Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 184
182
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Um húmanisma
Richard Norman
Þýð.: Reynir Harðarson
Öflug og tímabær varnar-
ræða fyrir húmanisma. Hvað
er húmanismi og hvers vegna
skiptir hann máli? Ástríðu-
þrungin tilmæli um að við
snúum okkur að okkur sjálf-
um en ekki trúarbrögðunum.
207 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-113-2
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Ung á öllum aldri
Guðrún Bergmann
Ung á öllum aldri veitir þér
innsýn í hvað ÞÚ getur gert
til að auka eigin lífsgæði
með réttri næringu, góðri
hreyfingu og vítamínum
og bætiefnum sem styðja
og styrkja hin ýmsu kerfi
líkamans. Hvernig njóta má
ánægjulegra kynlífs, taka á
streitunni í eigin lífi, vinna
með fyrirgefninguna og nýta
ótal aðrar sjálfshjálparleiðir til
að eiga innihaldsríkara líf.
224 bls.
Grænir Hælar ehf.
Dreifing: Heilsa ehf.
ISBN 978-9935-9098-0-0
Leiðb.verð: 4.990 kr. Kilja
Upp með fánann
Baráttan um uppkastið
1908 og sjálfstæðisbarátta
Íslendinga
Gunnar Þór Bjarnason
Stóra kosningamálið árið
1908 var „uppkastið“ svo-
nefnda, en ýmsir óttuðust að
með því yrði Ísland innlimað í
Danmörku fyrir fullt og allt og
útlendingum greidd leið til
yfirráða yfir auðlindum þjóð-
arinnar. Nákvæm og vönduð
athugun byggð á íslenskum
og dönskum gögnum, m.a.
dagbókum forsætisráðherra
Danmerkur, sem bregða nýju
og óvæntu ljósi á mikilvægan
þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar.
343 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3324-1
Upphafið
Forsaga lífsins
Ýmsir höfundar
Þýð.: Karl Emil Gunnarsson
Heillandi yfirlit yfir milljóna
ára sögu lífsins á jörðinni.
Fjölmargar furðuskepnur
spretta ljóslifandi fram auk
þess sem getur að líta sér-
kennilegar beinagrindur og
margslungna steingervinga.
Efnið er byggt á rannsóknum
fremstu vísindamanna heims
og nýjustu tækni, m.a. við
tölvuteikningar, beitt til að
koma því á framfæri. Allt
leggst á eitt við að ljúka upp
heimi hundruða útdauðra
tegunda, allt frá elstu og
frumstæðustu lífverum til
hinna miklu risaeðla, fornra
spendýra og jafnvel fyrstu
mannanna.
512 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-265-1
Úr hugarheimi
Í gamni og alvöru
Bjarni E. Guðleifsson
Hér má finna hugleiðingar
um allt milli himins og
jarðar, s.s. tímann, frelsið,
erfðir, meðalmennskuna,
fegurð, erfðir, menningu og
girðingar; sumar alvarlegar,
en aðrar kímilegar eins og
vænta má af hálfu Bjarna á
Möðruvöllum.
192 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-14-9
Leiðb.verð: 3.890 kr.
Útkall
Sonur þinn er á lífi
Óttar Sveinsson
Snjóflóðin í Neskaupstað
1974 eru einn sögulegasti
atburður síðustu aldar. Hér
segja íbúarnir frá því hvað
raunverulega gerðist í magn-
þrunginni atburðarás um
jólaleytið. Piltur lokast inni í
þröngu svartholi í 20 klukku-
stundir og veit ekki hvar hann
er. Hann er talinn af. Vörubíl-
stjóri berst langt út í sjó með
flóðinu og fær hjartaáfall á
hafsbotni. Maður, sem missir
eiginkonu og tvö börn, lýsir
ástandinu og hjúkrunarkona
greinir frá ótrúlegum atburð-
um á sjúkrahúsinu. Starfs-
maður Frystishússins, sem
var nær dauða en lífi, segir
frá komu sinni til himnaríkis.
224 bls.
Útkall ehf.
ISBN 978-9979-9957-9-1
Leiðb.verð: 5.990 kr.