Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 65

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 65
Þetta tvíþætta hlutverk skrárinnar skapar viss vandamál, meðal annars þegar vísað er til Dewey-flokkstölu sem ekki er skipað efst í faglegt stigveldi. Þegar svo háttar til er bætt við efnisorðið sem um ræðir hugtakinu yfirgripsrit (generelle skrifter) til að sýna að efnisorðið á aðeins við tiltekna flokks- tölu en má ekki nota fyrir rit sem fjalla bara um hluta af því sviði sem efnisorðið spannar. Dæmi eru tekin um tegundir efnisorða sem ekki eða sjaldan eru í efnisorðaskránni, saman- ber eftirfarandi: - Mannanöfn (engin tekin upp). - Stofnana- heiti (nokkur heiti tekin upp, s.s. heiti sumra alþjóðastofn- ana). — Landfræðiheiti (tekin eru upp erlend landaheiti og nokkrar stærri borgir, ennfremur fylki Bandaríkjanna og stærri landsvæði í Danmörku og Svíþjóð; innan Noregs eru tekin með fylki, dalir og fjalllendi auk nokkurra stærri landshluta). - Söguskeið (fyrir nokkur svæði, meðal annars Norður-Noreg, eru teknar upp tímabilstölur fyrir sagnfræði- leg tímabil, en að því undanskildu þarf að leita til tímabila- skiptingar í Dewey-kerfinu sjálfu). Valorð og vikorð eru tekin upp í einni stafrófsröð. Mál- myndir á nýnorsku, sem eru með frábrigðilegu fyrsta at- kvæði miðað við bókmál, eru teknar upp í svigum á sama staf í stafrófsröðinni. Hvað varðar efnisorð sem koma fyrir á fleiri efnissviðum en einu er segulheitið talið upp fyrst í röð- inni en síðan flokksheiti annarra sviða og flokkstölur þeirra. Tekið er fram að efnisorðaskráin (-liste) sé byggð upp sam- kvæmt reglum sem settar eru fram í riti Ellen Hjortsæter: Emneordskatalogisering : forslag til norsk standard (1991). Það felur meðal annars í sér að samsett efni er túlkað með efnisorðastrengjum og innbyrðis röð hugtaka í streng á að endurspegla mikilvægi þeirra. Þar sem röð hugtaka í streng fylgir föstum reglum er ekki að finna í efnisorðaskránni full- kominn lista um öll heiti og undirheiti. Undirheiti eru ein- göngu tekin með þegar um frávik er að ræða, annaðhvort varðandi röð hugtaka í streng eða í Dewey-flokkstölu. Til að sýna hvernig efnisorð fyrir landbundið efni eru sett fram eru tekin upp öll efnisorð/efnisorðastrengir sem tengjast Noregi. Fylgni er ekki endilega með undirdeildum flokkstölu annars vegar og undirskiptingu efnisorða hins vegar. Til dæmis eru til flokkstölur án undirdeildar þótt hliðstæð/samsvarandi efnisorð hafi undirheiti. Efnisorðin frá BIBBI eru öll að- gengileg í tölvulæsilegu formi í NORMARK-sniðinu. Söfnum sem ætla að tölvuskrá afturvirkt hefur BS bent á að 2.5 sinnum fljótlegra sé að sækja færslur í BIBBI en að skrifa nýja færslu. BIBBI býður upp á 10 mismunandi pakka með afturvirkri skráningu: - Fræðslu- og fagurbókmenntir eftir árabilum: 1962-75; 1976-83; 1984-90; 1991-95; 1996-1997. - Fagurbókmenntir, skipt eftir stafrófsröð í þrjá pakka: A-G; H-N; O-Á. - Fræðslurit, skipt eftir efni 1 tíu pakka (sem ekki verða taldir hér). Söfnin geta borgað hlut- fallslega eftir því hvað þau hafa notað úr pökkunum. Færslu- heimtir við „plokkun" úr pökkunum teljast borga sig fyrir viðkomandi safn ef það þarf minna en 10 000 færslur, til dæmis 2 500 færslur fyrir