Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 56
54
Skáldverk « ÍSLENSK » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Boxarinn
Úlfar Þormóðsson
Heillandi saga sonar af föður
sem var haldinn þrúgandi
óeirð og mikilli athafna-
þrá. Inn í frásögnina fléttast
litríkar örlagasögur ýmissa
ættingja; misindismanna, sér-
stæðra kvenna og launbarna.
213 bls.
Veröld
ISBN 978-9935-440-29-7
Endimörk heimsins
Sigurjón Magnússon
Haustið 1939 í rússnesku
borginni Sverdlovsk. Snemma
kvölds. Uppljómað í myrkrinu
er húsið þar sem Nikulás keis-
ari var skotinn af bolsévíkum
sumarið 1918. Á aðalhæðinni
hittum við fyrir gesti. Hátt-
setta flokksmenn frá Moskvu.
Þeir standa saman í hnapp við
dyr gömlu borðstofunnar. En
andspænis þeim – á gólfinu
miðju – getur að líta sjálfan
Pétur Jermakov. Þann ill-
ræmdasta úr aftökusveitinni
forðum.
103 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-114-9
Leiðb.verð: 3.890 kr.
Enn fleiri íslensk
dægurlög
Hugleikur Dagsson
Það gat auðvitað ekki farið
öðruvísi, eftir Íslensk dægur-
lög og Fleiri íslensk dægurlög
hlaut að koma Enn fleiri ís-
lensk dægurlög. Eins og fyrr
bregður Hugleikur Dagsson
nístandi ljósi á ýmsar vinsælar
perlur úr söngvasafni þjóðar-
innar. Þetta eru lok flokksins
því íslensku dægurlögin eru
bara ekki fleiri.
68 bls.
Ókeibæ – Forlagið
ISBN 978-9935-439-03-1
Óbundin
Fantasíur
Ritstj.: Hildur Sverrisdóttir
Kynferðislegar fantasíur geta
verið dónalegar og hams-
lausar, rómantískar og blíðar.
Hér má finna 51 fantasíu fyrir
konur til að njóta, valdar úr
fjölda fantasía sem sendar
voru inn nafnlaust. Stuttar
sögur, textabrot eða hug-
leiðingar um eldheita ástríðu-
fundi, skyndikynni og stolnar
stundir – uppfullar af erótík
og spennu.
207 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-289-7 Kilja
Fjarveran
Bragi Ólafsson
Ármann Valur, virtur próf-
arkalesari, kemur heim til sín
á Rauðarárstíginn að morgni
eftir að hafa sofið úr sér í húsi
við Grettisgötuna. En í húsinu
hans, gegnt lögreglustöðinni
við Hlemm, er búið að brjóta
rúðu og það er bara upphafið
á hinum óvæntu, dularfullu
og jafnvel hryllilegu atburð-
um sem þar gerast. Ísmeygi-
leg og launfyndin saga.
240 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3330-2
Frjálsar hendur
Kennarahandbók
Helgi Ingólfsson
Er framhaldsskólinn í landinu
að fara til fjandans? Tveir
kennarar við Fjölbrautar-
skólann í Kringlumýri kljást
við misáhugasama æsku
landsins, en eltast í frístund-
um við ólík áhugasvið sem
snerta fjölda fólks, til dæmis
misheppnaðan rithöfund,
vansæla þingmannsfrú,
útrásarvíking í útlegð og
mótorhjólagengi. Skáld-
sagan Frjálsar hendur – kenn-
arahandbók er gamansöm
ádeila sem sver sig í ætt við
fyrri farsa Helga Ingólfssonar.
220 bls.
Óðinsauga Útgáfa
ISBN 978-9935-9047-9-9
Leiðb.verð: 2.670 kr. Kilja