Bókatíðindi - 01.12.2012, Blaðsíða 89
87
Skáldverk « ÞÝDD »B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2
Svarti sauðurinn
Monterroso Augusto
Þýð.: Kristín Guðrún
Jónsdóttir
„Ég lærði að vera stuttorður
á því að lesa Proust,“ sagði
Augusto Monterroso, en
hann skrifaði einkum stutta
illflokkanlega texta: hér
er safn slíkra. Monterroso
(1921–2003) var frá Guate-
mala en skrifaði flest verk
sín í Mexíkó, einn fróðasti og
víðlesnasti bókmenntamaður
Rómönsku-Ameríku.
72 bls.
Bjartur
ISBN 9789935 423771 Kilja
Svo heitt varst þú
elskaður
Nikolaj Frobenius
Þýð.: Ólafur Bjarni Halldórsson
Þetta er saga sem lýsir
breytingum á manni sem
fær heilablóðfall á efri árum.
Sagan er blanda af kímni og
djúpri alvöru. Höfundurinn
Nikolaj Frobenius er þekktur
í Noregi. Lýst er tilvistarvanda
sjúklings sem er sendur á
milli sjúkrahúsa og verður
sífellt háðari öðru fólki. Þetta
er grípandi og heillandi lesn-
ing, sem fjallar um mikið al-
vörumál.
344 bls.
Draumsýn ehf.
ISBN 978-9935-444-13-4 Kilja
Svörtulönd
Belinda Bauer
Þýð.: Anna Margrét
Björnsdóttir
Hinn tólf ára gamli Steven
Lamb grefur holur á Exmoor
heiði, í von um að finna lík.
Á hverjum degi eftir skóla
og um helgar, á meðan
skólafélagar hans skiptast á
fótboltamyndum, grefur Ste-
ven holur til þess að freista
þess að leggja til hinstu hvílu
frændann sem hann kynntist
aldrei, sem hvarf þegar hann
var ellefu ára gamall og talið
er að hafi verið fórnarlamb
hins alræmda raðmorðingja
Arnold Avery. Æsispennandi
sakamálasaga sem enginn
leggur frá sér fyrr en að lestri
loknum.
366 bls.
Draumsýn ehf.
ISBN 978-9935-444-05-9 Kilja
Táknmál blómanna
Vanessa Diffenbaugh
Þýð.: Ásdís Guðnadóttir
Hrífandi saga um unga stúlku
sem alin er upp á hrakningi
og er hörð og þyrnótt eins og
þistill. En hún hefur lært að
tjá tilfinningar með blómum
og þegar hún kynnist manni
sem einnig kann táknmál
blómanna rifjast fortíðin upp.
Tilfinningarík saga um eft-
irsjá, höfnun, einmanaleika,
von, fyrirgefningu og ást.
411 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-227-9 Kilja
The Stones Speak
Þórbergur Þórðarson
Þýð.: Julian Meldon D‘Arcy
Steinarnir tala, klassískar
bernskuminningar meistara
Þórbergs, í frábærri enskri
þýðingu.
255 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3286-2
Óbundin
Ugluspegill
Hermann Bote
Þýð.: Steinar Matthíasson
Um 500 ár eru síðan bókin
með sögunum um Ugluspeg-
il kom fyrst út í Þýskalandi.
Hún hlaut strax afar góðar
viðtökur og hefur síðan verið
gefin út margsinnis og þýdd
á mörg tungumál, hún telst
vera þekktasta alþýðubók
sem gefin hefur verið út á
þýskri tungu. Einnig hefur
oft verið gefið út úrval hinna
96 sagna um prakkarann og
skálkinn Ugluspegil, þær
bækur hafa einkum verið ætl-
aðar börnum. Hér er bókin í
íslenskri þýðingu í heild sinni
með upphaflegum myndum,
87 tréristum.
232 bls.
STEINAR
ISBN 978-9979-72-198-7 Kilja