Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 46
um í Ebla var ekki einungis raðað samkvæmt upprunareglu skjalasafna heldur líka á bókasafnsfræðilegan hátt. Ástæðan var sú að safnið hafði ekki einvörðungu á að skipa skjala- gögnum. Safnið var ekki einungis fyrir yfirvöld og stjórn- sýslu, heldur einnig fyrir fræðimenn sem notuðu það f vís- indalegum tilgangi. Form leirtaflanna sýnir að nokkru leyti hvers konar texti er á þeim. Hringlaga töflur, sem stóðu á gólflnu, hafa að geyma hagfræðilega og stjórnunarfræðilega texta, ferkantaðar og ferningslaga töflur, sem geymdar voru á hillum, hafa að geyma aðra texta. Þetta sýnir að formið réð því hvernig töfl- unum var komið fyrir. Töflurnar á hillunum stóðu þannig að þær hölluðust upp að veggnum með recto-hliðina fram þannig að unnt var að lesa efstu línuna (incipit) yfir kantinum á töflunni sem stóð næst fyrir framan þannig að auðvelt var að sjá töflurnar sem stóðu á bak við. Auk efstu línunnar var stutt lýsing á innihaldi sérhverrar töflu á kanti þeirra, nokkuð sem líkja má við kjöltexta á bókum nútímans. Ibúar Eblaborgar sem á blómaárum ríkisins voru um 250.000 talsins, þar af bjuggu um 30.000 í mið- bænum, voru friðsamir handiðnaðar- menn, kaupmenn og stjórnsýslufólk - samkvæmt upplýsingum á einni af töfl- unum störfuðu 11.700 manns við stjórnsýsluna — en líka fræðimenn sem lögðu stund á bókmenntir og málfræði meðal annars. Mörg hundruð töflur hafa að geyma bókmenntatexta sem að mestu leyti voru frá hinu súmerska menning- arsvæði - Súmerar voru jú ríkjandi í menningarmálum í Austurlöndum nær í þúsundir ára. Eblabúar lögðu mikla stund á orðabókagerð. Fundist hafa 32 tvítyngdar eblaískar-súmerskar orðabækur, gerðar með mismunandi hætti, nokkrar eru með leiðbeiningum um framburð á súmersku orðunum. Allar orðabækur stóðu út af fyrir sig. Bókasafninu var með öðrum orðum raðað eftir efn- isflokkun. Eblabókasafnið var lfka námsstofnun fyrir skrifara, starfs- stétt sem var hátt metin í Ebla. Nokkrar orðabækur voru til í allt að 18 eintökum sem notaðar hafa verið við námið. Æfmgartextar, sem nemendur skrifuðu og kennarar leiðréttu síðan, voru meðal þess sem fundist hefur. Auk þess var bókasafnið miðstöð fyrir alþjóðlegar rann- sóknir, vísindi og fræði sem eru ekki bundin við landamæri. Tveir textanna hafa orðið til „þegar ungu skrifararnir frá Mari dvöldu hér“ og má þannig líta á textana sem niður- stöðu eða skýrslu alþjóðaráðstefnu. Elsta þekkta bókasafnið var þannig harla nútímalegt: flokkað eftir efni og skráð svo fljótlegt væri að ná í ritin, raðað eftir formi og innihaldi, jafnframt því sem bókasafnið var miðstöð fræðslu og rann- sókna. Hið geysimikla og fjölbreytta umfang safnsins bendir líka sterklega til að Eblabúar hafi haft að markmiði að þaul- safna ritum, eins og mörg bókasöfn síðari tíma og ekki sist þjóðbókasöfn nútímans. Augljóst má vera að svo þróað og úthugsað bókasafn sem í Ebla getur ekki hafa verið hið elsta. Slíkt tekur hundruð ef ekki þúsundir ára að þróa. Það er þvf von til að finna enn eldri bókasöfn, og í Austurlöndum nær eru margir sand- haugar sem enn á eftir að grafa í og rannsaka. Konrad Gesner Uppfmning Gutenbergs um 1450 leiddi til þess að bókagerð jókst stórlega á síðari hluta 15. aldar. Talið er að fram til 1501 hafi verið út- gefnir um 40.000 titlar í samtals 15-20 milljón eintökum. Það segir sig sjálft að allir þeir sem þurftu á upplýsingum að halda stóðu frammi fyrir því mikla vanda- máli að finna það sem leitað var að í öll- um þessum mikla bókahaug. Það kom í hlut bókasafnsfræðinnar að leysa þetta mál. Sá sem stundum er nefndur fyrstur í þessu sambandi er þýski munkurinn Jo- hann Trithemius (1462-1516). Hann gaf út verk sitt Liber de scriptoribus ecclesiasticus (Basel 1494), sem hafði að geyma upplýs- ingar um verk eitt þúsund höfunda, alls rúmlega 7.000 færslur. Engu að síður er það Svisslendingurinn Konrad Gesner (1516-1565) sem telst fyrsti nútímalegi bókfræðingurinn eða bókasafnsfræðingurinn ef notað er aðeins víðara hugtak. Gesner var reyndar fyrst og fremst náttúrufræðingur, prófessor í Laus- anne og síðar í Zurich, og er þekktastur fyrir verk sín á sviði náttúrufræða, einkum Historia animali- um (Ziirich 1551-87), í fimm bindum. Bókaskrá sfna nefndi Gesner Bibliotheca universalis (Zúrich 1545), og var það í fyrsta sinn sem bókaskrá var nefnd bóka- safn. Fram til þess hafði orðið bókasafn aldrei verið notað um annað en raunverulegt bókasafn með áþreifanlegum bókum. Alls eru um 12.000 rit skráð í bókaskrá Gesners, með við- bótinni, Appendix (Zúrich 1555), urðu ritin alls um 15.000 talsins. Fjöldinn er mun meiri en áður hafði þekkst í nokk- urri bókaskrá, enda var það takmark Gesners að búa til skrá um öll rit veraldar. Bókaskráin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er höfunda- skrá, og er ekki í aldursröð eins og hefð var fyrir heldur í stafrófsröð eftir fornafni höfundar. Sérstök skrá um eftirnöfn tryggir að notendur geta fundið rit þótt þeir viti ekki for- nafnið. Þetta var róttæk nýjung. Róttækast var þó hvernig Gesner skráði rit þar sem höfundar var ekki getið. Þau rit er að finna í seinni hluta bókaskrárinnar, Pandectae (Zúrich BIBLIOTHECA Vniucrí'ilis, fiue Catalogusomnu iunfcnpconim locuplfurTimus.in tnbusIinguu.Ljuni, Graxa.ö^Ho braica:nuniium & non ncanaú, urtcrum öé rcccnnorum in huncufcp dicm,do<ílorum indo^torum, publicatorum & in Hibliprhcai Iatrru uum. Opui nouum, & nö Bibiiochrcu rancum publicu priuatísur in* íbojcndu ncccíranum.fcd ftudiofu omnibui cuiufcuncf artu aut (bmnar ad íiudia mclius formanda unliflimum : authorc toNtADo líEiNtao Tigunno doCcorc mcdico. Titilsíða „Bibliotheca universalis“ útg. 1545. 44 Bókasafnið 23. Arg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.