Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 69

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 69
skráningarreglur þjóðar, þær komu út árið 1791. Eftir þeim voru rit skráð á samræmdan hátt um allt landið á spjöld sem send voru til Parísar í samskrá yfir útgáfurit þjóðarinnar, þá fyrstu sinnar tegundar.8 Skipulag kyrrstæðrar þelckingar á varanlegum miðlum Hin stóru bókasöfn fornaldar voru í eðli sínu sambærileg við þjóðbókasöfn og jafnvel alfræðibókasöfn (universal libraries) okkar tíma, bókasöfn á borð við British Library og Library of Congress. A þeim árþúsundum sem á milli ber voru engin sambærileg bókasöfn til á Vesturlöndum.9 Stærð fornaldar- bókasafnanna var slík að þau þættu stór jafnvel á okkar tímum. Bókasafn (leirtöflusafn) Assúrbanipals í Nínev í Assiríu (668-626 f. Kr.) innihélt tugi þúsunda rita, áætlað er að í bókasafn- inu í Alexandríu í Egyptalandi hafi á fyrstu öld fyrir Krist10 verið um 700.000 rit og skrá þess fyllt 120 bindi.11 í bókasafninu í Pergamon í Litlu Asíu munu á sama tíma hafa verið um 200.000 rit.12 Bókasöfn fornaldar voru ólík bóka- söfnum og upplýsingamiðstöðvum okkar tíma að því leyti að þau höfðu að geyma þekkingu sem var því sem næst kyrrstæð og varðveitt á miðlum sem sumir höfðu árþúsunda geymslu- þol. I British Museum eru enn varð- veittir um tveir þriðju hlutar af hinu mikla leirtöflusafni Assúrbanipals. Því er vitað að þetta var þjóðbókasafn þar sem öllum ritum þjóðarinnar var safnað og jafnframt var þetta alfræðibókasafn (universal library) þar sem öllu efni á öllum efnissviðum var safnað. Til viðbótar við assírísk rit voru þar rit annarra þjóða í þýðingum og svoköll- uð „stjórnarrit", rit sambærileg við þau gögn sem á okkar tímum eru geymd í þjóðskjalasöfnum. Starfsemi bókasafna fornaldar var einnig ólík því sem nú er að því leyti að not- endur voru fáir á okkar mælikvarða og notendahópurinn einsleitur. Stærð safnanna gerði það hins vegar nauðsynlegt að skipuleggja þau vel, flokka eftir efni og skrá á skipulegan hátt. Reiðuleysi hefði gert þau ónothæf. Athyglisvert er að á þessum tíma, löngu fyrir daga prent- unar með lausu letri, er talið að sömu verkin hafi verið til á mörgum söfnum í uppskriftum og þýðingum, og í sumum tilvikum hafi sömu eintökin verið uppistaða bókasafna sem blómstruðu og liðu undir lok á mismunandi stöðum á mis- munandi tímum. Til dæmis er talið að Markús Antóníus hafi rænt bókasafninu í Pergamon og fært Kleópötru það í brúð- kaupsgjöf13 eftir að hluti bókasafnsins í Alexandríu var eyði- lagður í stríðinu við Júlíus Sesar, svo henni yrði bættur skað- inn.14 Eignasla*áning miðalda í bókasöfnum Evrópu á miðöldum var ekki þörf á skrám sem voru lykill að þeirri þekkingu sem safnkostur þeirra geymdi. | Þau voru smá að vöxtum á víð og dreif frá Grikklandi til ís- lands.15 Helsta efni þeirra voru trúarrit16 í uppskriftum sem munkarnir höfðu iðulega gert sjálfir og gættu vel. Á bóka- safninu voru oft aðeins nokkur hundruð rit geymd í kistu.17Þess má geta að í Benediktareglunni var mælt með því að hver bróðir hefði bók að lesa. Eftir að því marki var náð stækkuðu söfnin hægt.18 Bókasöfnin voru þeim mun minni eftir því sem norðar dró í álfunni. í þeim var hvorki þörf á markvissu skipulagi né bókfræðilegri skráningu. Skrár þeirra þjónuðu þeim tilgangi að gera grein fyrir eignum. Þær voru ekki lykill að þekkingu. I þeim var stund- um hvorki getið um heiti verks né höfund heldur aðeins um ástand rits og verðgildi. Þekking sú sem bókasöfn þessi geymdu var ekki með öllu lokuð al- mennum notendum því rit voru lán- uð út gegn tryggingum,19 en not- endahópurinn var þó lítill því fyrir utan innanhússfólk í klaustrum tak- markaðist hann bæði af því hve fáir voru læsir og að fáir gátu greitt "yggingargjaldið. Á þessum tíma komu háskólar til sögunnar í Evrópu. Bókasöfn þeirra voru framan af lítil. Fyrsta þekkta skrá háskólabókasafns í Evrópu er skrá Svarta skóla frá árinu 1289, gerð um svipað leyti og Sæmundur fróði nam við skól- ann. Þá voru þar skráð 1017 rit á latínu og 4 á frönsku.20 Um hálfri öld seinna (1338) voru í safninu rúm 1700 rit sam- kvæmt skrá þess.21 I bókasafni Cambridge háskóla voru 122 bindi árið 1424, King’s College í Cambridge átti aðeins 174 bindi árið 1453 og ritaeign Oriel College í Oxford náði ekki 100 bindum árið 1375.22 Það gefur augaleið að þörfin fyrir þekkingarskráningu og markvisst skipulag safnkosts var ekki mikil þegar ritin voru svo fá, notendahópurinn lítill og eins- leitur og þekkingin riltölulega kyrrstæð. Skráning prentaðra bóka: lýsing söluvöru og aðgangur að þeldcingu Með tilkomu prentunar með lausu letri á Vesturlöndum undir lok miðalda varð gerbreyting á framboði bóka, stærð bókasafna og fjölda notenda. Þá varð gerð skráa að breytast. Til sögunnar komu bækur sem voru „fjöldaframleidd" sölu- vara. Áætlað er að í Evrópu hafi 100.000 titlar verið prentað- ir á 16. öld. Sé gert ráð fyrir að upplag hvers þeirra hafi að meðaltali verið 1000 eintök hefur framleiðslan numið um 100 milljónum eintaka.23 Höfundur sumariö 1958. Bókasafnið 23. Arg. 1999 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.