Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 68

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 68
KIL Ný jörð Að vakna til vitundar um tilgang lífs þíns Höf: Eckhart Tolle Þýð: Sigurður Skúlason Er maðurinn sjálfum sér verstur? Lætur allt undan í óstöðvandi græðgi mannsins, ótta hans og fávísi, sem brýst greinilega fram í innbyrðis átökum manna, í hryðjuverkum og stríði, í ofbeldi og kúgun, sem einnig setur mark sitt á persónuleg samskipti og sambönd? Hér er að finna vegvísi ekki aðeins að betri lifnaðarháttum heldur að betri heimi. 300 bls. Ugla GOR Sjálfsræktar dagbókin 2024 Höf: Inga Guðlaug Helgadóttir, Helga Fríður Garðarsdóttir og Margrét Kristín Pétursdóttir Þessa sjálfsræktardagbók má líta á sem ákveðið verkfæri í þinni sjálfsvinnu fyrir árið 2024, árið sem þú ætlar að fara Alla leið. Þessi bók er ætluð til þess að þú setjir í forgang þína geðheilsu sem oftar en ekki er aftarlega í forgangsröðuninni í dagsins amstri. 146 bls. Bókafélagið SVK Velkomin í sorgarklúbbinn Höf: Janine Kwoh Þýð: Herdís M. Hübner Bókin veitir huggun, tengingu, von og hughreystingu öllum þeim sem hafa misst ástvin eða eru nánir einhverjum sem syrgir. Bókin nálgast af samúð og hreinskilni ýmsar hliðar sorgarinnar sem margir upplifa en lítið er rætt um hve margvíslegar og sveiflukenndar tilfinningarnar geta verið – depurð, reiði, sektarkennd, gleði. 112 bls. Bókafélagið IB Þakklæti Dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju Höf: Erla Súsanna Þórisdóttir Þakklætisdagbókin aðstoðar þig að beina athygli að því góða sem nú þegar er í lífi þínu með því að skrifa niður hvað þú getur þakkað fyrir. Þakklætisiðkun eykur hamingju og kallar meira inn í líf okkar til að vera þakklát fyrir. 176 bls. Töfrakistan IB Kjarni kristinnar trúar Höf: C. S. Lewis Þýð: Andrés Björnsson og Þóra Ingvarsdóttir Bókin er aðgengileg umfjöllun um það sem kristið fólk trúir og ein hin vinsælasta sinnar tegundar. Hún er safn einstakra útvarpserinda sem flutt voru í síðari heimsstyrjöldinni. Höfundur setur fram kraftmikil rök til varnar kristinni trú á þann hátt sem höfðar til trúaðs fólks jafnt sem vantrúaðs. 192 bls. Salt útgáfufélag KIL Krafturinn í núinu Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar Höf: Eckhart Tolle Þýð: Helgi Ingólfsson Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum. Höfundurinn glímdi lengi við kvíða og þunglyndi þar til dag einn að hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og ævarandi sálarró. Síðan hefur hann miðlað þessari reynslu til fólks um víða veröld. 286 bls. Ugla IB Lesið í tarot Uppgötvaðu sögurnar í tarot-spilunum Höf: Alison Davies Þýð: Hafsteinn Thorarensen Gakktu inn í dularfullan og kynngimagnaðan heim tarot og uppgötvaðu töfrandi sögur á bak við spilin í bók sem á sér enga líka. Sögurnar í bókinni og þemu hvers spils nýtast þér til að fræðast um leyndardóma tarot og dýpka skilning þinn svo að þú getir tileinkað þér spekina sem spilin búa yfir. 228 bls. Salka IB Lífið er kynlíf Handbók kynfræðings um langtímasambönd Höf: Áslaug Kristjánsdóttir Mikilvægi góðs kynlífs í ástarsamböndum er óumdeilt. Erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur hefur áralanga reynslu af meðferð para sem steytt hafa á skeri á þessu mikilvæga sviði lífsins. Hér fer hún yfir aðferðir sem virka til að gera kynlífið frábært. 246 bls. Bókaútgáfan Á - Dreifing: Pappýr SVK RAF Lífið er staður þar sem bannað er að lifa Bók um geðröskun og von Höf: Steindór Jóhann Erlingsson Eftir tæplega þrjátíu ára leit að bata tókst Steindóri Jóhanni Erlingssyni loksins að snúa vörn í sókn í baráttu sinni við ægivald þunglyndis og kvíða. Allan þennan tíma höfðu þessar geðraskanir fylgt honum sem áleitinn skuggi. Það var ekki fyrr en hann fór að skoða þau áföll sem hann hafði orðið fyrir að honum fór að batna. 217 bls. Veröld Ekki vera bóklaus á jólanó góð gjöf Bóksala stúdenta, boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa68 Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.