Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 70
68
Skáldverk « ÍSLENSK » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Suðurglugginn
Gyrðir Elíasson
Rithöfundur dvelur í sumar-
húsi vinar síns í grennd við
lítið þorp og glímir við að
skrifa skáldsögu – verk sem
stöðugt neitar að taka á sig
þá mynd sem höfundurinn
leitast við að skapa. Honum
verður lítið úr verki og ritvélin
stendur óhreyfð dögum sam-
an. Þessi rithöfundur virðist
hafa sætt sig við að einangr-
unarvist listamannsins verði
ekki umflúin. Í þessari nýju
skáldsögu spinnur Gyrðir
áleitna sögu um hlutskipti
þeirra sem helga sig listinni.
134 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-66-7
Svartir túlípanar
Lýður Árnason
Ef þú ert efins um faðernið,
heillast af átröskuðu kven-
fólki, lifir í draumi annarra,
ert huglaus, hugsjónalaus
og siðlaus, alin(n) upp í
sjávarþorpi, talnaglögg(ur),
heppin(n) í útliti, óheppin(n) í
ástum…, þá gæti bókin verið
um þig. Ef þú hefur líka gert
það í líkhúsi…, þá er bókin
um þig.
Höfundurinn Lýður Árna-
son, er læknir og gjarnan
kenndur við Vestfirði enda
starfað þar lengstum. Hann
sat í stjórnlagaráði og hefur
ritað fjöldann allan af pistlum
um þjóðmál. Svartir túlípanar
er hans fyrsta skáldsaga í
fullri lengd, en áður hefur
Lýður gefið út smásögur og
framleitt nokkrar kvikmyndir.
344 bls.
Draumsýn ehf.
ISBN 978-9935-444-15-8
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Sýslumaðurinn
sem sá álfa
Ernir K. Snorrason
Miðaldra sýslumanni er
óvænt falið stórt verkefni á
Íslandi í kjölfar hrunsins. Leik-
urinn berst svo víða um heim.
Óvenjuleg saga en bæði létt
og leikandi frásögn. Við sögu
koma álfar, íslenskir hestar,
alþjóðlegir glæpamenn og
að sjálfsögðu heillandi kven-
hetja.
202 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-85-8 Kilja
Töfrahöllin
Böðvar Guðmundsson
Í Töfrahöllinni rekur Böðvar
Guðmundsson sérkennilegt
ævihlaup Jóseps Malmholms
sem lifir tímana tvenna í ís-
lensku samfélagi. Hér stíga
eftirminnilegar persónur á
svið: Afi Jóseps liggur aldrei
á skoðunum sínum og kallar
hlutina sínum réttu nöfnum,
Símon bóndi á bænum Litla-
Háfi er engum líkur og auð-
maðurinn og sjarmatröllið
Kormákur Cooltran og dætur
hans verða örlagavaldar í lífi
Jóseps. Leiksviðið er öðru
fremur hið mikla veiðihús
sem Kormákur Cooltran
byggir og gengur undir
nafninu Töfrahöllin – þar sem
eftirminnilegir atburðir eiga
sér stað.
406 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-74-2