Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 176
174
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
þeirra og góðkunningjum.
Við sögu koma m.a. Ólafur
Ragnar Grímsson, Gísli Einars-
son, Pétur Jóhann Sigfússon
og móðir hans, Jón Ormar
Ormsson, Hjörleifur á Gils-
bakka, Magnús á Vöglum,
Guttormur Óskarsson, Brynj-
ar Pálsson, Óskar Péursson,
Friðrik á Svaðastöðum, Halli
í Enni og margir fleiri.
96 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-21-7
Leiðb.verð: 2.980 kr.
Skil skólastiga
Frá leikskóla til grunnskóla og
grunnskóla til framhaldsskóla
Gerður G. Óskarsdóttir
Tengsl skólastiga, sveigjan-
leiki á skilum þeirra og sam-
fella í námi hefur talsvert
verið til umræðu hér á landi
en mjög hefur skort á upp-
lýsingar um efnið. Úr því er
bætt með þessari bók. Höf-
undur dregur upp ítarlega
mynd af starfi á síðasta ári í
leikskóla og 1. bekk í grunn-
skóla annars vegar og 10.
bekk grunnskóla og fyrsta ári
í framhaldsskóla hins vegar.
Varpað er ljósi á mun og sam-
fellu í umgjörð starfsins og
starfsháttum og tengslin við
næsta skólastig. Lýsingarnar
byggjast á vettvangsathug-
unum í 30 skólum, spurn-
ingakönnunum og yfir 50
viðtölum við nemendur og
kennara.
Höfundur færir rök fyrir
því að starfshættir séu með
mjög líku sniði í skólum á
sama skólastigi og samfella
milli skólastiga talsverð þó
að rof hafi komið fram og
þá stundum það sem höf-
undur nefnir afturhverft rof.
Því sé breytinga og jafnvel
mikilla umbóta þörf á vissum
sviðum en tillögur í þá veru
má finna í lokakafla bókar-
innar ásamt hugmyndum að
frekari rannsóknum.
306 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-975-8
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Skipulagsfærni
Verkefni, vegvísar og viðmið
Helgi Þór Ingason og Haukur
Ingi Jónasson
Skipulagsfærni er bæði hand-
bók og kennslubók fyrir þá
sem vilja auka þekkingu sína
á stjórnun og verkefnavinnu.
Markmiðið með henni er
að gera lesendur færari um
að taka þátt í, skipuleggja
og stjórna verkefnum. Höf-
undar bókarinnar eru for-
stöðumenn í meistaranámi í
verkefnastjórnun (MPM) og
ráðgjafar hjá Nordica ráðgjöf.
284 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-214-9
Óbundin
Skírnir – Tímarit HÍB
vor & haust 2012, 184. árg.
Ritstj.: Halldór Guðmundsson
og Páll Valsson
Fjölbreytt og vandað efni
m.a. um íslenskar bókmennt-
ir, náttúru, sögu og þjóðerni,
heimspeki, vísindi, myndlist
og stjórnmál og önnur fræði í
sögu og samtíð. Skírnir er eitt
allra vandaðasta fræðatímarit
Íslendinga. Nýir áskrifendur
velkomnir!
555 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISSN 0256-8446 Kilja
Skórnir sem breyttu
heiminum
Hanna Guðný Ottósdóttir
Þetta er skvísubókin í ár.
Hvaða skór henta vel á
ströndinni? Af hverju heita
loðnu stígvélin Ugg? Hvernig
tengist lögreglumaður í
London upphafi striga-
skónna? Hvaða skór hafa í
gegnum tíðina verið tengdir
við hippa og grænmetisæt-
ur? Hver er konungur pinna-
hælanna? Hvernig á að velja
hælinn? Af hverju ætti ekki að
máta skó fyrr en í lok dags?
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-18-7
Leiðb.verð: 4.780 kr.
Slice of Life:
A Self-Help Odyssey
Ríkarður Líndal, Ph.D
Bók þessi er samþætting á
meðferðarlegum og andleg-
um hugtökum sem sameina
klíníska reynslu og rannsókn-
ir höfunda sem hafa starfað á
sviðum sálfræði, læknisfræði
og eðlisfræði. Hún sé verk-
færakista til hjálpar fólki allt
frá aldrinum fjórtán til hundr-
að ára. Sjá blogg/greinar um
bókina á Facebook. Einning
upplýsingar á www.self-
helpodyssey.com
Til sölu hjá Eymundsson og
Amazon.com
210 bls.
Ríkarður Líndal
ISBN 978-1-4685-2397-3