Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 132

Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 132
130 Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2 Mei mí beibísitt? Æskuminningar úr bítlabænum Keflavík. Marta Eiríksdóttir Mei mí beibísitt? er söguleg skáldsaga úr Keflavík sem gerist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Höf- undur rifjar upp og segir frá daglegu lífi barnanna í göt- unni þar sem hún bjó. Þetta eru minningar um horfna veröld, þar sem skapandi kraftur barnanna sá um að skemmta þeim sjálfum dag- langt á sumrin. Höfundur bókarinnar, Keflvíkingurinn, Marta Eiríks- dóttir er vel þekkt fyrir öflugt námskeiðahald á vegum Púlsins en einnig fyrir jákvæð og skemmtileg viðtöl, sem birst hafa eftir hana í Víkur- fréttum undanfarin tuttugu ár. Mei mí beibísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta bók Mörtu Becoming Goddess – Embracing Your Power! kom út á ensku, á vegum Balboa Press, deild innan Hay House í Bandaríkjunum, sumarið 2012. 190 bls. Víkurfréttir og Marta Eiríksdóttir ISBN 978-9979-72-234-2 Pater Jón Sveinsson Nonni Gunnar F. Guðmundsson Jón Sveinsson var víðfrægur barnabókahöfundur á meg- inlandi Evrópu fram yfir miðja síðustu öld. Nonnabækur hans voru þýddar á um 30 tungumál og prentaðar í hundruðum þúsunda ef ekki milljónum eintaka. Pater Jón Sveinsson var heimsborgari hið ytra sem hrærðist með framandi þjóð- um og ferðaðist heimshorna á milli, en lifði jafnframt alla tíð í heimi minninganna í skjóli móður sinnar heima á Íslandi, sem hann varð að yfirgefa 12 ára gamall. Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur hefur kannað ævi Nonna um árabil og skilað þessari makalausu ævi á glæsilega bók sem búin er fjölmörgum ljósmyndum. 460 bls. Bókaútgáfan Opna ISBN 978-9935-10-053-5 Leiðb.verð: 6.990 kr. Ruth og Billy Graham Hanspeter Nëusch Þýð.: Andrés Böðvarsson Ævi- og áhrifasaga hjónanna Ruth og Billy Graham. Hvers vegna náði Billy Graham svona langt? Hvaða arf skilja þau eftir? Horft er á þá þætti sem mótuðu þau og eru til eftirbreytni enn í dag. 368 bls. Salt ehf. útgáfufélag ISBN 978-9935-9115-0-6 Kilja Spánarpóstar Þorsteinn Antonsson Faðir lýsir fyrir dóttur sinni og syni, í bréfum frá sólar- strönd, eigin bernsku og foreldrakynnum. Samhliða dregur hann upp svipdrætti íslenskrar þjóðarsögu síðustu áratuga með útsýn á Evrópu- málefni líðandi stundar. Til- vísunin er á eigin bernsku við tvenns konar uppeld- isaðstæður; á foreldra sem kosið hafa að kasta sér út í iðu borgarlífs í von um skjót- fengna lífsfyllingu og fóstur- foreldra sem spyrna gegn þróuninni með gamla laginu. Spánarpóstar vitna með sínu lagi um ástríðubundna þörf síðustu kynslóða Reyk- víkinga fyrir rótfestu á tíma- bili þegar fornar íslenskar sveitavenjur hafa verið af lagðar en borgarmyndin er þó enn varla annað en draumsýn. 143 bls. Skrudda ISBN 978-9979-655-93-0 Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja Steve Jobs Þýð.: Helga S Einarsdóttir Ástríðufullur og knúinn áfram af einstæðri sýn um samruna tækni og fagurra lista var Steve Jobs sá einstaklingur á síðari hluta tuttugustu aldar sem hafði hvað mest áhrif á mótun samtímans eins og hann snýr við okkur frá degi til dags. Hin sérstæða þráhyggja og óhvikula full- komnunarárátta varð til þess að umbylta sex af veigamestu iðngreinum síðari tíma: einka- tölvunni, teiknimyndum, tón- list, farsímum, spjaldtölvum og stafrænni útgáfu. Úr verður ekki aðeins áhugaverð ævisaga um einn litríkasta einstakling tæknialdarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.