Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 47
IB RAF
Horfinn heimur
– minningaglefsur
Höf: Þröstur Ólafsson
Þröstur Ólafsson endurskapar í þessum minningum
veröld bernskunnar á Húsavík, ungdómsáranna
í Berlín í skugga múrsins og svo árin eftir að
heim var komið þar sem hann var í hringiðu
stjórnmála og bókmennta. Um leið reynir hann að
átta sig á brýnustu verkefnum okkar daga.
400 bls.
Forlagið - Mál og menning
SVK
Höfuðdagur
Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi
hennar
Höf: Ingólfur Sverrisson
Hvað bíður ungs barns sem misst hefur báða
foreldra sína? Hvernig varð líf móður minnar eftir
að hún varð niðursetningur? Var fólkið gott við
hana? Hvernig leið henni á nýjum stað? Hvað varð
af hinum systkinunum? Hér bregður höfundur
sér aftur í barnæsku móður sinnar á Stokkseyri og
svarar þessum spurningum og mörgum fleiri.
152 bls.
Bókaútgáfan Hólar
IB
Í spor Sigurðar Gunnarssonar
Höf: Hjörleifur Guttormsson
Margir helstu áhrifamenn á Íslandi 19. aldar voru
ótrúlega fjölhæfir og afkastamiklir. Einn þeirra er
Sigurður Gunnarsson, sálusorgari, ferðagarpur,
smiður og húsameistari, náttúrufræðingur,
rithöfundur, alþingismaður og læknir.
600 bls.
Skrudda
KIL
Í stríði og friði fréttamennskunnar
eða uppgjörið við alla mína fjölmiðlatíð
Höf: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson fléttar saman
æviminningum sínum og uppgjöri við einstaklega
litríkan fjölmiðlaferil í návígi við stærstu atburði í lífi
þjóðarinnar. Um leið er frásögnin Íslandssaga sem nær
frá forpokuðu klíkusamfélagi karlveldisins til frelsis og
fjölbreytileika sem þó glímir alltaf við afturhaldið.
232 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
SVK
Fólkið á Eyrinni
smámyndir og þættir
Höf: Örlygur Kristfinnsson
Fólkið á Eyrinni, smámyndir og þættir, er nokkurs
konar framhald bókanna Svipmyndir úr síldarbæ
1 og 2. Hann leiðir lesandann um tvær götur sem
mynda kross á miðri Siglufjarðareyri og segir frá
fólkinu sem þar bjó og sérstæðum vegfarendum.
486 bls.
Söluturninn
IB RAF HLB
Gangandi bassi
Endurminningar djassmanns
Höf: Tómas R. Einarsson
Tómas R. Einarsson er einn af ástsælustu
djasstónlistarmönnum landsins, bókmenntamaður,
sagnfræðingur, Dalamaður og sagnamaður. Í þessum
bráðskemmtilegu minningum segir hann sögur af
samferðafólki, af hlýju og húmor, sem beinist ekki
síst að honum sjálfum, deilir með lesanda gleði og
sorgum í lífi sínu og kyndir undir dynjandi sveiflu.
336 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Heimtir úr helju
Sögur 12 skipbrotsmanna
Höf: Svava Jónsdóttir
12 skipbrotsmenn sem lentu í ógnvænlegum
sjóslysum segja frá. Sumir biðu lengi í sjónum eftir
hjálp og sáu jafnvel látna skipsfélaga sína hverfa í
öldurótið. Aðrir komust um borð í björgunarbáta
og í einu tilfellinu lágu látnir skipsfélagar á botni
bátsins. 12 ára drengur var á einu skipinu.
212 bls.
Bókaútgáfan Tindur
KIL
Hljóðin í nóttinni
Minningasaga
Höf: Björg Guðrún Gísladóttir
Eymd og niðurlæging í Höfðaborginni í Reykjavík
og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta
sem lífið hefur upp á að bjóða. Björg var fyrst til að
greina frá því hvernig Skeggi Ásbjarnarson níddist
á börnum sem áttu undir högg að sækja.
Þessi minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur var
tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014.
252 bls.
Veröld
KIL
Hlutskipti
Saga þriggja kynslóða
Höf: Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og Jón Hjartarson
1944-2023
Árið 1969 varð það hlutskipti systkinanna í Sænska
húsinu að horfa á föður sinn leiddan saklausan í
lögreglufylgd út af heimili sínu. Móðirin yfirgaf
heimilið skömmu síðar. Hún fór burt með ástmanni
sínum eina vornóttina og tók aðeins þrjú yngstu
börnin með sér. Fjórum börnum var ráðstafað
af barnaverndarnefnd Selfosshrepps.
208 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
Hó, hó, hó!
Jólabóka,
bókajól góð
gjöf
Bóksala stúdenta, boksala.is
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 47GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Ævisögur og endurminningar