Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 76

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 76
til fyrirmyndar. Þau misstu móður sína og gátu ekki syrgt hana..... Ty det hörde icke till programmet" sem þau voru alin upp við. Áki átti því láni að fagna að eiga góða og skiln- ingsrfka foreldra og bjó sjálfur yfir ríkri réttlætiskennd þótt honum yrði á eins og öðrum. Höfundi tekst sérlega vel að túlka tilfinningar barnsins, einlægnina og hreinskilnina, stundum grimma í augum hinna fullorðnu en oftast einkar ljúfa. Þetta er bók sem ég man eftir. Helga Jónsdóttir Anna, Hanna og Jóhanna Mikið lifandi varð ég glöð þegar ég sá að búið var að þýða á ís- lensku og gefa út söguna um Önnu, Hönnu og Jóhönnu eftir sænska rithöfundinn Marianne Fredriksson. Ég hef í nokkur ár verið svo upptekin af þessum höfundi að það nálgast þrá- hyggju- Ég las um Ónnu, Hönnu ogjó- hönnu (kom fyrst út 1994) í Alt for Damerne fyrir nokkrum árum og var þá á leiðinni til Svíþjóðar. Ákvað að þessa bók skyldi ég kaupa í þeirri ferð, akkúrat saga sem mér finnst gaman að lesa, kynslóða- og hetjusaga af konum. Og ég keypti bókina og las og gaf hana svo vinkonu minni. Það er í annað skipti sem mér hefur þótt bók svo athyglisverð að ég hef gefið hana eftir lestur — en það er önnur saga. Jæja. Uppúr því hóf ég að lesa bækur Maríönnu Fredriksson kerfisbundið. Fór í Nor- ræna húsið og fékk þar eina sem gerist x Róm til forna, svona rétt fyrir og eftir fæðingu Krists og aðra, útgefna 1997, um Maríu Magdalenu, kærustu Jesú, og hennar líf. Svo áskotn- uðust mér þrjár sögur saman í rosalegum doðranti, ljósbleik- um að lit, Paradisets barn var safntitillinn. Það eru sko sögur um Adam og Evu og flóttann úr Paradís og um Kain og um dóttur Kains, Noreu. Aftur kynslóðasaga. Evas bok var einmitt fyrsta skáldsaga Maríönnu og kom út árið 1980 þeg- ar höfundur var rúmlega fimmtug. Síðar komu Kains bok og Noreas saga. Marianne Fredriksson skrifar um forna tíma og sækir yrk- isefnið meðal annars í Biblíuna. Hún er ekki trúarlegur höf- undur í venjulegum skilningi, heldur skrifar hún um þessar persónur Biblíunnar með ákveðinn boðskap að leiðarljósi, en lýsir daglegu lífi, umhverfi, fólki, ástum, sorgum, sigrum og ósigrum - þá ekki síst sigrum yfir sjálfinu. Ég veit ekki af hverju ég er með verk þessarar öldruðu sænsku konu á heil- anum, en mér finnst þetta svo athyglisvert yrkisefni og svo makalaust hvernig hún spinnur alla þræði saman og finnur útskýringar á ýmsum hlutum. Svo er hún með svo góðar pælingar um lífið og tilveruna. Endurtekið þema í sögunum hennar er hvernig aðalpersónurnar reyna að skilja sinn innri mann. Til dæmis sú sem ég las síðast, um Nóa og syndaflóð- ið, allt hans fólk og líf þeirra fyrir flóð og auðvitað endar sag- an þegar vatnið er sjatnað. Alveg ótrúlega gaman að þessum bókum og vonandi verður áframhald á þýðingum. Sú sem ég er með núna er af öðrum toga, gerist í Suðvest- ur-Svíþjóð á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki síður góð. Hún heitir S'tmon og ekarna og kom út 1985. Marianne Fredriksson var lengi blaðamaður hjá Svenska Dagbladet. Hún stofnaði ásamt fleirum eitt af vinsælustu tímaritunum í Svíþjóð, Vi föraldrar, og var auk þess lengi rit- stjóri annars vinsæls tímarits, Alt i hemmet. Einkenni hennar sem rithöfundar eru einfaldleiki tungumálsins og tilfinning- in fyrir öðrum heimi eða fyrir veröld sem er handan við okk- ar. Þau einkenni fara oft fyrir brjóstið á bókmenntagagn- rýnendum og þeir hreyta því stundum í hana að hún skrifi á blaðamannamáli. Sem mér finnst nú alveg út í hött. Það fer bara í taugarnar á þeim hvað hún er vinsæl. Henni er stund- um lýst sem Selmu Lagerlöf okkar tíma og það finnst mér að mörgu leyti rétt lýsing. Er nýbúin að lesa eldgamalt smá- sagnasafn eftir þá ágætu konu og sé margt líkt. Vonandi verður lestur þessarar fyrstu bókar Marianne Fredriksson á íslensku ykkur hinum til mikillar ánægju, svo mikillar að forleggjurum finnist taka því að þýða fleiri. Þeir verða ekki sviknir af því. Ingvi Þór Kormáksson Whiskey’s Children Bókin Whiskey’s Children er eflaust ekki eitt af stórvirkj- um aldarinnar í bók- menntum. Hún er hins vegar ein af þeim bókum sem ég hef heillast hvað mest af. Afskaplega vel skrifuð og áhrifamikil. Þetta er ævisaga alkóhólistans Jack Erdmanns. Fimmtán ára að aldri var hann orðinn háður áfengi og tókst ekki að losa sig úr viðjum þess fyrr en þrjátíu árum síðar. Bók Erdmanns og Larry Kearneys, en sá síðarnefndi er ljóðskáld, lýsir ævi þess fyrrnefnda frá barnæsku til fjörutíu og fimm ára aldurs. Þann tíma var hann undir oki Bakkusar, bæði sem barn og fullorðinn. Það eru nú tuttugu ár síðan. Höfundar eru tveir. Ekki þó þannig að einn tali og annar riti heldur eru þeir báðir höfundar bók- arinnar. Frásögnin er að miklu leyti í svipmyndum frá ævi Jacks. Textinn minnir miklu fremur á skáldsögu en ævisögu. Stfllinn er oft ljóðrænn en um leið meitlaður og snarpur. 74 Bókasafnið 23. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.