Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 12

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 12
KIL RAF HLB Bella gella krossari Höf: Gunnar Helgason Sjöunda bókin í sagnaflokknum vinsæla um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmurnar, börnin fimm og nojaða nágrannann. Listaspíran Bella er ein helsta fyrirmynd Stellu í smartheitum, sjálfstæði og í rosalegu mótor-kross-ÆÐI. En nú er Bella í vandræðum og hjálpin kemur (auðvitað) úr óvæntri átt. 208 bls. Forlagið - Mál og menning IB Bold-fjölskyldan í grænum gír Höf: Julian Clary Myndh: David Roberts Þýð: Magnús Jökull Sigurjónsson Verið svo væn að verða græn! Sjötta bókin í hinni frábæru seríu um Bold-fjölskylduna. Enn á ný reynir Bold-fjölskyldan að bjarga dýrum í vanda – en núna líka plánetunni Jörð. 296 bls. Ugla IB HLB Bekkurinn minn Bumba er best! Höf: Yrsa Þöll Gylfadóttir Myndh: Iðunn Arna Bókin fjallar um Óðin, sem er óvenju daufur í dálkinn þessa dagana. Snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans vilja losa sig við köttinn þeirra. Það má ekki gerast! Með hjálp Halldóru vinkonu sinnar finnur Óðinn fullkomna lausn á málinu. Bekkurinn minn fjallar um nemendur í bekk í íslenskum grunnskóla. 62 bls. Bókabeitan IB Sagan af Dimmalimm Höf: Guðmundur Thorsteinsson Þetta er ævintýrið um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson. Ný útgáfa er óður til sögunnar, bæði textans og myndanna sem þessi stórsnjalli listamaður skóp. Sagan er óbreytt en bókina prýða nýjar myndir. 42 bls. Óðinsauga útgáfa IB Eini sanni Ívan Höf: Katherine Applegate Þýð: Helgi Jónsson Ívan er górilla og á heima í verslunarmiðstöð. Hann er spenntur fyrir sjónvarpinu, og að tala við vini sína, Bubba, sem er flækingshundur, og Stellu, sem er gamall f íll. Og þá kemur Rósa, ungur f íll sem hefur verið tekinn frá fjölskyldu sinni. Ívan setur sér það markmið að Rósu líði vel á nýja staðnum. Best væri að hún kæmist í alvöru dýragarð. 304 bls. Bókaútgáfan Tindur Barnabækur SKÁLDVERK SVK 13 hæða trjáhúsið Höf: Andy Griffiths Myndh: Terry Denton Þýð: Gunnar Kr. Sigurjónsson 13 hæða trjáhúsið þeirra Adda og Tedda er stórkostlegasta trjáhús heims! Það er með keiluhöll, gegnsærri glersundlaug, laug með mannætuhákörlum, leynilegri neðanjarðarrannsóknastofu og sykurpúðavél sem eltir þig um allt og skýtur sjálfkrafa sykurpúðum upp í þig, hvenær sem þú finnur til svengdar. 239 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Að breyta heiminum Höf: Ingibjörg Valsdóttir Myndh: Lilja Cardew Marko og Stella, litla systir hans, eru stödd á skrítnum stað. Marko hefur á tilfinningunni að eitthvað slæmt hafi gerst en man ekki hvað. Hann leitar að leiðinni heim og rekst þá á ýmsar furðuverur, eins og Rösk, Verkil og Beru, sem búa yfir leyndum hæfileikum. Furðuverurnar vilja gera vistina sem besta fyrir systkinin og leiða Marko í rétt átt. 93 bls. Bókabeitan IB Amma og afi á ferðalagi Höf: Esther Murris Myndir: Erin Mercer Þýð: Huginn Þór Grétarsson Amma og afi eru alltaf til í smá fjör. Þó er það nú svo að þeim tekst oft að koma sér í klandur. Gömlu brýnin eru áköf í að heimsækja barnabörnin sín og halda í ferð sem reynist mun erfiðari en ætlað var í upphafi. 44 bls. Óðinsauga útgáfa IB RAF HLB Bannað að drepa Höf: Gunnar Helgason Myndir: Rán Flygenring Það stefnir í ógleymanlegt páskafrí hjá Alexander og risastóru, háværu fjölskyldunni hans. Þau ætla að hrista saman íslenskar, pólskar og taílenskar hefðir. En svo byrjar nýr strákur í bekknum sem ræður ekkert við skapið í sér. Bara alls ekki. Æsispennandi saga, bæði hörkufyndin og grafalvarleg – akkúrat eins og krakkar vilja. 196 bls. Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa12 Barnabækur SK ÁLDVERK Skáldverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.