsmíðum. Notum hann til að fræðast og forvitnast. English Summary Spuni Spuni is a listserv for librarians interested in webdesign. In this art- icle the author and founder of the listserv describes the fast growth in the number of subscribers and recounts some of the issues that have been discussed online. The author stresses that the purpose of the listserv is to be a place for both beginners and professionals where questions can be asked and issues reladng to webdesign discussed. K.Ó.H Bókasafnið 23. Arg. 1999 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.