skólabókasafn. Bókasafn getur líka valið þann kost að senda BS á disklingi lista yfir ISBN þeirra Bókasafnið 23. Arg. 1999 rita sem það vill fá færslur fyrir. Yfir 300 færslur eru verð- lagðar sem „plokkun". Stakar færslur er unnt að kaupa gegn- um BS Hjemtaksfunksjon á vefnum (http://www.bibsent. no/bsonline/bsonline). BS býður auk þessa mánaðar reynsluá- skrift að BIBBI og fylgir þá með áskrift að færslum fyrir tímaritsgreinar. Þá er í boði aðgangur að ókeypis útgáfu með stuttum færslum jafnframt því sem í boði er áskrift gegn gjaldi að sömu færslum með fullum upplýsingum á vefnum (http://www.bibsent.no/) (Biblioteksentralens Hjemtaks- funksjon, beinlínuþjónusta). Tuttugu og fimm valin norsk tímarit eru greiniskráð hjá BS, sem hefur þar fyrst og fremst þarfir almennings- og skólabókasafna í huga. Þeim þykir flestum frágangssök að fara í gegnum Tidsskriftindex (heildarskrá um greinar tíma- rita), það sé allt of tímafrekt og sömuleiðis sé efnið of þungt miðað við þarfir safnanna. Færslur og efnisval BIBBI fyrir þessi 25 tímarit miðast við eftirfarandi: — Viðurkennd efnis- orð BS. — Efni um ferðir, samfélagsumræðu, tómstundaiðju, íþróttir, útivist, listir, dægurmál og önnur menningarsamfé- lög. — Upplýsingar um ný efnissvið sem enn er ekki farið að skrifa um í bókum. — Itarefni vegna skólaverkefna. Áskrifendur þessarar þjónustu fá hana tíu sinnum á ári. Bibliofil-notendur fá hana með tölvupósti en unnt er að sækja hana sjálfur á vefinn og fá þá fyrst veffang hjá BS. Verðlagning þjónustunnar er mismunandi og fer meðal ann- ars eftir tegundum safna, nokkur söfn á sama svæði geta einnig fengið afslátt og um fleiri möguleika er að ræða. Söfn sem ekki hafa ráð á eigin vefsíðu geta leigt pláss hjá vefhóteli miðstöðvarinnar (BS WebHotell) og spara sér þá jafnframt útgjöld vegna sérfræðivinnu á eigin vegum. Á vefsíðunni geta þau til dæmis haft: — Svæðisbundnar upplýsingar. — Upplýsingar um eigið safn, útibú og deildir eftir því sem við á. — Útgáfurit safnsins/sveitarfélagsins. - Safnskrá. Hagkvæmni Hér hefur verið fjallað nokkuð um aðgengileika helstu gagnasafna á vegum þjóðbókasafna og þjónustumiðstöðva á Norðurlöndum og aðferðir sem beitt er við að bæta aðgang að upplýsingum. Hér er ekki um beinan samanburð að ræða heldur aðeins drög að lýsingu þess sem mér þótti athyglis- verðast á hverjum stað og þá ekki síst hvernig staðið er að efnisorðaskráningu og lyklun gagna á vegum þessara stofn- ana. Þegar á heildina er litið er viðhorfið um margt mjög líkt hjá okkur og systurstofnunum okkar á Norðurlöndum, þar sem tíðkast hafa samsteypusöfn þjóðbóka- og háskólabóka- safns rétt eins og Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafns. ■Þjónustumiðstöðvar bókasafna á Norðurlöndum þjóna fyrst og fremst almennings- og skólabókasöfnum og áherslur hafa því á margan hátt verið ólíkar. Viss hlutverkaröskun verður við almennari tölvuvæðingu og nokkurrar samkeppni gætir sums staðar af þessum sökum. Deilur hafa einnig komið upp milli einstakra safna og rekstrarfyrirtækja varðandi eignarað- ild safnanna að færslum I gagnasafnskerfum. Þarna er oft um mikil verðmæti að tefla fyrir þá sem hlut eiga að máli. Burt- 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.