Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 127
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2 Ævisögur og endurminningar
125
Árni Sam
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér segir frá lífi og starfi Árna
Samúelssonar og fjölskyldu
hans í Sambíóunum. Fyrir
daga Árna var kvikmynda-
menningin á Íslandi mjög
bágborin og urðu Íslendingar
að bíða í allt að fjögur ár áður
en vinsælar kvikmyndir voru
sýndar. Þetta breyttist allt
með tilkomu Bíóhallarinnar
í Mjóddinni, en með bygg-
ingu hennar lagði fjölskyldan
allt undir. Framhaldið þekkja
allir. Stórskemmtileg bók um
framkvæmdaglaðan athafna-
mann.
240 bls.
Almenna bókafélagið.
(BF-útgáfa)
ISBN 978-9935-426-40-6
Bara börn
Patti Smith
Þýð.: Gísli Magnússon
Hér segir frá sambandi Patti
Smith og listamannsins Ro-
bert Mapplethorpe á sjöunda
og áttunda áratugnum í New
York. Sönn og einlæg frásögn
sem snertir lesandann á sama
ljóðræna hátt og textar og
tónsmíðar höfundar.
220 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-068-2
ð ævisaga
Stefán Pálsson, Anton
Kaldal Ágústsson, Gunnar
Vilhjálmsson og Steinar Ingi
Farestveit
Sagan af því hvernig út-
dauður bókstafur varð óað-
skiljanlegur hluti nútíma-
íslensku er ævintýraleg og
fáum kunn. Ð-ið var tekið
upp af íslenskum skrifurum
á miðöldum en datt svo úr
tísku og sást ekki í málinu
í margar aldir. Það birtist
fyrst á prenti í Lundúnum á
tímum Elísabetar fyrstu en
rataði ekki á íslenskar bækur
fyrr en í Kaupmannahöfn á
tímum Fjölnismanna. Ð-ið er
hæverskt og tranar sér aldrei
fremst, en fáir bókstafir hafa
átt jafn viðburðaríka ævi.
200 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-26-8
Elly
Ævisaga Ellyjar Vilhjálms
Margrét Blöndal
Elly Vilhjálms var um sína
daga dáðasta söngkona
þjóðarinnar og list hennar
tengist því besta sem til er í
íslenskri dægurtónlist. Söng-
urinn var fágaður, túlkunin
hógvær og ígrunduð, röddin
mjúk og hlý. Svo vel vandaði
hún til verka að allt hljómaði
þetta eins og hún þyrfti ekk-
ert fyrir því að hafa.
Tilviljun réð því að Elly
byrjaði að syngja á dans-
leikjum. Sjálf ætlaði hún sér
að verða rithöfundur og
leikkona, en sautján ára tók
hún þátt í söngprufu sem
KK-sextettinn efndi til og
þá voru örlög hennar ráðin.
Reynslan var hennar skóli og
vinsældir hennar miklar þrátt
fyrir andstreymið sem fylgdi
því að fást við dægurtónlist á
árum áður, þá list sem margir
litu hornauga.
Elly var dul að eðlisfari
og forðaðist sviðsljós fjöl-
miðlanna. Því varð líf hennar
stundum efni í sögusagnir og
slúður sem hún hirti sjaldan
um að svara. Hver var hún,
þessi kona sem heillaði karl-
menn á skemmtistöðum og
vakti afbrýðisemi kvenna,
gekk þrisvar í hjónaband,
drakk forboðið snákablóð og
smyglaði sögufrægum apa til
Íslands?
Margrét Blöndal segir
ævisögu Ellyjar Vilhjálms og
leitar víða fanga eftir heim-
ildum. Hér er sögð heillandi
saga af konu sem bjó yfir
óræðri dulúð og töfraði
marga, konu sem aldrei gafst
upp, sjálfstæð til síðasta dags.
205 bls.
Sena
ISBN 978-9935-9008-8-3
Leiðb.verð: 5.900 kr.
„Þetta er mannbætandi texti.“
~Ísak Harðarson
Óvenjuleg bók —
og ógleymanleg!
www.tindur.is
www.facebook.com/litlatre