Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 15
Sú hefð hefur verið ríkjandi, í lýðræðislöndum að minnsta kosti, að flestir eigi að geta aflað sér ódýrrar menntunar og stundað fræði sín án þess að það kosti stórar fjárfúlgur. Bóka- söfn eru rekin með það að leiðarljósi að veita sem besta þjón- ustu á sem ódýrastan hátt. Fjárveitingar til bókasafna hafa ekki aukist undanfarin ár nema síður sé og útgjöld vegna stafrænu gagnanna reynast þeim þung í skauti. Mörg bóka- söfn hafa brugðist við þessu með því að reyna að semja um sameiginlega notkun á gagnasöfnum, en það getur verið erfitt í litlu þjóðfélagi þar sem oft er bara eitt lítið bókasafn á hverju fræðasviði. Viss þróun hefur verið í þá átt að leggja hömlur á notkun fræðilegs efnis frá stofnun- um. Nauðsynlegt er að tryggja nokkurn veginn frjálsan aðgang að þessu efni, til dæmis með samningum við starfsmenn stofnana. Fagbókasöfn ættu að hafa viss rétt- indi gegn þvf að bera ábyrgð á því að veita aðgang að efni á fræðasviði sínu. Ýmsar teg- undir efnis borgar sig ekki að hafa í stórum gagnagrunnum nema í ákveðinn tíma og þvf ætti það að vera aðgengilegt í opinber- um stafrænum bóka- eða skjalasöfnum. Lítil fræðasamfélög munu sennilega reyna að tryggja aðgang að rannsóknum og fræðilegu efni og sporna gegn gjaldtöku með eigin stafrænum útgáfum og samskiptanetum. I Noregi og Danmörku er nú verið að koma á fót opinberum stafrænum bókasöfnum til að tryggja góðan aðgang að slíku efni. Bókasöfn eru kannski sá staður þar sem auðveldast er að framfylgja höfundarréttarlögum. Bókaverðir eru í þeirri að- stöðu að geta komið á framfæri leiðbeiningum til notenda um löglega notkun hugverka. Það er því ekki óeðlilegt að þeir sem setja lögin og jafnframt eigendur hugverka stuðli að því að bókasöfnin verði eftir sem áður staður sem allir geta leitað til og fengið ókeypis eða á ódýran hátt að nota þau verk sem þeir þurfa á að halda við nám eða störf. Þessi mál hafa verið mjög ofarlega á baugi meðal bóka- varða á Norðurlöndunum, Bretlandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna yfirlýsinga og reglna sem hafa komið frá Evr- ópusambandinu og WIPO. Stjórn ECUP (European Copyright User Platform) sem eru samtök studd af EBLIDA (European Bureau of Library, Information and Documenta- tion Associations) sendi frá sér yfirlýsingu um bókasöfn og höfundarrétt á stafrænum útgáfum árið 1996. Þessari yfirlýs- ingu er ætlað að útskýra löglega notkun einstaklinga og bókasafna á höfundarréttarvernduðum verkum í rafrænu um- hverfi og að vera heimild sem bókaverðir og aðrir sem vinna við upplýsingamiðlun geta leitað í ef þeir eru í vafa. Inn- gangurinn að henni hljóðar svona í lauslegri þýðingu: Á hverju ári veita bókasöfn í Evrópu milljónum fræðimanna, stúdenta og almenningi þjónustu sína. Þessi þjónusta er í sam- ræmi við höfundarréttarlög. Þróun nýrrar tækni hefur gert það mögulegt að veita enn betri þjónustu. Það er viðurkennt á bóka- söfnum að ný tækni og sérstaklega sá möguleiki að afrita höfund- arréttarvernduð verk á auðveldan hátt skapar óvissuástand þegar kemur að greiðslum til hugverkaeigenda. Stjórnleysi á rafrænu miðlunum veldur bókavörðum jafnt sem eigendum hugverka á- hyggjum. Viðbrögðin við því mega samt ekki leiða til þess að að- gangur notenda og starfsfólks bókasafna og upplýsingamiðstöðva verði of takmarkaður. Því má ekki gleyma að bókasöfn eru ákjós- anlegur vettvangur til að hafa eftirlit með því að farið sé eftir höfundarréttarlögum um leið og aðgangur er veittur að hugverk- um. Ef illa fer gætu bókasöfn breyst í staði þar sem ekkert má skoða, lesa, nota né afrita án leyfis eða greiðslu. Þegar tekið er með í reikninginn að verð vísinda- rita og tfmarita hefur hækkað um 10 prósent eða meira árlega virðist þetta enn óréttlátara. Verð á leyfum fyrir notkun gagna í stafrænu formi er al- mennt hærra en verð samsvarandi bóka eða tíma- rita og yfirleitt er stafræna ritið ekki látið í té nema pappírsbókin sé keypt líka. Með síaukinni notkun efnis í stafrænu formi gæti þetta þýtt að aðeins þeir einstaklingar eða stofnanir, sem hafa efni á að borga, geti notað það. Hið notendavæna umhverfi bókasafnanna hyrfi en í staðinn kæmi einhvers konar upplýsingafyrirtæki þar sem lög- mál markaðarins ríktu ein. Kaldranalegt upplýs- ingaþjóðfélagið myndi þá einkennast af mismun- un milli þeirra ríku og fátæku. Síðan á síðustu öld hafa verið í gildi höfundarréttarlög og reglur og venjur sem hafa mótast á löngum tíma fyrir prentmiðla til að tryggja jafnvægi milli réttar notenda og hugverkaeigenda. Þessu jafnvægi ætti að leitast við að halda í hinu rafræna umhverfi. Eftir því sem meira efni verður eingöngu tiltækt í stafrænu formi verður að tryggja rétt fólks til að nota það. Allir, bæði almenningur, bókasöfn og hugverkaeig- endur, ættu að geta notið kosta hinnar nýju tækni. (ECUP 1996) I yfirlýsingunni eru svo leiðbeiningar um notkun hinna raf- rænu miðla en í lok hennar er tekið fram að samtökin álíti að ekki þurfi að koma til meiri háttar breytinga á höfundarrétt- arlögum vegna nýju miðlanna, heldur þurfi aðeins að móta nýjar reglur um notkun þeirra og það sé ákjósanlegt að gera á bókasöfnunum. Reglur um notkun stafræns efnis á bókasöfnum Hver eru helstu höfundarréttarvandamál við stafrxna efnið á bókasöfnunum ? Áhrif tilskipana Evrðpusambandsins á notkun stafrcens efnis á bókasöfnum hér á landi Aðferðir við að fylgjast með notkun stafrxns efnis Safnefnistegundir, notendahópar í fyrsta kafla íslensku höfundarréttarlaganna er fjallað um réttindi höfunda, til að mynda hvaða verk njóta verndar, hvað sé eintakagerð og að óheimilt sé að breyta verki höf- undar. I öðrum kafla þeirra eru svo ákvæði um takmarkanir á höfundarrétti og það eru einkum þau ákvæði sem snerta figett hptteítg m <gub f«bcr» f<in» oc þdligani)} wer iUTí/orti xonotn* otmaanfrríítfwd »u* txgyntMlffi/ m ffaffÍMlffr/ CTj \ÍQt íoiigcm odjbcoufou tunfTcO cno i Xun DJmi finOc* 3Unt>, •s* Bókasafnið 23. árg. 1999 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.