Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 54

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 54
IB Leikmenntir Um að nálgast það sem mann langar að segja í leikhúsi Höf: Sveinn Einarsson Hvernig verður leiksýning til sem listaverk? Í þessari bók ræðir dr. Sveinn Einarsson form listaverksins, stíl og orðfæri og svo sjálfa sviðsetninguna. Bókin er rituð á einföldu og skiljanlegu máli um flókið fyrirbæri sem langflestir þekkja þó af eigin raun. 264 bls. Hið íslenska bókmenntafélag SVK Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Listasaga leikmanns Listaannáll 1941–1968 eftir Kristján Sigurðsson póststarfsmann í Reykjavík Höf: Aðalsteinn Ingólfsson Á árunum 1941 til 1968 hélt Kristján ítarlegar dagbækur – nokkurs konar listaannál um myndlistarlífið í Reykjavík. Á því tímabili sá hann allar sýningar íslenskra og erlendra listamanna, skráði skoðanir sínar á þessum sýningum, viðbrögð gagnrýnenda og annarra álitsgjafa við sýningum. Háskólaútgáfan SVK RAF Líkaminn geymir allt Hugur, heili, líkami og batinn eftir áföll Höf: Bessel van der Kolk Þýð: Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Áföll geta haft gríðarleg áhrif á andlega líðan, tilfinningar, skynjun og félagsfærni, fjölskyldur þolenda og jafnvel næstu kynslóðir, en um leið víðtækar afleiðingar fyrir heilsuna. Í þessari heimsþekktu bók eru raktar sláandi staðreyndir um eftirköst áfalla og kynntar leiðir til bata sem reynst hafa skilvirkar til að lækna huga, heila og líkama. 524 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Lítil bók um stóra hluti Hugleiðingar Höf: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Hér tekst höfundur á við stórar spurningar á sinn hátt. Stundum með stríðnislegu glotti eða blíðu brosi, stundum með ögrandi og nýstárlegum hugmyndum og stundum með alvöruþunga og skarpri sýn. Þórunn er fundvís á óvæntar tengingar, hispurslaus og fyndin, angurvær og ljóðræn, margbrotin og einlæg, hún sjálf, engri lík. 176 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Rit Árnastofnunar (Rit 111) Ljóðmæli 5 Umsj: Margrét Eggertsdóttir, Kristján Eiríksson og Karl Óskar Ólafsson Fimmta bindið í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar (1614–1674). Efni þessa bindis eru lausavísur og nokkur lengri kvæði, flest gamansöm. Vísurnar fjalla oft um hversdagslega hluti eins og mat og matarneyslu og stundum um misskiptingu veraldlegra gæða. Sumar lýsa barnaleikjum, aðrar eru heillaóskir eða gátur í vísnaformi. 328 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum IB Jökulsævintýrið Sagan af því er Loftleiðamenn björguðu bandarískri skíðaflugvél af Vatnajökli árið 1951 Höf: Jakob F. Ásgeirsson Þegar erfiðleikar steðjuðu að flugfélaginu Loftleiðir um miðja 20. öld tóku Loftleiðamenn sig til og grófu upp úr Vatnajökli DC-3 flugvél sem Bandaríkjaher hafði orðið að skilja eftir ári fyrr við björgun áhafnarinnar á Geysi af Bárðarbungu. Í bókinni er birt dagbók Alfreðs Elíassonar og einstakar ljósmyndir Árna Kjartanssonar úr leiðangrinum. 148 bls. Ugla IB Kúbudeilan 1962 Höf: Max Hastings Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Kúbudeilan árið 1962 er einn mest ógnvekjandi atburður sögunnar. Þá munaði minnstu að kjarnorkuvopnaátök brytust út á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Um nokkurra vikna skeið rambaði heimurinn á barmi hugsanlegrar útrýmingar. Í þessari frábæru bók Max Hastings er saga þessara vikna rakin með ljóslifandi hætti. 536 bls. Ugla IB Rangárþing - Safn til sögu Landnám í Rangárþingi Höf: Gunnar Guðmundsson og Þórður Tómasson Fjallað er um það þegar 43 landnemar settust að í Rangárþingi fyrir um 1100 árum. Umfjöllunarefnin eru: hvernig land sýslunnar mótaðist jarðsögulega, gróður á landnámsöld, hellar í sýslunni, skip landnema og hvað var flutt, hvernig fólkið kom sér fyrir, lífsafkomu þess, búfénað, trúariðkanir og mótun stjórnsýslu og valdakerfis. 298 bls. Bókhlaða Gunnars B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa54 Fræðirit, frásagnir og handbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.