Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 51

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 51
Efnisorðaskráin er í stöðugri vinnslu og ekki nærri full- mótuð enn. Tímaskortur og annir við önnur verkefni hafa komið í veg fyrir að hægt væri að sinna henni eins vel og nauðsynlegt væri. Alltaf þarf að vera að endurskoða og lag- færa. Einnig væri æskilegt að kanna betur viðbrögð frá not- endum því að fyrir þá er leikurinn gerður. Efnisorðaskráin verður seint fullbúin og aldrei fullkomin en einhvers staðar verður að byrja. Hún kemur þó fyrst að fullum notum þegar hún verður felld inn í eina allsherjar efnisorðaskrá sem verður aðgengileg í tölvutæku formi og þá helst á Netinu. Slík skrá mun þó líklega verða að bíða nýs tölvukerfxs fyrir bókasöfn. Heimildir Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín. [2. útg., endurskoðuð]. [Reykjavík]: Örn og Örlygur, 1989. Heimildaskráning. Aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni þeirra og val efnisorða. Documentation: methods for examining documents, det- ermining their subjects, and selecting indexing terms. [Guðrún Karls- dóttir, Sigurður J. Vigfússon og Þórdís T. Þórarinsdóttir þýddu staðalinn og gengu frá handriti ásamt Nönnu Bjarnadóttur]. Reykjavík: Staðlaráð íslands, 1994 (IST ISO 5963:1985). Heimildaskráning. Leiðbeiningar um gerð og þróun kerfisbundinna efnis- orðaskráa á einu tungumáli. Documentation: guidelines for the establis- hment and development of monolingual thesauri. Flokkunarnefnd þýddi. Reykjavík: Iðntæknistofnun íslands, 1991 (ÍST 90). Margrét Loftsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir: Kerfisbundinn efnisorðalykill (thesaurus) fyrir bókasöfn. 2. útg., aukin og endurskoðuð. Reykjavík: höf., 1996. Weinberg, Bella Hass. „Library classification and information retrieval thesauri: comparison and contrast." Cataloging & classification quarterly 19(3/4)1995, bls. 23-44. Þórdís T. Þórarinsdóttir: „Kerfisbundnar efnisorðaskrár: uppbygging og notagildi við lyklun heimilda“. Bókasafnið 20, (1996), bls. 5-12. English Summary Subject Indexing for Law and the Compilation of a Legal Thesaurus For many years the author has classified all law books for the University Library in Iceland. After the card catalogue was converted into the library system, Gegnir, it became increasingly important to supply subject terms for law books in order to make information retrieval simpler and at the same time more efficient for the library’s users. Foreign records, downloaded from OCLC etc., are usually supplied with subject terms but not many of the libraryís law books are English Therefore the author began to allocate subject terms to all law books and almost immediately it was decided that a thesaurus should be made at the same time. This work is still in process and the article describes the work done so far. ÁA -------------------------------------- Á BÓKASAFNINU --------------------------------------------- Jean-Paul Sartre: La nausée Þýð.: Áslaug Agnarsdóttir Miðvikudagur. Síðasti dagurinn í Bouviile. Klukkan var að verða tvö þegar ég kom á bókasafnið. Eg hugsaði með mér: Bókasafnið. Ég geng hér inn í síðasta sinn. Lestrarsalurinn var nærri mannlaus. Mér fannst hann einhvern veginn ókunnuglegur af því ég vissi að ég ætti aldrei eftir að koma hingað aftur. Hann var eins og baðaður í mistri, óraunverulegur, í rauðum tónum. Sólin var að setjast og varpaði rauðleitum bjarma á hurðina, bókarkilina og lesborðið sem var frátekið fyrir konur. Eitt andartak fékk ég það þægilega á tilfínninguna að ég væri að stíga inn í skógar- þykkni skrýtt gylltum laufblöðum ... Tveir strákar með skólatöskur komu inn. Framhaldsskólanemar. Korsíkubúanum líkar vel við framhaldsskólanema vegna þess að hann getur haft föðurlega umsjón með þeim. Hann hefur ánægju af því að leyfa þeim að leika sér aðeins á stólunum og spjalla saman, svo læðist hann að þeim og skammast: - Hvers konar hegðun er þetta? Strákar á ykkar aldri! Ef þið bætið ekki framkomu ykkar þá kvartar bókavörðurinn við skólastjórann. Og ef þeir malda í móinn starir hann á þá ógnvekjandi augum. - Hvað skylduð þið svo heita? Hann fylgist líka með lesefni þeirra. A bókasafninu eru sumar bækur merktar með rauðum krossi. Það eru bönnuðu bækurnar, rit eftir Gide, Diderot og Baudelaire og svo nokkrar læknisfræðiritgerðir. Ef skólanemi biður um eina þessara bóka, þá gefur Korsíkubúinn honum merki, dregur hann afsíðis og byrjar að yfirheyra hann. Eftir skamma stund missir hann stjórn á sér og rödd hans glymur um allan salinn. — Það eru til fjölmargar áhugaverðar bækur fyrir drengi á þínum aldri! Fræðandi bækur. Ertu búinn að gera heimavinnuna? I hvaða bekk ertu? 5. bekk? Og hefurðu ekkert að gera eftir kl. fjögur? Kennarinn þinn kemur oft hingað og ég ætla að láta hann vita! Bókasafnið 23. árg. 1999 49

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.