Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 146
144
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Almanak
Háskóla Íslands 2013
Ritstj.: Þorsteinn Sæmundsson
og Gunnlaugur Björnsson
Auk dagatals flytur alman-
akið margvíslegar upplýs-
ingar, svo sem um sjávarföll
og gang himintungla. Lýst er
helstu fyrirbærum á himni,
sem frá Íslandi sjást. Í alman-
akinu eru stjörnukort, kort
sem sýnir áttavitastefnur á Ís-
landi og kort sem sýnir tíma-
belti heimsins. Þar er að finna
yfirlit um hnetti himingeims-
ins, mælieiningar, veðurfar,
stærð og mannfjölda allra
sjálfstæðra ríkja og tímann
í höfuðborgum þeirra. Loks
eru í almanakinu upplýsingar
um helstu merkisdaga fjögur
ár fram í tímann.
96 bls.
Háskólaútgáfan
ISSN 1022-8527
Leiðb.verð: 1.890 kr. Kilja
Almanak
Þjóðvinafélagsins 2013
Ritstj.: Heimir Þorleifsson,
Jón Árni Friðriksson,
Þorsteinn Sæmundsson og
Gunnlaugur Björnsson
Almanak Þjóðvinafélagsins er
aðgengileg handbók um ís-
lensk málefni. Í almanakinu
sjálfu er m.a. að finna dagatal
með upplýsingum um gang
himintungla, messur kirkju-
ársins, sjávarföll, hnattstöðu
Íslands o.fl. Í Árbók Íslands
er fróðleikur um árferði,
atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit
Íslandsmóta, náttúruhamfar-
ir, slys, mannalát, verklegar
framkvæmdir, vísitölur, verð-
lag o.s.frv.
204 bls.
Hið íslenska þjóðvinafélag
Dreifing: Háskólaútgáfan
ISSN 1670-2247
Leiðb.verð: 1.990 kr.
Alþjóðlegir mannrétt-
indasamningar
sem Ísland er aðili að
Björg Thorarensen
Íslenska ríkið er aðili að fjöl-
mörgum alþjóðlegum mann-
réttindasamningum og ber
þjóðréttarleg skylda til þess
að virða og vernda mannrétt-
indi sem þar eru talin.
Í þessu riti er safnað saman
mikilvægustu samningum á
vettvangi Evrópuráðsins og
Sþ sem Ísland hefur fullgilt
fram til ársins 2012. Frá því
að fyrsta útgáfa ritsins kom
út árið 2003 hefur verið ör
þróun í alþjóðlegri samnings-
gerð um mannréttindi, nýjar
samþykktir hafa bæst við og
aðrar breyst og hefur Ísland
gerst aðili að nýjum samning-
um. Þar má nefna breytingar
sem gerðar voru á Mannrétt-
indasáttmála Evrópu með 14.
viðauka á reglum um kæru-
skilyrði og málsmeðferð fyrir
Mannréttindadómstóli Evr-
ópu. Markmið útgáfunnar er
að greiða sem mest aðgang
að samningunum og breiða
út þekkingu um efni þeirra.
300 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-964-2
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Andlitsmeðferð og
efnafræði snyrtivara
Kennslubók í snyrtifræði
Á. Bergljót Stefánsdóttir og
Guðrún Pétursdóttir
Starfsvið snyrtifræðinnar er
afar fjölbreytt. Það nær til
alls þess er varðar húðina
og undirliggjandi vefi, hvort
sem um er að ræða andlits-
meðferð, handsnyrtingu,
fótsnyrtingu eða líkamsmeð-
ferð. Í þessari bók er fjallað
um andlitsmeðferð og efna-
fræði snyrtivara með hliðsjón
af námskrá menntamálaráðu-
neytisins í snyrtifræði. Hún
skiptist í fimm hluta. Fyrstu
þrír hlutarnir eru grunnmeð-
ferð A, B og C, fjórði hlutinn
er um sérhæfðar meðferðir
og sá fimmti um efnafræði
snyrtivara og notkun þeirra.
Þetta er fyrsta bók sinnar teg-
undar á íslensku og ætti að
nýtast öllum þeim sem eru að
læra snyrtifræði í skólum, eða
til endurmenntunar. Höfund-
arnir eru snyrtifræðimeistarar
og kennarar við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti en hafa
auk þess víðtæka reynslu af
námskeiðahaldi, snyrtistofu-
rekstri og faglegu starfi innan
greinarinnar.
232 bls.
IÐNÚ bókaútgáfa
ISBN 9789979673132 Kilja
bókin
Kiddi
fer í frí
4