Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 14

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 14
IB Hundmann - Flóadróttinssaga Höf: Dav Pilkey Þýð: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Fimmta bókin í bókaflokknum um hinn vinsæla Hundmann eftir Dav Pilkey, höfund Kapteins Ofurbrókar bókanna. Hér fer hann á kostum í húrrandi glensi og spaugi með ýmsum f íflagangi í bland. Fáar bækur eru elskaðar jafn heitt af ungum lesendum og Hundmann bækurnar. 256 bls. Bókafélagið IB Hænsnakofi minninganna Höf: Jóhannes Bergsveinsson Myndir: Sigrún Eldjárn Hugljúfar minningar gamals manns handa barnabörnunum frá því að hann var lítill drengur í sveit á Breiðafirði á síðustu öld. Sögur af litlu gulu hænunni sem lendir í ýmsum ævintýrum við að ala upp ungana sína, og á í alls konar samskiptum við aðrar hænur og aðra fugla sem villast stundum inn í kofann. 55 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF HLB Heimur framtíðar Hættuför í huldubyggð Höf: Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndh: Logi Jes Kristjánsson Þegar Kata horfir á eftir Bröndu hverfa út í nóttina, grunar hana að konan sem hefur annast hana síðan pabbi hvarf sé ekki öll sem hún er séð. Kata kemst að því að Branda á sér leyndarmál sem á eftir að breyta öllu í lífi hennar. Fyrr en varir eru Kata og Jarkó lögð af stað með skeljaskrímslinu í leit að heiminum sem er hulinn mannfólki. Bókabeitan IB Orri óstöðvandi Jólin eru að koma Höf: Bjarni Fritzson Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman var rosaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo voru foreldrar mínir hársbreidd frá því að aflýsa jólunum. Ég get ekki sagt meira en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír. 270 bls. Út fyrir kassann IB Spæjarastofa Lalla og Maju Kappreiðaráðgátan Höf: Martin Widmark Myndir: Helena Willis Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Sjálfstæðar sögur sem henta vel fyrir spæjara sem vilja æfa lesturinn því að letrið er stórt, setningarnar eru stuttar og það eru skemmtilegar litmyndir á hverri síðu. Einn af öðrum detta hestarnir á kappreiðavelli Víkurbæjar úr leik og Lalli og Maja átta sig fljótt á að það er maðkur í mysunni. 94 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF HLB Brásól Brella 2 Gildrur, gátur og Glundroði Höf: Ásrún Magnúsdóttir Myndh: Iðunn Arna Brásól Brella hefur náð tökum á galdrakröftunum sínum. Eða svona nokkurn veginn. Það kemur nefnilega enn fyrir að hún galdri sig í örlítil vandræði. En núna er Kata systir hennar horfin og Brella kannast ekki við að eiga neinn þátt í því. Brella heldur því af stað inn í Stóraskóg í leit að systur sinni. 128 bls. Bókabeitan IB Gling Gló og kötturinn Höf: Hrafnhildur Hreinsdóttir Myndir: Diandra Hwan Þriðja bókin um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun og leikur þar við Óbó vin sinn. Amma er hjátrúarfull og segir ýmislegt við börnin ef eitthvað gerist, sem þau taka bókstaflega. Dag einn þegar þau fara í gönguferð hleypur svartur köttur þvert fyrir þau. Amma segir það ills viti því þarna geti verið norn á ferð. Fallega myndskreytt bók. 45 bls. Gimbill bókasmiðja IB RAF Gúmmí-Tarsan Höf: Ole Lund Kirkegaard Þýð: Þuríður Baxter Gúmmí-Tarsan heitir réttu nafni Ívar Ólsen og er bæði lítill og mjór. Þegar hann hittir ósvikna galdranorn getur hann óskað sér hvers sem hann vill. Að minnsta kosti í einn dag. Bráðskemmtileg saga sem notið hefur fádæma vinsælda meðal íslenskra barna og er nú loks fáanleg að nýju. 79 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Salka Hrekkjavakan Höf: Bjarni Fritzson Í tilefni af hrekkjavökunni setti TikTok-stjarnan Gabbi Galdur af stað #graskeraáskorun. Við vinirnir ákváðum að taka þátt enda VIP-boðsmiði í hræðilegasta draugahús Íslandssögunnar í boði og það á sjálfri hrekkjavökunni. Sú ákvörðun átti eftir að verða okkur dýrkeypt og hrinti af stað einni svakalegustu atburðarás lífs míns. 190 bls. Út fyrir kassann IB Stjáni og stríðnispúkarnir Hrekkjavökupúkar Höf: Zanna Davidson Hrekkjavakan er runnin upp og Stjáni og stríðnispúkarnir klæða sig í búninga og fara út að sníkja sælgæti. Stjáni verður óvænt viðskila við púkana og leitar þeirra alls staðar. Hefur Lúður virkilega komið sér fyrir í graskeri? Getur Stjáni bjargað Glimmer Dís þegar hún dettur ofan í balann? Hvað verður eiginlega um Dúsk? 80 bls. Rósakot B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa14 Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.