Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 118
116
Listir og ljósmyndir B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
tímalistar. Fyrir þessa glæsi-
legu útgáfu voru valin öll
helstu og þekktustu málverk
Eggerts og þau prentuð í sam-
ræmi við umfang sitt í einni
stærstu bók sem komið hefur
út hérlendis. Í greinargóðum
formála skýrir listamaðurinn
út forsendur verkanna á lif-
andi hátt.
156 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-25-1
Leiðb.verð: 14.900 kr.
Myndir ársins 2011
Press Photographs of the Year
Glæsilegt rit sem birtir bestu
myndir blaða- og fréttaljós-
myndara árið 2011 af nýjustu
fréttum, fólki, náttúru, menn-
ingu o.s.frv. Dramatískar
myndir, fyndnar og fallegar
– stundum allt í senn. Frábær
annáll um árið 2011. Mynda-
textar bæði á íslensku og
ensku og bókin hentar því vel
fyrir útlenda vini.
158 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-72-8 Kilja
Path
Elín Hansdóttir og
Rebecca Solnit
Elín Hansdóttir er ein helsta
vonarstjarna íslenskra sam-
tímalista. Rýmisverk hennar
hafa verið sýnd víða um heim
og í Path er leitast við að
endurgera tilfinningu þeirra
sem upplifðu samnefnt verk,
tilfinningu fyrir að vera villtur
og vita ekki hvert halda skuli.
Hinn þekkti bandaríski rithöf-
undur Rebecca Solnit ritar
texta um verk Elínar sérstak-
lega fyrir þessa útgáfu.
28 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-10-7
Leiðb.verð: 4.000 kr. Kilja
Rímnatónlist
Stafnbúi
Geisladiskur og bók
Steindór Andersen og Hilmar
Örn Hilmarsson
Rímur eru vafalaust einhver
merkasti menningararfur Ís-
lendinga. Steindór Andersen,
okkar þekktasti kvæðamaður,
hefur á Stafnbúa valið tólf
stemmur sem hann flytur við
áhrifamikla og seiðmagnaða
tónlist kvikmyndatónskálds-
ins og Allsherjargoðans
Hilmars Arnar Hilmarssonar.
Margir af fremstu tónlistar-
mönnum landsins koma við
sögu á þessari einstöku út-
gáfu. Í glæsilegri 80 blaðsíðna
bók sem fylgir má finna öll
kvæðin sem flutt eru, ásamt
ágripi úr sögu rímnakveð-
skapar og fallegum ljós-
myndum úr náttúru Íslands.
Stafnbúi inniheldur auk þess
þýðingar á ensku og þýsku
og er því tilvalin gjöf til vina
og vandamanna erlendis.
80 bls.
12 Tónar ehf.
EAN 5690755482890 Kilja
Teikning / Drawing
Þvert á tíma og tækni /
Traversing Time and Technique
Ritstj.: Bryndís Sverrisdóttir
Ritið Teikning- þvert á tíma og
tækni var gefið út í tengslum
við samnefnda sýningu í
Bogasal Þjóðminjasafns Ís-
lands. Í bókinni er grein eftir
Þóru Sigurðardóttur, höfund
sýningarinnar, þar sem hún
fjallar m.a. um teikningar
skoska vísindamannsins
John Baine sem tók þátt í
leiðangri Stanleys til Íslands
árið 1789 , teikningar Önnu
Guðjónsdóttur, grafíkmyndir
Per Kirkeby og sínar eigin
teikningar. Í ritinu eru myndir
af verkum á sýningunni.
64 bls.
Þjóðminjasafn Íslands
ISBN 978-9979-790-36-5
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja
Tízka
Kjólar og korselett
Ritstj.: Bryndís Sverrisdóttir
Sýningarskrá sem gefin var
út í tengslum við sýninguna
Tízka – kjólar og korselett í
Bogasal Þjóðminjasafns Ís-
lands. Sýndir voru svokall-
aðir módelkjólar sem saum-
aðir voru eftir pöntun og
ýmsir fylgihlutir eins og skór,
hattar, hanskar og undirföt.
Sýningarhöfundur var Stein-
unn Sigurðardóttir fatahönn-
uður. Grein í sýningarskrána
ritar Ágústa Kristófersdóttir
sýningarstjóri, en myndir af
kjólum og fylgihlutum eru
uppistaðan í skránni.
64 bls.
Þjóðminjasafn Íslands
ISBN 978-9979-790-34-1
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Vestmannaeyjar
Lifað með náttúruöflunum
Myndrstj.: Ástþór Jóhannsson
Vestmannaeyjar búa yfir ein-
stökum náttúruundrum og
kröftugu mannlífi, sem hér
er lýst í máli og myndum.
Bókina prýða ljósmyndir eftir
Vestmannaeyinga sem sýna
breytingarnar í Eyjum síðustu
fjóra áratugi og tilvitnanir í
verk skálda sem Eyjarnar hafa
veitt innblástur.
134 bls.
Snasi ehf.
ISBN 9789979721642
Leiðb.verð: 4.950 kr. Kilja