Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 101
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2 Ljóð og leikrit
99
Í þessari óvenjulegu ljóðabók
býður skáldið lesandanum
í langferð með manni sem
tíminn hefur smám saman
molað undan það sem hann
þekkir best og er honum
kærast. Haldið er í siglingu
yfir hálfan heiminn til að láta
gamlan draum rætast: að
leita upptaka fljótsins mikla
– Orinoco.
78 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-48-3 Kilja
Litlir sopar
Huldar Breiðfjörð
Hér er kíkt á glugga í Reykja-
vík og mannlífið skoðað frá
óvæntu sjónarhorni. Opn-
aðar eru flöskur, óteljandi
flöskur, og flotið á korktappa
í átt að landi brossins. Bókin
geymir 27 athugasemdir,
nokkur ljóð og litla sopa.
78 bls.
Bjartur
ISBN 9789935 423849 Kilja
Ljóðasafn og sagna
1972–2012
Pjetur Hafstein Lárusson
Úrval ljóða og smásagna
Pjet urs Hafsteins Lár ussonar
frá 40 ára höfundarferli.
Fyrsta bók hans, ljóðabókin
Leit að línum, kom út árið
1972. Síðan hefur hann sent
frá sér allmargar bækur með
frumortum ljóðum, fáein
þýðingarsöfn og eitt smá-
sagna safn, auk nokkurra rita
handan skáldskapar.
167 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-89-3
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Ljóðorkulind
Sigurður Pálsson
Ljóðorkulind er þriðja ljóð-
orkubókin, hinar fyrri eru
Ljóðorkusvið (2006) og Ljóð-
orkuþörf (2009). Þessar þrjár
ljóðabækur mynda ein-
staka hljómkviðu. Þótt form
ljóðanna sé margbreytilegt
er kjarninn ætíð sá sami, þar
fer saman galsafengin sýn á
umhverfi og mann og undur-
samleg fagurfræði.
76 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-303-0
Macbeth
William Shakespeare
Þýð.: Þórarinn Eldjárn
Eitt magnaðasta leikrit heims-
bókmenntanna, harmleikur
sem jafnan er talinn meðal
blóðugustu og áhrifaríkustu
verka Shakespeares. Gamalt
og þó síungt meistaraverk
um mannlegan breyskleika,
metorðagirnd, ótta, grimmd
og hatur, nú í nýrri þýðingu
Þórarins Eldjárns.
130 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2204-0 Kilja
Megas
Textar 1966-2011
Magnús Þór Jónsson
Hér er kominn obbinn af
söngtextum Megasar sem
ortir voru á árabilinu 1966–
2011. Margir textanna hafa
aldrei birst áður en aðrir hafa
aflað honum skáldfrægðar. Í
bókinni er fjöldi ljósmynda af
meistaranum og veröld hans
og síðast en ekki síst prýða
bókina myndskreytingar sem
hann gerði sérstaklega fyrir
útgáfuna. Bókin fæst með
fjórum mismunandi kápum.
736 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-269-9
Nýr dagur
Þórarinn Hannesson
Hugþekk ljóð um lífið og
tilveruna – ástina, börnin
og náttúruna eftir forstöðu-
mann Ljóðasafns Íslands á
Siglufirði.
80 bls.
Ugla
ISBN 978-9935-21-012-8 Kilja