Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 49
Fræðirit, frásagnir
og handbækur
SVK
Afbrot og refsiábyrgð I
Höf: Jónatan Þórmundsson
Afbrot og refsiábyrgð I–III eru grundvallarrit um hinn
almenna hluta refsiréttar. Fyrsta bindið kemur nú
út endurskoðað, verulega aukið og endurbætt.
554 bls.
Háskólaútgáfan
SVK
Afríka sunnan Sahara í brennidepli II
Ritstj: Jón Geir Pétursson, Geir Gunnlaugsson,
Jónína Einarsdóttir og Magnfríður Birnu
Júlíusdóttir
Bókin Afríka sunnan Sahara í brennidepli II
dregur fram áhugaverð sjónarhorn fimmtán
höfunda á ýmis málefni í sögu, samtíð og
framtíðarhorfum þessarar margbreytilegu og
heillandi heimsálfu. Bókin, sem félagið Afríka
20:20 stendur að, er ríkulega myndskreytt.
Háskólaútgáfan
KIL
Almanak Háskóla Íslands 2024
Höf: Gunnlaugur Björnsson
Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar
upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang
himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni
sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á
Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins.
Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af
nýju efni er m.a. grein um stjörnuna Betelgás.
Háskólaútgáfan
KIL
Almanak HÍÞ 2024
ásamt árbók 2022
Höf: Gunnlaugur Björnsson
Ritstj: Arnór Gunnar Gunnarsson
Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar
upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang
himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni
sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á
Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins.
Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af
nýju efni er m.a. grein um stjörnuna Betelgás.
Háskólaútgáfan
IB
Sólgeislar og skuggabrekkur
Skrás: Svala Arnardóttir
Margrét Ákadóttir leikkona er mörgum kunn.
Hér segir hún frá viðburðaríku lífshlaupi sínu
þar sem skipst hafa á skin og skúrir, eins og titill
bókarinnar ber með sér. Margrét ræðir æskuárin
í austurbæ Reykjavíkur en þau mörkuðust
meðal annars af því að hún var dóttir eins
umdeildasta stjórnmálamanns þjóðarinnar.
250 bls.
Almenna bókafélagið
IB
Sveinn Benediktsson
Ævisaga brautryðjanda og athafnamanns
Höf: Steinar J. Lúðvíksson
Um hálfrar aldar skeið var Sveinn Benediktsson
einn áhrifamesti maður í sjávarútvegi Íslendinga.
Hann var stjórnarformaður Síldarverksmiðja
ríkisins, forystumaður í Bæjarútgerð Reykjavíkur,
stjórnarmaður í helstu hagsmunasamtökum fyrirtækja
í sjávarútvegi og lét mjög að sér kveða á opinberum
vettvangi um allt sem laut að sjávarútvegsmálum.
442 bls.
Ugla
KIL
Yfir farinn veg með Bobby Fischer
Höf: Garðar Sverrisson
Í þessum einstæðu endurminningum birtist lifandi og
áhrifamikil mynd af skáksnillingnum Bobby Fischer,
allt frá barnæsku hans í Brooklyn til banalegunnar
á Íslandi. Lesandinn fær óvænta innsýn í líf og
persónuleika Fischers sem lengi hefur verið heiminum
ráðgáta. Hér er í fyrsta sinn brugðið upp heildstæðri
mynd af manninum á bak við goðsögnina.
234 bls.
Ugla
KIL
Þá breyttist allt
Höf: Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir
Heyrðu, elskan, við ætlum að flytja til Íslands!
Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands,
afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan
kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli
landa? Lesandinn fær að kynnast þessu fólki sem
segir hér sögur sínar. Sögur sem eru átakanlegar,
erfiðar, ótrúlegar, skemmtilegar og forvitnilegar.
208 bls.
Drápa
IB
Öll nema fjórtán
Sögur úr Vesturbænum og víðar
Höf: Guðmundur Pétursson
Sögur úr æsku í Vesturbænum og í Mosfellssveit, um
lífið í Meló, Hagó, Versló, Íþróttakennaraskólanum
og lagadeildinni, sögur af fjölskyldunni, frá vinnu
á sjó og landi. Margt hefur drifið á daga gamla
markmannsins í rúma sjö áratugi, og hann kann
svo sannarlega að segja sögur þannig að lesandinn
leggur við hlustir og vill heyra meira.
448 bls.
Skrudda
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 49GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Ævisögur og endurminningar Fræðirit, frásagnir og handbækur
Fræðirit, frásagnir og handbækur