Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 65
IB RAF
Forystufé og fólkið í landinu
Höf: Daníel Hansen og Guðjón Ragnar Jónasson
Íslenskar sauðkindur eru fagrar og harðgerðar.
En málið er ekki alveg svo einfalt. Þær geta verið
tvenns konar: forystufé og annað fé. Forystufé hefur
fylgt íslensku þjóðinni allt frá landnámi og hafa
bændur í gegnum aldirnar notfært sér einstaka
hæfileika þess. Hér er að finna aðgengilegan fróðleik
og fjölda sagna um þessar sérstöku kindur.
299 bls.
Veröld
IB
Komdu að veiða
Bók fyrir laxveiðifólk
Höf: Sigurður Héðinn
Í Komdu að veiða fer Sigurður Héðinn með veiðimenn
og -konur í ferðalag um sumar af bestu ám landsins
og segir frá helstu veiðistöðum í hverri á – og
hvernig eigi að veiða lax. Með vatnslitamyndum
af hverjum stað verður upplifun lesandans enn
sterkari. Auk þess birtir hann hér nýjar veiðiflugur
og veitir fjölmörg góð ráð við laxveiðarnar.
160 bls.
Drápa
SVK
Mold ert þú
Jarðvegur og íslensk náttúra
Höf: Ólafur Gestur Arnalds
Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar
jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á
náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna
athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar
á jarðvegi. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á
heimsvísu, frjór en viðkvæmur, því aðstæður fyrir
þróun hans hérlendis eru afar sérstakar.
525 bls.
IÐNÚ útgáfa
Náttúra, dýralíf
og landshættir
KIL
Álfar
Höf: Hjörleifur Hjartarson
Myndir: Rán Flygenring
Fyrst tóku þau fyrir íslenska fugla, svo íslenska
hestinn og nú er komið að íslenska álfinum. Hér
varpa Hjörleifur og Rán ljósi á átakasama sambúð
huldufólks og mannfólks frá upphafi byggðar í
landinu. Fræðandi og skemmtileg eins og höfundum
er einum lagið. Svo kemur við sögu sérstakt
álfablek sem aðeins er á færi fárra að sjá.
184 bls.
Angústúra
SVK
Fjölærar plöntur
Höf: Guðríður Helgadóttir
Bókin fjallar um fjölærar plöntur sem henta í
íslenska garða. Flestar tegundir í bókinni eru
vel þekktar og í ræktun en innan um og saman
við eru sjaldgæfari dýrindi. Alls koma tæplega
180 tegundir við sögu og er hverri tegund gerð
skil í máli og myndum á heilli opnu.
486 bls.
Benedikt bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 65GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Náttúra, dýralíf og landshættir
Náttúra, dýralíf og landshættir