Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 150
148
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Eivör
Jens Guðmundsson
Íslendingar hafa tekið ást-
fóstri við færeysku tónlistar-
konuna Eivöru. Það er ofur
eðlilegt. Hún er stórkostleg!
Henni þykir líka mjög vænt
um Ísland. Í bókinni er sagt
frá mörgu því sem þig hefur
langað til að vita – en ekki
hefur verið sagt frá áður.
Hvernig barn og unglingur
var hún? Af hverju á hún
fjölmennan frændgarð á Ís-
landi? Hvernig lýsa æskuvinir
persónunni Eivöru. Af hverju
hætti hún við að verða at-
vinnukona í knattspyrnu?
– Fjöldi ljósmynda af Eivöru
allt frá barnsaldri. Frásögnin
er fjörleg eins og hún Eivör
okkar sjálf. Bráðskemmtileg
bók!
160 bls.
Bókaútgáfan Æskan
ISBN 978-9979-767-91-6
Eldheitur leiðarvísir að
leyndardómum kynlífs
Ritstj.: Cosmopolitan
Þýð.: Sigga Dögg
Bættu smá erótík í líf þitt með
þessum efnismikla leiðarvísi
frá ritstjórum tímaritsins Cos-
mopolitans. Bókin ljóstrar
upp um hina margvíslegu
leyndardóma kynlífsins og
býður upp á fjölda ráða og
djarfra hugmynda sem víkka
sjóndeildarhringinn og há-
marka kynlífsupplifunina.
240 bls.
Bókafélagið
ISBN 978-9935-426-37-6
Equality into Reality
Action for Diversity and
Non-Discrimination in
Iceland
Ritstj.: Evelyn Ellis og Kristín
Benediktsdóttir
Í bókinni er fjallað um reglur
Evrópusambandsins um
bann við mismunun, einkum
tilskipun 2000/43/EB um
jafna meðferð án tillits til kyn-
þáttar eða þjóðernis og til-
skipun 2000/78/EB um jafna
meðferð á vinnumarkaði og í
atvinnulífi, og þá vernd sem
íslensk löggjöf, sem bannar
mismunun, veitir einstak-
lingum í ljósi framangreindra
reglna Evrópusambandsins.
424 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-919-2
Leiðb.verð: 5.900 kr.
Eru allir öðruvísi?
Fjölmenning og heimspeki
Jóhann Björnsson og Björn
Jóhannsson
Bókin fjallar um ýmsa þætti
fjölmenningarsamfélags-
ins með heimspekilegum
hætti. Hún samanstendur af
sex köflum sem hver um sig
hefur ákveðið þema. Bókin
getur gagnast í kennslu með
nemendum á ýmsum aldri,
en hana má einnig nota sér til
ánægju í góðra vina hópi þar
sem áhugi er á að rökræða og
pæla saman.
60 bls.
Sísyfos heimspekismiðja
ISBN 978-9979-72-203-8
Leiðb.verð: 2.500 kr.
Eyjafjallajökull on Fire
Ari Trausti Guðmundsson
Myndir: Ragnar Th.
Sigurðsson
Þessi útgáfa er smækkuð
gerð af metsölubókinni Eyja-
fjallajökull eftir þá félaga Ara
Trausta og Ragnar Th. sem út
kom rétt um það leyti sem
eldgosinu lauk snemmsum-
ars 2010.
96 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-51-3
Eyjar og úteyjalíf
Úrval verka Árna Árnasonar
símritara frá Grund
Árni Árnason
Ritn.: Erpur Hansen,
Kári Bjarnason,
Marinó Sigursteinsson og
Sigurgeir Jónsson
Í bókinni er að finna úrval
þess sem Árni Árnason,
símritari frá Grund í Vest-
mannaeyjum, skrifaði og
safnaði saman á lífsleiðinni.
Hvað fyrirferðarmest er það
sem tengist áhugamáli hans,
úteyjum og lífinu þar, fugla-
veiðum, ásamt viðamikilli
samantekt um bjargveiði-
menn í Vestmannaeyjum.
450 bls.
Sögufélag Vestmannaeyja
ISBN 9789979722410
Leiðb.verð: 5.900 kr.