Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 166
164
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Við erum í raun öll nemendur
hér á jörðinni – við erum öll
að leggja okkur fram við
að læra á lífið. Í bókinni eru
settar fram fjölmargar leiðir
til að verða hæfari, skilvirkari,
betri og hamingjusamari
manneskja og með því verða
virkari þátttakandi í að skapa
hamingjusamara samfélag,
öllum til aukinnar velferðar!
Um er að ræða uppflettirit
fyrir í raun alla, alla nemendur
hér á jörð og leiðbeinendur
nemenda, hvort sem það er
innan menntastofnunar, í
tómstundastarfi, félags-og/
eða leiðbeinandastarfi, innan
veggja heimilisins eða á öðr-
um vettvangi. Bókin kemur
inn á fjölmörg svið og má
þar nefna heimspeki, vísindi,
menntun, trú, félagsfræði,
sálfræði og bæði andlega og
líkamlega velferð. Segja má
að inntak bókarinnar sé vel-
ferð í margvíslegum skilningi
þess orðs.
257 bls.
Leturprent, www.allir.is
ISBN 978-9935-9077-0-7 Kilja
Lykilorð 2013
Orð Guðs fyrir hvern dag
Lykilorð hafa komið út árlega
á íslensku síðan 2006. Í bók-
inni eru tvö biblíuvers fyrir
hvern dag auk sálmavers eða
fleygs orðs, sem bæn eða til
frekari íhugunar. Lykilorð er
bók fyrir þá sem vilja leita leið-
sagnar Biblíunnar inn í líf sitt.
144 bls.
Lífsmótun
ISSN 1670-7141
Leiðb.verð: 1.290 kr. Kilja
Magma
Ari Trausti Guðmundsson
Myndir: Ragnar Th.
Sigurðsson
Magma greinir frá íslenskum
eldstöðvum og fjallar um öll
eldgos á Íslandi frá Kötlu-
gosinu 1918 til gossins í
Vatnajökli 2011. Áhrifamiklar
ljósmyndir eru af flestum
þessara gosa og ítarlegur,
aðgengilegur texti sem gerir
bókina einkar fræðandi og
áhugaverða. Bókin er ein-
ungis gefin út á ensku.
256 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-54-4
Makalaust líf
Um ást og sorg, úrvinnslu og
uppbyggingu við makamissi
Anna Ingólfsdóttir, Guðfinna
Eydal og Jóna Hrönn
Bolladóttir
Magnþrungin frásögn Önnu
Ingólfsdóttur, sem mun ekki
láta neinn ósnortinn. Anna
missti eiginmann sinn 35 ára
gömul. Guðfinna Eydal sál-
fræðingur fjallar um sorgina
og leiðina til nýs lífs eftir
makamissi, og Jóna Hrönn
Bolladóttir sóknarprestur
tekur áhrifamikil viðtöl við
fjóra einstaklinga sem á ólík-
um aldri misstu maka sinn.
Hljóðdiskur með hugleiðslu
og djúpslökun fylgir bókinni.
287 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-04-0
Manifesto hægri manns
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason hefur lengi
verið einn ötulasti talsmaður
hægri manna á Íslandi. Hér
hefur úrvali greina hans frá
2008 til 2012 verið safnað í
heildstæða bók sem gefur
góða innsýn í skoðanir og
hugsjónir höfundar.
224 bls.
Ugla
ISBN 978-9935-21-023-4 Kilja
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
Manngerðir
Þeófrastos
Uppl.: Hjalti Rögnvaldsson
Lýst er á gamansaman hátt
ámælisverðum sérkennum í
háttum manna.
5 klst.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-302-7
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Mannleg samskipti
Benni Sig. og menn fólksins
Benedikt Sigurðsson
Eina leiðin út úr erfiðleikum
er að takast á við þá. Svo segir
Benni Vestfirðingur í bók
sinni og margt fleira spaklegt.
Einnig í rafbók.
96 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9935-430-22-9
Leiðb.verð: 2.400 kr. Kilja