Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 132
130
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Mei mí beibísitt?
Æskuminningar
úr bítlabænum Keflavík.
Marta Eiríksdóttir
Mei mí beibísitt? er söguleg
skáldsaga úr Keflavík sem
gerist á sjöunda og áttunda
áratug síðustu aldar. Höf-
undur rifjar upp og segir frá
daglegu lífi barnanna í göt-
unni þar sem hún bjó. Þetta
eru minningar um horfna
veröld, þar sem skapandi
kraftur barnanna sá um að
skemmta þeim sjálfum dag-
langt á sumrin.
Höfundur bókarinnar,
Keflvíkingurinn, Marta Eiríks-
dóttir er vel þekkt fyrir öflugt
námskeiðahald á vegum
Púlsins en einnig fyrir jákvæð
og skemmtileg viðtöl, sem
birst hafa eftir hana í Víkur-
fréttum undanfarin tuttugu
ár.
Mei mí beibísitt? er önnur
bók höfundar en fyrsta bók
Mörtu Becoming Goddess –
Embracing Your Power! kom
út á ensku, á vegum Balboa
Press, deild innan Hay House
í Bandaríkjunum, sumarið
2012.
190 bls.
Víkurfréttir og
Marta Eiríksdóttir
ISBN 978-9979-72-234-2
Pater Jón Sveinsson
Nonni
Gunnar F. Guðmundsson
Jón Sveinsson var víðfrægur
barnabókahöfundur á meg-
inlandi Evrópu fram yfir miðja
síðustu öld. Nonnabækur
hans voru þýddar á um 30
tungumál og prentaðar í
hundruðum þúsunda ef ekki
milljónum eintaka.
Pater Jón Sveinsson var
heimsborgari hið ytra sem
hrærðist með framandi þjóð-
um og ferðaðist heimshorna
á milli, en lifði jafnframt alla
tíð í heimi minninganna í
skjóli móður sinnar heima
á Íslandi, sem hann varð að
yfirgefa 12 ára gamall.
Gunnar F. Guðmundsson
sagnfræðingur hefur kannað
ævi Nonna um árabil og
skilað þessari makalausu ævi
á glæsilega bók sem búin er
fjölmörgum ljósmyndum.
460 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-053-5
Leiðb.verð: 6.990 kr.
Ruth og Billy Graham
Hanspeter Nëusch
Þýð.: Andrés Böðvarsson
Ævi- og áhrifasaga hjónanna
Ruth og Billy Graham. Hvers
vegna náði Billy Graham
svona langt? Hvaða arf skilja
þau eftir? Horft er á þá þætti
sem mótuðu þau og eru til
eftirbreytni enn í dag.
368 bls.
Salt ehf. útgáfufélag
ISBN 978-9935-9115-0-6 Kilja
Spánarpóstar
Þorsteinn Antonsson
Faðir lýsir fyrir dóttur sinni
og syni, í bréfum frá sólar-
strönd, eigin bernsku og
foreldrakynnum. Samhliða
dregur hann upp svipdrætti
íslenskrar þjóðarsögu síðustu
áratuga með útsýn á Evrópu-
málefni líðandi stundar. Til-
vísunin er á eigin bernsku
við tvenns konar uppeld-
isaðstæður; á foreldra sem
kosið hafa að kasta sér út í
iðu borgarlífs í von um skjót-
fengna lífsfyllingu og fóstur-
foreldra sem spyrna gegn
þróuninni með gamla laginu.
Spánarpóstar vitna með
sínu lagi um ástríðubundna
þörf síðustu kynslóða Reyk-
víkinga fyrir rótfestu á tíma-
bili þegar fornar íslenskar
sveitavenjur hafa verið af
lagðar en borgarmyndin
er þó enn varla annað en
draumsýn.
143 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-93-0
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Steve Jobs
Þýð.: Helga S Einarsdóttir
Ástríðufullur og knúinn áfram
af einstæðri sýn um samruna
tækni og fagurra lista var
Steve Jobs sá einstaklingur á
síðari hluta tuttugustu aldar
sem hafði hvað mest áhrif
á mótun samtímans eins
og hann snýr við okkur frá
degi til dags. Hin sérstæða
þráhyggja og óhvikula full-
komnunarárátta varð til þess
að umbylta sex af veigamestu
iðngreinum síðari tíma: einka-
tölvunni, teiknimyndum, tón-
list, farsímum, spjaldtölvum
og stafrænni útgáfu. Úr
verður ekki aðeins áhugaverð
ævisaga um einn litríkasta
einstakling tæknialdarinnar