Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 183
KIRKJUR ÍSLANDS
Gersemar íslenskrar þjóðmenningar
Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa
Hið íslenska bókmenntafélag
Í 20 binda glæsilegri ritröð um KIRKJUR ÍSLANDS er friðuðum kirkjum
lýst með hiðsjón af byggingarlist, stílfræði og þjóðminjavörslu. Umfjöllun
vafin glæsilegu myndefni er saga listar og fólksins sem skóp hana af trú,
táknmynd þess merkasta í byggingar- og listasögu þjóðarinnar á hverjum
tíma, eins og alþekkt er úr menningar- og listasögu annarra Evrópuþjóða.
Í 18. og 19. bindi er lýst sjö friðuðum kirkjum í Reykjavíkurprófasts-
dæmum, Dómkirkjunni, Fríkirkjunni, Kristskirkju í Landakoti,
Viðeyjarkirkju, torfkirkjunni í Árbæjarsafni, Laugarneskirkju og Neskirkju.
Í 20. bindi er lýst ellefu kirkjum í Austfjarða prófastsdæmi,
Berufjarðarkirkju, Beruneskirkju, Brekkukirkju, Djúpavogskirkju,
Eskifjarðarkirkju, Fáskrúðsfjarðarkirkju, Hofskirkju, Kolfreyjustaðar kirkju,
Norðfjarðarkirkju, Papeyjarkirkju og Reyðarfjarðarkirkju.
Áður eru komin út samsvarandi rit um kirkjurnar í Árnesprófastsdæmi,
Skagafjarðar-, Húnavatns-, Eyjafjarðar-, Kjalarness-, Borgarfjarðar-,
Snæfellsness- og Dala- og Rangárvallaprófastsdæmi. Þau eru öll fáanleg.
Ritstjórar eru Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason.
„ ...verkið er mikilvægur
og ómissandi þáttur
íslenskrar menningarsögu“.
„Hér er einfaldlega um
rann sóknar verk að ræða
af hæstu gæð um, unnið
samkvæmt hæstu kröfum“.
*****
Páll Baldvin Baldvinsson,
Fréttatíminn 10. ág. 2012.