Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 158
156
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Hver er í fjölskyldunni?
Skilnaðir og stjúptengsl
Valgerður Halldórsdóttir
Fjölskyldur eru margbreyti-
legar; stjúpfjölskyldur verða
stöðugt algengari og ný
tengsl myndast – og um
leið fjölgar atriðum sem
geta valdið óvissu og tog-
streitu. Höfundur fjallar hér
um málin frá ýmsum hliðum,
rekur reynslusögur og bendir
á leiðir til að takast á við
vanda á uppbyggilegan hátt.
Fróðleg og þörf bók um fjöl-
skyldulíf og mannleg sam-
skipti.
225 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2198-2
Óbundin
Höfnin
saga Hafnarfjarðarhafnar
Björn Pétursson og Steinunn
Þorsteinsdóttir
Höfnin er saga af stórhug,
uppbyggingu og krafti sem
einkennir bæinn sem kennd-
ur er við hana. Saga af fólki
sem átti drauma um öflugt
samfélag, byggt í kringum
fjarðarbotn sem til varð úr
hrauni. Sagan er samofin
sögu bæjarins því hvorugt,
höfnin né bærinn, getur án
hins verið. Sagnfræðingarnir
Björn Pétursson og Stein-
unn Þorsteinsdóttir byggja
söguna upp á stuttum frá-
sögnum, byggðum á sögum
og heimildum sem teknar
hafa verið saman í gegnum
tíðina og raða brotunum
saman í hundrað ára heild.
Sagan er einnig sögð með
fjölda ljósmynda sem sumar
hverjar hafa ekki áður birst á
prenti. Myndum sem Lárus
Karl Ingason ljósmyndari
hefur valið til sögunnar.
240 bls.
Ljósmynd – útgáfa
ISBN 978-9935-9015-2-1
Icelandic Icons
Illugi Jökulsson
Lítil og handhæg bók þar
sem farið er með stuttum
líflegum texta og flottum
myndum yfir ýmislegt það
sem til tíðinda telst á Íslandi.
Þarna er fjallað um dýr og
náttúrufyrirbæri, menningu
og einstaklinga, jólasveina
og víkinga. Skemmtileg bók
á ensku fyrir ferðamenn.
130 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-87-2 Kilja
Innra augað
Sálfræði hugar, heila og
skynjunar
Árni Kristjánsson
Titillinn, Innra augað, vísar
til þess að heilinn er stærsta
skynfærið. Það að sjá felur
í sér mun meira en að opna
einungis augun. Rúm 50%
heila mannsins fást með
einum eða öðrum hætti við
úrvinnslu sjónáreita.
Árni Kristjánsson, sál-
fræðingur og sérfræðingur
í taugavísindum, fjallar í
bókinni um hlutverk hugans
í sjónskynjun. Fjölmörg at-
hyglisverð dæmi eru nefnd til
vitnis um hvernig hugurinn
ræður því hvernig við skynj-
um umheiminn.
266 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-924-6
Leiðb.verð: 6.400 kr. Kilja
Í ljósi sannleikans,
1. bindi
Adb-ru-shin
Þýð.: Jóhann Guðnason
Gralsboðskapur Abd-ru-shin
færir okkur heim sanninn
um tilhögun og löggengi
sköpunarverksins.
Á skýran, skiljanlegan hátt
svarar ritið helstu spurn-
ingum lífs okkar: Hvaðan
komum við? Hver erum við?
Hvert höldum við? –
Fyrirlestrarnir í þessari bók
vekja okkur til meðvitundar
um raunveruleg verðmæti
lífsins og vísa veginn til
frelsunar og endurlausnar.
200 bls.
Stiftung Gralsbotschaft
ISBN 978-3-87860-424-2
Allt um
íslenska
knattspyrnu
2012
Ómissandi í safnið