Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 156
154
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur
hefur rannsakað feril Gunnars
Magnússonar húsgagna- og
innanhússarkitekts og gerir
hönnun hans ítarleg skil.
Fjallað er um innréttingar
Hótel Holts, einbýlishúsainn-
réttingar og húsgögn Gunn-
ars sem voru í framleiðslu hér
og í Danmörku að ógleymdu
skákborðinu frá Einvígi aldar-
innar. Bókin er á íslensku og
ensku og prýdd fjölda mynda.
136 bls.
Hönnunarsafn Íslands
ISBN 978-9979-9899-2-9
Handan hafsins
Greinar
Helgi Guðmundsson
Í bókinni er að finna eftir-
farandi greinar: Athugun um
óðul. Codex Regius Eddu-
kvæða. Egils saga og Jórvík.
Illugi, Hilarius og Hólar. Ís-
frón. Karlsár. Lingua Franca.
Magnúss saga berfætts. Máls-
háttur í Egils sögu. Málshátt-
ur í Magnúss sögu berfætts.
Reiðarkúla. Ritun Færeyinga
sögu. Skalla-Grímur allur. Sæ-
mundur fróði. Tisma og tems.
Um Karlamagnúss sögu. Um
menningu á Íslandi. Vestrænt
nafn. Vilhjálms saga sjóðs.
Þorláks saga biskups. Þor-
móður Kolbrúnarskáld.
256 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-976-5
Leiðb.verð: 4.900 kr.
Handbók
hrekkjalómsins
Logi Bergmann Eiðsson
Það er algjör misskilningur
að innra með Loga Berg-
mann Eiðssyni búi settlegur
fréttaþulur í snyrtilegum
jakkafötum.
Nei, hans innra sjálf hefur
alla tíð verið í meira lagi uppá-
tækjasamt og hrekkjóttara
en gengur og gerist. Með
aldrinum hefur hann náð að
temja örlítið í sér hrekkvísina,
þroska hana og þróa, og
hrekkir nú samborgara sína af
fáheyrðri alúð og umhyggju í
þeirra garð. Þeir kunna líka að
meta það. Flestir.
Í þessari bók leiðir Logi
lesendur í allan sannleika um
hrekki, hvað má og hvað ekki,
gefur góðar hugmyndir og
segir sögur af þeim hrekkjum
sínum sem hann er stoltastur
af.
Ekki má svo gleyma játn-
ingum og frægðarsögum
þekktra og minna þekktra
hrekkjalóma sem sinna
margvíslegum hlutverkum í
daglega lífinu, allt frá því að
stjórna lögreglunni til þess að
stjórna landinu – og allt þar
á milli.
216 bls.
Sena
ISBN 978-9935-9104-1-7
Leiðb.verð: 4.900 kr.
Hárið
Theodóra Mjöll
Myndir: Saga Sig.
Glæsileg bók fyrir konur á
öllum aldri. Aðgengilegar
leiðbeiningar um fjölbreyttar
hárgreiðslur sem henta við
ýmis tækifæri. Einnig fróð-
leikur um umhirðu hársins.
178 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-051-4
Hetjur og hugarvíl
Geðsjúkdómar og
persónuleikaraskanir í
Íslendingasögum
Óttar Guðmundsson
Óttar Guðmundsson læknir
ræðst alltaf á garðinn þar sem
hann er hæstur. Hér tekst
hann á við hefðbundna sýn
á Íslendingasögur og beitir
fagþekkingu sinni á óvæntan
hátt. Torfi Tulinius prófessor
ritar eftirmála. Hvaða geð-
vandamál hrjáðu Gunnar,
Hallgerði, Skarphéðin og Njál
– eða Egil? Hver er skoðun
geðlæknisins á ástamálum
Guðrúnar Ósvífursdóttur?
„Þetta er hrikalega skemmti-
leg bók.“ – EH/Kiljan
239 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-266-8 Kilja
Heyrnin
– fyrsta skilningarvitið
Konráð Konráðsson
Aðgengileg og afar fróðleg
bók, jafnt fyrir fagfólk og
almenning, um heyrn og
heyrnardeyfu, heyrnarskaða
og sögu heyrnarlækninga.
Einnig er rætt um heyrnar-
mælingar, hvað gerist þegar
heyrnin minnkar og úrræði
fyrir þá sem eru með heyrnar-
vanda. Höfundur bókarinnar
er heyrnarlæknir í Svíþjóð.
184 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2178-4
Óbundin