Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 39

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 39
KIL Sólarsystirin Sjötta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Höf: Lucinda Riley Þýð: Valgerður Bjarnadóttir Electra er yngst systranna sem dularfulli auðkýfingurinn, Pa Salt, ættleiðir. Hún er ódæll unglingur, hættir í skóla, en er uppgötvuð á götum Parísar og verður heimsfræg ofurfyrirsæta. Sólarsystirin er sjötta bókin í bókaflokknum sem nefndur er eftir fyrstu bókinni, Sjö systur, og eru einhverjar vinsælustu skáldsögur í heimi. 820 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Sólarupprás við sjóinn Höf: Jenny Colgan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Þegar örlögin feykja örmagna Marisu á afskekkta eyju úti fyrir ströndum Cornwall vonast hún til að fá að jafna sig í friði. Fyrr en varir er hún farin að hjálpa til í vitanum hjá Polly og Huckle og leggja á ráðin um að blása nýju lífi í Litla bakaríið. Getur verið að hún hafi frekar þörf fyrir nánd en næði? Ljúflestur eftir skoska metsöluhöfundinn. 432 bls. Angústúra KIL RAF HLB Spænska ástarblekkingin Höf: Elena Armas Þýð: Sunna Dís Másdóttir Catalina þarf að mæta í brúðkaup systur sinnar. Kærastanum hennar er boðið líka. Vandinn er bara sá að það er enginn kærasti – hún skáldaði hann! Þegar hinn óþolandi vinnufélagi hennar, Aaron, býðst til að koma með henni ákveður hún því að láta á það reyna. Þau hafa þrjá daga til að sannfæra fjölskylduna um að þau séu brjáluð hvort í annað … 496 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF HLB Systraklukkurnar Höf: Lars Mytting Þýð: Jón St. Kristjánsson Í fornri stafkirkju í norskum afdal hanga Systraklukkurnar sem eru sagðar hringja þegar hætta steðjar að. Þegar nýr prestur kemur í sóknina vaknar von í brjósti Astridar um betra líf. Hann reynir að koma á nýjum siðum en þegar ungur þýskur arkitekt birtist breytist líf Astridar og hún þarf að velja á milli prestsins og framtíðar í öðru landi. 450 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Rúmmálsreikningur Höf: Solvej Balle Þýð: Steinunn Stefánsdóttir Þessi verðlaunasaga er um ástina og hverfulleika heimsins. Það er 18. nóvember. Á hverju kvöldi þegar Tara Selter fer að sofa er 18. nóvember og á hverjum morgni þegar hún vaknar er 18. nóvember. Hún á ekki lengur von á að það sé kominn 19. nóvember þegar hún vaknar og hún man ekki lengur eftir 17. nóvember eins og hann hafi verið í gær. 180 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL RAF Sjáið okkur dansa Höf: Leïla Slimani Þýð: Friðrik Rafnsson Annað bindið í þríleik Leïlu Slimani sem hún byggir á ættarsögu sinni en fyrsta bókin, Í landi annarra, kom út á íslensku árið 2021. Hér segir frá Aishu sem er augasteinn foreldra sinna, hins marokkóska Amins og Mathilde sem kemur frá Frakklandi. Lýst er átökum, umbrotum og ástríðum með húmor, kærleika og ísköldu raunsæi. 332 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Smáatriðin Höf: Ia Genberg Þýð: Þórdís Gísladóttir Skáldsaga í fjórum þáttum sem lýsir fáeinum manneskjum og óteljandi smáatriðum. Saga um afhjúpandi samskipti, stórar tilfinningar og forvitnilegt fólk. Veröld sem lesandinn mun sakna um leið og síðasta blaðsíðan er lesin. 140 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Smámunir sem þessir Höf: Clarie Keegan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Árið er 1985 í litlu þorpi á Írlandi. Jólin nálgast og þar með mesti annatími Bills Furlong, kolakaupmanns og fjölskyldu hans. Snemma morguns, þegar Bill er að afhenda kol í klaustrið við bæinn, gerir hann uppgötvun. "Bók sem allir verða að lesa." Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan 108 bls. Bjartur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 39GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.