Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 148
146
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Andvari 2012
Nýr flokkur LIV. 137. ár
Ritstj.: Gunnar Stefánsson
Aðalgrein Andvara að þessu
sinni er æviágrip Róberts
Abrahams Ottóssonar, tón-
listarmanns og fræðimanns,
eftir Árna Heimi Ingólfsson.
Róbert var þýskur að upp-
runa, kom ungur til Íslands
og vann hér margháttuð for-
ustustörf í tónlistarmálum
um áratugaskeið, stjórnaði
kórum og hljómsveitum,
kenndi guðfræðinemum
og var söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar. Hann var ástríðu-
fullur listamaður, skarpur
fræðimaður og einn sá sem
best kynnti öndvegisverk
tónbókmenntanna fyrir Ís-
lendingum. Í öðrum greinum
er m. a. fjallað um Hallgrím
Scheving kennara á Bessa-
stöðum, Benedikt Gröndal
Sveinbjarnarson, Charles
Dickens og sagnfræðingana
og frændurna Pál og Boga
Th. Melsteð.
184 bls.
Hið íslenska þjóðvinafélag
Dreifing: Háskólaútgáfan
ISSN 0258-3771
Leiðb.verð: 2.500 kr. Kilja
Ábyrgðarkver
Bankahrun og lærdómurinn
um ábyrgð
Gunnlaugur Jónsson
Bók um ábyrgð, bæði í fjár-
málum og á öðrum sviðum.
Hugsjón Gunnlaugs um
persónulega og einstaklings-
bundna ábyrgð snýst ekki að-
eins um fjármál og stjórnmál,
heldur í reynd um aðferðina
við að ná árangri í lífinu yfir-
leitt.
144 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-73-5
Bílar
í máli og myndum
Ritstj.: Kathryn Hennessy
Þýð.: Árni Óskarsson og
Jóna Dóra Óskarsdóttir
Bókin Bílar í máli og myndum
leiðir lesandann á einstakan
hátt í gegnum sögu þessa
merkilega farartækis sem
umbylti 20. öldinni. Hér getur
að líta meira en 1200 bíla af
öllum stærðum og gerðum,
margbreytilegar vélar og
sögu ástsælustu tegundanna
og mannanna á bak við þær.
Sannkölluð skemmtireisa í
gegnum bílasöguna og full-
komin gjöf handa bílaáhuga-
mönnum á öllum aldri.
360 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-267-5
Boðið vestur
Guðlaug Jónsdóttir og
Karl Kristján Ásgeirsson
Myndir: Ágúst Atlason
Boðið vestur er í grunninn
matreiðslubók en jafnframt
svo miklu meira en það. Í
bókinni, sem skipt er upp í
kafla eftir mánuðum ársins, er
mikill fjöldi uppskrifta að ým-
iss konar réttum að vestan úr
því náttúrulega hráefni sem
í boði er á hverjum árstíma.
Ríkuleg náttúra, menning og
saga Vestfjarða skipar stóran
sess í bókinni sem er prýdd
glæsilegum ljósmyndum.
Bókin er jafnframt gefin út á
ensku og þýsku.
256 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-49-0
Dagar vinnu og vona
Saga Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, 2 hluti
Þorleifur Friðriksson
Verkið er sjálfstætt framhald
af bókinni Við brún nýs dags
(2007) og líkt og þar eru hér
fetaðar nýjar brautir í íslenskri
samtímasögu, hvorki hefð-
bundin félagssaga né strípuð
fræðileg greining. Hún er
enn síður saga af hetjum og
fórnarlömbum.
Verkamannafélagið Dags-
brún er leiðarhnoða um sam-
félag alþýðufólks.
Með aðstoð félagsins fet-
um við okkur um umhverfi
og hugmyndaheim samfé-
lags sem einu sinni var og
dýpkum jafnframt skilning
okkar á því sem er.
Verkið er tilraun til þess
að skoða viðfang allrar sagn-
fræði, manneskjuna sjálfa,
í umhverfi sem byggt er á
hlutlægri sagnfræðilegri
rannsókn.
Bókin er prýdd fjölda ljós-
mynda af vettvangi vinn-
unnar og hversdagslífs. Þær
eru flestar teknar af Karli
Christian Nielsen (1895–
1951), verkamanni.
Linsuauga hans er notað
til þess að skoða heim al-
þýðufólks, vinnuna, húsnæði,
klæði og annað sem taldist
til hvunndagslífs í Reykjavík
fram um miðja 20. öld.
430 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-978-9
Leiðb.verð: 5.900 kr.