Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 157
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2 Fræði og bækur almenns efnis
Hin mörgu andlit
kristninnar
Þórhallur Heimisson
Hér er fjallað um kristna trú
frá ýmsum sjónarhornum.
Lýst er kirkjuárinu, sagt frá
átökum trúarhópa og velt
upp siðferðilegum álitamál-
um, t.d. varðandi umhverfi,
jafnréttismál, samkynhneigð.
Einnig veltir höfundur fyrir
sér eilífðarmálum, dulrænni
reynslu og ótalmörgu fleira.
334 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-057-6 Kilja
Hvað viltu veröld?
Dr. Sigurbjörn Einarsson,
biskup
Árin 2007 – 2009 birtust í
Morgunblaðinu pistlar eftir
Sigurbjörn Einarsson, biskup
sem nefndust „Hvað viltu
veröld?“ og „Leit og svör“. Í
pistlum þessum ræðir Sigur-
björn spurningar um tilgang
lífsins og leitast við að veita
svör kristinnar trúar við þeim
spurningum. Pistlarnir vöktu
mikla athygli. Hér birtast þeir
á bók ásamt ýmsu öðru efni
sem koma mun á á óvart.
224 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 978-9935-456-03-8
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
Hver er ég – og ef svo
er, hve margir?
Richard David Precht
Þýð.: Arthúr Björgvin Bollason
Aldrei áður hafa hinar stóru
heimspekilegu spurningar
– með tilvísun til náttúruvís-
indalegrar þekkingar – verið
lagðar fyrir lesendur á jafn
skemmtilegan, yfirgripsmik-
inn og kunnáttusamlegan
hátt: Hvað get ég vitað? Hvað
ber mér að gera? Hvað leyfist
mér að vona? Metsölubók
í Þýskalandi í meira en 240
vikur og þýdd á 34 tungumál.
397 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-115-6
Leiðb.verð: 4.490 kr.
Uppheimar | Vesturgötu 45 | 300 Akranes | 511 2450
uppheimar@uppheimar.is | www.uppheimar.is
MAGMA greinir frá íslenskum eldstöðvum og fjall-
ar um öll eldgos á Íslandi frá Kötlugosinu 1918 til
gossins í Vatnajökli 2011. Áhrifamiklar ljós myndir
eru af flestum þessara gosa og ítarlegur, aðgengi-
legur texti sem gerir bókina einkar fræðandi og
áhugaverða.
Ragnar Th. Sigurðsson er aðalmyndhöfundur og
myndritstjóri bókarinnar, en í henni er jafnframt
að finna margar af sterkustu eldgosamyndum síð-
ustu aldar, eftir fjölmarga myndhöfunda. Ragn ar
er víðkunnur af myndum sínum, hefur unn ið til
fjölda verðlauna og myndir hans birst í virt ustu
blöð um og tímaritum.
Ari Trausti Guðmundsson á að baki tugi bóka
um jarðfræði, náttúrufræði, fjallamennsku og
fleira, auk þess að vera afkastamikið skáld seinni ár.
MAGMA er 208 blaðsíður í stóru broti og er ein-
ungis gefin út með enskum texta.
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON RAGNAR TH. SIGURÐSSON
Glæsileg gjöf til vina
og samstarfsfólks erlendis!