Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 130
128
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
minnipokamaður eða nægju-
samur meinlætamaður? Ingi-
björg segir sögu hans á hlýj-
an og aðgengilegan hátt, svo
bæði ungir og gamlir geta
notið. Sérlega falleg bók.
162 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-06-4
Grimmdarlíf
Melissa Gavin
Þýð.: Erla Sigurðardóttir
Íslensk stúlka lendir í kló-
num á mjög ofbeldisfullum
bandarískum eiginmanni.
Afar óvægin og grimmileg
frásögn. Melissa byggir hana
á raunverulegum heimildum
um ofbeldismanninn föður
sinn, og segir í eigin persónu
frá hrikalegri reynslu sinni í
seinni hluta bókarinnar.
240 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-03-3
Hreint út sagt
Sjálfsævisaga
Svavar Gestsson
Baráttumaðurinn Svavar
Gestsson segir hér persónu-
lega og pólitíska sögu sína
sem er samofin sögu Íslands
í meira en hálfa öld. Hann
segir frá mótun sinni og
pólitískum átökum, sigrum
og ósigrum en einnig frá fjöl-
skyldu og samferðamönnum.
Stíll hans er hressilegur og
beinskeyttur og hristir upp í
lesandanum.
426 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-306-1
Kleopatra villt af vegi
Kleopatra Kristbjörg
Kleopatra Kristbjörg segir
sögu sína blátt áfram og hisp-
urslaust og má segja að heiti
bókarinnar lýsi innihaldinu
vel. Um leið og hún lýsir eigin
örlögum, ástum og sorgum
beinir hún sjónum að ýms-
um sammannlegum vanda-
málum. Frásögnin er berorð,
Kleopatra segir m.a. frá því
sem er hið allra nánasta í
einkalífi sérhvers manns – og
er það mjög ólíkt henni – sem
hefur aldrei viljað ræða einka-
mál sín opinberlega. Hún
skrifar á tæpitungulausan og
mjög persónulegan hátt og
frásögnin verður lesandanum
minnisstæð.
443 bls.
Ljósrák ehf
ISBN 978-9979-72-228-1
Litlatré
Óli Ágústar
Sérvitur karlfauskur missir
áttanna þegar hann er settur
af fyrir aldurs sakir, en konan
„sem kyndir hjarta hans“ er
áfram í fullu fjöri. Saman reisa
þau frístundakofa á bökkum
Hvítár í Borgarfirði þar sem
þau felldu hugi saman fyrir
hálfri öld. Gamli maðurinn
kemur sér upp staðsetning-
artæki og veðurstöð, og með
gangráð í brjósti hefst hann
handa við smíðar, gróður-
setningu og matseld á nýjum
sælureit á jörð. Hann tekur
ástfóstri við litlar trjáplöntur
og smáa sönggjafa í mó-
anum, en þegar loftvogin
fellur og veturinn gengur
í garð þarf hann að ganga
á hólm við svarta hunda. Í
fásinni borgarlífsins finnur
hann sig knúinn til að endur-
skoða tilveru sína í heiminum
og minnast liðins tíma. Með
slitróttum dagbókarskrifum
verður til heimur trega og
vonar þar sem einungis
gamlir bókavinir virðast
veita sanna hjálp og hug-
svölun — og smávinir fagrir
í Hvítársíðu.
Óbundið, laust mál Litla-
trés, ljóðrænt að tjáningu,
myndnotkun og orðavali,
er einn samfelldur óður til
lífsins, óður til ástarinnar,
óður til náttúrunnar, óður til
Borgarfjarðar — en jafnframt
slóttug lýsing á sárri einsemd
og þeim vanda mannsins að
finna sér merkingu á ævi-
kvöldinu.
230 bls.
Tindur
ISBN 9789979653806
Leiðb.verð: 5.590 kr.
Magnea Þorkelsdóttir
Magnea Þorkelsdóttir var
listakona í hannyrðum og
töfraði fram heilu hljóm-
kviðurnar, leiknar á hárfínan
hör og bómull. Bókin geymir
myndir af handverki hennar,
einnig er sagt frá lífshlaupi
hennar og Sigurbjörns
biskups, manns hennar.
164 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 978-9979-792-96-3
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja