Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 78
76
Skáldverk « ÞÝDD » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Eldvitnið
Lars Kepler
Þýð.: Jón Daníelsson
Eldvitnið er þriðja bók Lars
Kepler, hinar tvær, Dávaldur-
inn og Paganinisamningur-
inn, hafa einnig komið út á
íslensku. Á dimmu haust-
kvöldi finnast lík á stúlkna-
heimili í Svíþjóð. Engin vitni
eru að voðaverkunum. Smátt
og smátt kemst Joona Linna
lögregluforinginn snjalli á
sporið og í ljós kemur hreint
ótrúleg saga. Það er óhætt að
fullyrða að tíminn æðir áfram
í félagsskap Lars Kepler.
523 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-296-5 Kilja
Emma
Jane Austen
Myndir: Hugh Thomson
Þýð.: Salka Guðmundsdóttir
Emma Woodhouse er falleg
stúlka, orðheppin og auðug.
Hún sýnir vonbiðlum sínum
engan áhuga en hefur af því
bestu skemmtun að ráðstafa
öllum í kringum sig í hjóna-
band. Eitt vinsælasta verk
Jane Austen, dillandi fjörug
saga sem hefur verið kvik-
mynduð ótal sinnum, kemur
nú loks út á íslensku.
499 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3325-8
Englasmiðurinn
Camilla Läckberg
Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson
Á Hvaley fyrir utan Fjällbacka
hverfur fjölskylda sporlaust.
Yngsta dóttirin, hin ársgamla
Ebba kemur þó í leitirnar, en
af öðrum fjölskyldumeðlim-
um finnst hvorki tangur né
tetur. Englasmiðurinn er átt-
unda bók Camillu Läckberg
þar sem Erica og Patrik eru í
forgrunni.
472 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-37-7 Kilja
Ég fremur en þú
Jojo Moyes
Þýð.: Herdís Hübner
Lou Clark, ung og klár kona
tekur ófús að sér að annast
ungan og reiðan mann, Will,
sem er í hjólastól. Brátt snúa
óvæntir atburðir sögunni,
sem er vel skrifuð og ómó-
stæðilega fyndin. Þetta er
9. bók höfundarins sem er
rísandi stjarna á himni bók-
menntanna um víða veröld.
Bókin fæst einnig sem
rafbók og hljóðbók.
396 bls.
Lesbók ehf.
ISBN 978-9935-417-93-0
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Ég geng ein
Mary Higgins Clark
Þýð.: Pétur Gissurarson
Þessi nýja skáldsaga Mary
Higgins Clark – sú þrítugasta,
er kannski sú magnaðasta af
öllum sögum hennar. Hún
fjallar um það sem kalla
mætti persónuleikaþjófnað.
Hver hefur ekki lesið um –
eða hefur jafnvel orðið fyrir
einhverju slíku – að einhver sé
farinn að nota greiðslukortið
þitt, hafi komist í banka-
reikninginn þinn, sé jafnvel
farinn að villa á sér heimildir
á opinberum vettvangi, þyk-
ist vera þú. Í þessari sögu
lendir söguhetjan, Alexandra
„Zan“ Moreland, einmitt í
þess háttar aðstæðum. Zan
er sökuð um alvarleg „mis-
tök“ í greiðslukortanotkun
og viðskiptum og barnsrán
í þokkabót. Margir fara að
efast um geðheilsu hennar
í kjölfarið. Endir sögunnar
kemur vafalaust mörgum á
óvart en þar siglir Mary Higg-
ins Clark fimlega milli skers
og báru.
341 bls.
Bókaforlagið Bifröst
ISBN 978-9935-412-18-8
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Ég ljúfa vil þér syngja
söngva
Linda Olsson
Þýð.: Guðni Kolbeinsson
Ung kona leigir sér hús í
sænskri sveit. Á bæ skammt
frá býr hin aldraða Astrid og
þótt þær virðist í fyrstu eiga
fátt sameiginlegt kemur í ljós
að þær hafa báðar snúið baki