Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 35

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 35
English Summary The Icelandic Web Library This article gives an account of the Icelandic Web Library which was founded on the 9th of October 1998 by a group of 14 librarians in Icelandic public libraries. The Web Library is a subject based collection of links to facilitate access to information on the World Wide Web. Most emphasis is on Icelandic links, but some links are to English sites. All links are descri- bed and subject words are chosen in accordance with the Icelandic List of Systematic Subject Headings by Margrét Loftsdóttir and Þórdís T. Þórarins- dóttir. The Web Library now has well over 3000 links. It received a grant from the Ministry of Culture to make a database which will be useful to all Icelandic libraries. ÁA Lög Félags um Vefbókasafn 1. gr. Félagið heitir Félag um Vefbókasafn. 2. gr. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 3 gr. Tilgangur þess er að koma upp og reka Vefbókasafnið á Netinu. 4. gr. Markmið Vefbókasafnsins er að: 1 Greiða leið almennings að upplýsingum á Netinu. 2 Setja fram með skipulegum hætti íslenskar vefkrækjur og erlendar eins og þurfa þykir. 3 Ubúa efnisorðatengdan vef og viðhalda honum. 4 Framleiða og/eða láta framleiða vefsíður um ýmis málefni. 5 Nýta bestu tækni sem fáanleg er á hverjum tíma bæði hvað varðar hug- og vélbúnað. 5. gr. Félagsaðild eiga þau almenningsbókasöfn sem taka þátt í gerð Vefbókasafnsins á hverjum tíma og skuldbinda sig til að gangast undir lög þessi. Með aðild að félaginu fylgir eitt akvæði og réttur til að tengja Vefbókasafn- ið við heimasíðu sína. Félagsaðild er hægt að segja upp skriflega og tekur úrsögn gildi á næsta að- alfundi þar á eftir. Stjórn getur vikið félaga úr félaginu ef hann gerist brotlegur við lög þessi. Brottrekinn félagi getur áfrýjað brottrekstri til aðalfundar. Hætti félagi aðild eða sæti brottvikningu á hann ekki kröfu á félagið fyrir þá vinnu eða fjármuni sem hann hefur lagt af mörkum við uppbyggingu, rekstur og viðhald Vefbókasafnsins. 6. gr. Æðsta vald Vefbókasafnsins er í höndum aðalfundar. Aðalfund skal halda fyrir lok októbermánaðar ár hvert. Til hans skal boðað bréflega með minnst 14 daga fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal vera: 1 Skýrsla formanns. 2 Reikningsuppgjör s.l. fjárhagsárs. 3 Lagabreytingar. 4 Stjórnarkjör, einn aðalmaður og einn varamaður. 5 Kjör eins skoðanda og annars til vara. 6 Fjárhagsáætlun og ákvörðun um félagsgjöld. 7 Önnur mál. Aukaaðalfund má halda að beiðni stjórnar, kröfu tveggja stjórnarmanna eða 1/3 hluta félagsmanna. Aðalfundir og aukaaðalfundir eru löglegir ef löglega er til þeirra boðað. 7-gr Stjórn Vefbókasafnsins skipa þrír menn, formaður, ritari og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Aðalmenn skulu kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn, einn hverju sinni. Ganga þeir úr stjórn á víxl og gegna embættum þannig að á fyrsta ári er stjórnarmaður meðstjórnandi, á öðru ári ritari og á þriðja ári for- maður. Á aðalfundi skal kjósa einn varamann til tveggja ára. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli aðalfunda og gætir hagsmuna þess gagnvart þriðja aðila. 8. gr. Formaður boðar til stjórnarfunda. Hver stjórnarmaður getur krafíst stjórnar- fundar og skal formaður boða til hans innan viku frá því að sú beiðni kemur fram. 9. gr. Félagsfundir skulu haldnir þegar þörf krefur að mati stjórnar eða þegar minnst 1/4 hluti félagsmanna óska þess, enda geri þeir grein fyrir fundarefni. Félagsfundi skal boða bréflega með minnst 7 daga fyrirvara. Félagsfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. 10. gr. Félagið aflar sér tekna með: a) Félagsgjöldum ákveðnum á aðalfundi. b) Styrkjum. c) Öðrum tekjum. 11. gr. Reikningsár félagsins er á milli aðalfunda. Reikningum skal lokað 14 dögum fyrir aðalfund og þeim skilað til skoðanda félagsins. 12. gr. Félagar skuldbinda sig til að leggja til vinnu við uppbyggingu og viðhald Vef- bókasafnsins að fengnum fyrirmælum stjórnar: a) Skrifa umsagnir um vefkrækjur. b) Leita að nýju efni. c) Halda vefnum virkum með því að prófa krækjur. d) Framleiða nýtt efni. e) Vefa undir stjórn vefstjóra. f) Árvekni fyrir umfjöllun um vefí í fjölmiðlum. g) Fylgjast með þróun Netsins. 13. gr. Stjórn velur vefstjóra og fjárgæsluaðila, skulu þeir sitja stjórnarfundi með mál- frelsi og tillögurétt. Vefstjóri velur með sér vefara til verksins. Stjórn hefur heimild til að gera samninga um sérfræðiþjónustu eins og þurfa þykir innan ramma fjárhagsáætlunar hvers árs. 14. gr. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn fyrir 1. september ár hvert og skulu sendar félagsmönnum með aðalfundarboði. Ekki verða greidd atkvæði um aðrar breytingatillögur en þær sem borist hafa fyrir tilskilinn tíma, svo og breytingar við þær. Lagabreytingar þurfa samþykki 3/4 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi. 15. gr. Félaginu er hægt að slíta ef 2/3 fullgildra félaga samþykkja það á aðalfundi. Eignum Vefbókasafnsins skal skipta milli félagsmanna á þeim tíma sem fé- lagsslit fara fram. 16. gr. Lög þessi taka gildi á stofnfundi félagsins 9. október 1998. Bókasafnið 23. árg. 1999 33

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.