Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 6
IB
Hver ruglaði pökkunum
Múmínáflarnir: Mía litla
Höf: Tove Jansson
Þýð: Erla E. Völudóttir
Mía litla útdeilir gjöfum til íbúa Múmíndals.
En rata allir pakkarnir í réttar hendur?
Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem
byggðar eru á sögum Tove Jansson.
16 bls.
Ugla
IB
Pétur og Brandur
Hænsnaþjófurinn
Höf: Sven Nordqvist
Dag einn kemur Gústi nágranni með tvíhleypu
á öxl og hefur fréttir að færa. Refur herjar nú á
hænsnakofa sveitarinnar og því er eins gott fyrir
Pétur og köttinn Brand að vera við öllu búnir.
Pétur lætur ekki segja sér það tvisvar en í stað
þess að veiða refinn ákveða þeir félagar að fæla
hann heldur í burtu í eitt skipti fyrir öll.
28 bls.
Kvistur bókaútgáfa
IB
Í rúmið eftir tíu mínútur Hyrningur litli
Höf: Rhiannon Fielding
Þýð: Guðni Kolbeinsson
Töfrandi kvöldævintýri fyrir litlar krúttlegar
risaeðlur. Mjög falleg bók sem notið hefur
mikilla vinsælda víða um heim. Frábær bók
til að lesa fyrir lítil kríli fyrir svefninn.
26 bls.
Unga ástin mín
HSP
Íslensku dýrin okkar
Höf: Anna Margrét Marinósdóttir og Helgi Jónsson
Dýrin tala. Þau brosa og hlæja, hrína, hneggja,
gelta og gala og eru stundum með stæla! Í þessari
bráðskemmtilegu bók kynnist þú íslensku húsdýrunum
og forvitnilegum fuglum og sjávardýrum sem lifa í
náttúrunni við landið okkar. Og þú færð meira að
segja að heyra hvernig hljóð þau gefa frá sér.
30 bls.
Sögur útgáfa
IB
Júlían í brúðkaupinu
Höf: Jessica Love
Þýð: Ragnhildur Guðmundsdóttir
Brúðkaup er ástarveisla. Júlían fer í eftirminnilegt
brúðkaup og eignast nýjan vin, Marísól.
Saman halda þau á vit töfra og ævintýra. Falleg
bók um fjölbreytileika og virðingu.
40 bls.
Angústúra
HSP
Heimurinn
Höf: Catherine Lavoie
Þýð: Sverrir Norland
Falleg og ljóðræn bók sem fylgir yngstu börnunum
þegar þau byrja að uppgötva heiminn í kringum
sig. Himin, sól, fjall, dag, nótt …
Bókin örvar ímyndarafl barnsins með frumlegum
teikningum úr daglegu lífi þess.
Bókin er harðspjalda (hver síða úr þykkum
pappa) og þolir því vel hnjask!
18 bls.
AM forlag
IB
Hulk í smá vandræðum
Kóngulóarliðið
Höf: MARVEL /DISNEY
Þegar nýja tækið hans Græna-Skratta breytir Hulk
í smábarn verður Kóngulóarliðið að finna leið til að
passa upp á litla vin sinn og stöðva Skratta.
24 bls.
Edda útgáfa
KIL
Hver er flottastur? / Hver er sterkastur?
Höf: Mario Ramos
Þýð: Guðrún Vilmundardóttir
Segir hér af hinum hégómlega – en óneitanlega
töluvert glæsilega – úlfi sem spígsporar um skóginn
og krefst þess að aðrir dáist að honum. Hann hittir
meðal annars Rauðhettu og Mjallhvíti og sjö litla
menn, sem öll hrósa honum í hástert – en hann hefði
betur hugsað sig um tvisvar áður en hann truflaði
drekabarnið sem er í feluleik við fuglinn.
31 bls.
Benedikt bókaútgáfa
IB
Hver er leiðin?
Höf: Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja
Davíðsdóttir
Draumur Freyju er að vinna til verðlauna. Þegar
hún mætir á keppnisstað verða ýmsar áskorarnir á
vegi hennar. Freyja þarf að finna hugrekkið, læra að
treysta sjálfri sér og taka á öllu sínu til að komast í
mark. Með hjálp dýravina sinna kemst hún að því
að ferðalagið er mikilvægara en verðlaunin.
56 bls.
Salka
IB
Hvernig er koss á litinn?
Höf: Rocio Bonilla
Þýð: Svanlaug Pálsdóttir
Lillaló elskar að mála. Hún málar rauða maríubjöllu,
bláan himin og gula banana en koss hefur hún aldrei
málað. Hvernig er koss á litinn? Með penslum og
pappír rannsakar Lillaló málið. Er kossinn rauður
eins og tómatsósa, grænn líkt og krókódíll eða
bleikur eins og uppáhaldskökurnar hennar?
31 bls.
Kvistur bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa6
Barnabækur MYNDRÍK AR